FK Haugesund Eftir að hafa verið mest að spila í sterkustu deildum heims eins í Englandi, Spáni og Ítalíu ákvað ég að prufa eitthvað nýtt. Ég hugsaði lengi með mér hvað deild ég ætti að velja og sú Norska varð fyrir valinu. Ég skoðaði svo liðin og ákvað að taka við FK Haugesund.

Þeir spila í 3 efstu deild semsagt neðstudeild. Ég leit yfir hópinn og sá greinilega að mér vantaði liðstyrk. Ég sá líka að þarna inn á milli eru sterkir leikmenn eins og t.d. Patrik Fredholm, Milan Kojic og Jan Kjell Larsen sem Chelsea og fleirri lið voru að spá mikið í fyrir ca ári síðan.

Norska þriðja deildin virkar þannig að það eru fjórir, fjórtán liða riðlar. Og eitt lið úr hverjum riðli fer upp í Adeccoligaen sem er norska 2.deildin. Ég leit yfir riðilinn minn og sá að það voru nú enginn stórlið. Slatti af varaliðum hjá stórum liðum í úrvalsdeildinni sem voru nú með góða menn inn á milli. Ég fékk 85k til leikmannakaupa og keypti ég eftirtalda:

Håvard Nystad - Free
Thomas Eftedal - frá Sandefjord - 5k
John Erling Kleppe - frá Pors Grenland - 24k
Eldar Hadzimehmedovic - frá Pors Grenland - 35k
John Andreas Husoy - frá Molde - 16k
Flávio - frá Rostock - 2k
John Erik Indrebo - frá Lov-Ham - 2k

samtals: 85k

Ég seldi engann því ég vildi hafa frekar breiðann hóp. Enda vissi ég líka mjög lítið um liðið mitt. Ég tók sex æfingaleiki á móti missterkum liðum allt frá Lyn til Sola FK gekk það ágætlega. Þá var komið að fyrsta leiknum var hann egn geysisterku liði Åsane, endaði hann 2-0 fyrir mér með mörkum frá Nikki Budalic og Patrik Fredholm. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina örugglega þá tapaði ég gegn Hovding 0-2. Eftir það fór allt að smella og hafði ég gífurlega yfirburði í deildinni með Flavío, Fredholm, Husoy, Kojic og Kleppe fremsta í flokki. Lokastaða efstu liða var svona:

1. Haugesund 26 +62 69 stig
2. Viking 2 26 +18 47 stig
3. Ålgard 26 +13 46 stig
4. Fyllingen 26 +6 46 stig
5. Hovding 26 +13 43 stig

Deildin vannst örugglega með 22 stiga mun og var stjórnin himinlifandi því þetta þýddi að Haugesund væru á leiðinni upp í 2. deild. Mörg stór lið fóru að eltast eftir leikmönnum eins og Flavío, Kleppe og Fredholm eftir þetta og verður líklega erfitt fyrir mig að halda þeim hjá liðinu fyrir næsta tímabil.

Bikarinn:

1st rnd Haugesund - Kjelsås 2-0 (Skoglund & Grindhaug)
2nd rnd Haugesund - Ham Kam 4-5 (Grindhaug 3 & Kleppe)

Ótrulegur var leikurinn milli mín og Ham Kam. Byrjaði það þannig að eftir 15 mínútna leik var ég 2-0 yfir en staðan í hálfleik var svo 2-3 fyrir Ham Kam. Kom ég sterkur inn í seinni hálfleik og skoraði ég 2 mörk snemma en jöfnuði svo Ham Kam frekar seint og þurfti að framlengja. Allt stefndi í jafntefli en á 117 mínútu skoruðu þeir sigurmarkið og sátu mínir menn eftir með sárt ennið. En ég var mjög ánægður með hetjulega baráttu gegn sterku liði Ham Kam manna sem enduðu einmitt í 2. sæti í úrvalsdeildinni í save-inu.

Ég var ótrulega sáttur eftir tímabilið og skemmti ég mér konunglega í save-inu. Er ég með mjög skemmtilegt lið og ætla ég að koma núna með smá tölfræði:

Markahæstir:

Patrik Fredholm 17 mörk 11 assist (markakóngur í deildinni)
John Erling Kleppe 15 mörk 3 assist
Jostein Grindhaug 15 mörk 7 assist
Eldar Hadzimehmedovic 9 mörk 1 assist

Besta Meðaleinkunn:

John Erling Kleppe 7.91
Flávio 7.72
Thomas Eftedal 7.71
Tor Arne Andreassen © 7.69
John Andreas Husoy 7.64

Besta byrjunarlið:
4-4-2 attacking

GK: Jan Kjell Larsen

DR: Thomas Eftedal

DL: Tor Arne Andreassen ©

DC: Milan Kojic & Håvard Nystad

MR: Veigard Nordtveit / John Erik Indrebo

ML: Flávio

MC: John Erling Kleppe & John Andreas Husoy

ST: Patrik Fredholm (target man) & Jostein Grindhaug / Eldar Hadzimehmedovic

Haugesund er frekar lítið lið er aðeins með völl sem tekur 6500 í sæti. Og var meðaláhorfenda fjöldi í kringum 1500 manns. Stuðningsmenn völdu John Erling Kleppe sem mann tímabilsins og átti hann það sannarlega skilið. Ef stemning er fyrir því þá kem ég með framhald af þessu save-i, þannig endilega commenta og segja skoðun sína á þessu. a.t.h. Þetta er í FM 2006 í 6.0.3 patch og update frá 25. júlí.