Norwich
Ef að einhver var að velta því fyrir sér hvort að ég ætli að koma með framhald á Stafford Rangers greinarnar sem að ég hef sent inn þá er svarið já. Ég tók mér bara smá frí frá því seivi og bjó mér til nýtt. Mig langaði að taka við góðu liði. Síðasta ár eða svo þá hef ég alltaf spilað sem bókstaflega lélegt lið og reynt að gera það að stórliði á sjö eða átta tímabilum. Núna tók ég við Norwich, sem að er eitt af bestu liðunum í ensku fyrstu deildinni í byrjun leiks, og ég hugsa að ég spili því ekki nema kannski fjögur tímabil með því. Ég vil taka það fram að ég er ekki með neinn patch svo að ef til vill vantar eitthvað af leikmannaskiptum inní þetta.
Smá tölfræði um liðið:
Nafn: Norwich City(well dahh…)
Stofnað: 1902
Völlur: Carrow Road
Vallarstærð: 26034
Æfingaraðstaða: Góð aðstaða(Good facilities)
Stjórnin vildi að ég færi upp og stuðningsmenn liðsins vildu að ég væri í baráttunni um fyrsta sætið í deildinni. Fyrir þá sem ekki vita það, þá fara þrjú lið upp úr fyrstu deildinni, efstu tvö fara beint upp og liðin í þriðja til sjötta sæti spila í umspili um sæti í efstu deild. Fjárhagur liðsins þegar ég tók við því var rétt tæplega tvær milljónir punda í mínus og launareikningurinn alltof hár. Ég byrjaði á því að bjóða flestum aðalliðsleikmönnum liðsins nýjan samning í von um að lækka laun þeirra. Það gekk á þeim flestum en þó vildu stjörnur liðsins, menn eins og Dean Ashton og Robert Green ekki skrifa undir nýjan samning sem að lækkaði laun þeirra. Með þessu tókst mér þó að lækka launareikningin um eitthvað í kringum tíu þúsund pund en þá átti eftir að taka nýja leikmenn inn í reikninginn.
Ég byrjaði á því að líta yfir þá leikmenn sem að ég hafði. Þetta virtist vera nokkuð sterkt lið miðan við fyrstu deildina. Með menn eins og Robert Green í markinu, Darren Huckerby á kantinum og Dean Ashton frammi þá var ég með lið sem átti alveg að geta unnið deildina. Ákvað ég að samt væri gott að fá nokkra leikmenn inn til vonar og vara. Leikmannakaup/sölur tímabilsins voru á þessa leið:
Leikmenn fengnir:
Ryan Dickson(ENG), D/WB/ML - 35k - Frá Plymouth
Gunnar Heiðar Þorvaldsson(ISL), AML,ST - 825k - Frá Halmstad
Nik Besagno(USA), DC,DM - 85k - Frá Salt Lake (kom í jan.)
Ole Gunnar Solskjær(NOR), AMR,ST - 120k Frá Man. Utd. (kom í jan.)
Leikmenn fengnir á lán:
Dean Marney - Frá Tottenham(Allt tímabilið)
Leikmenn farnir:
Jason Shackwell - 500k - Til Wigan
Síðan voru nokkrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar og njósnarar ráðnir.
Ég byrjaði á því að búa til nýtt æfingarplan fyrir hverja stöðu og plan fyrir undirbúningstímabilið[mæli með því fyrir alla, ekki óalgegnt að tölur hækki meira en þær voru þegar skipt er yfir í venjulegar æfingar].
Áður en tímabilið hófst þá keppti ég sex æfingaleiki, þar af sex í æfingaferð í Þýskalandi. Þar af unnust þrír, tvö jafntefli og eitt tap gegn Chelsea. Enginn af leikjunum var eitthvað rúst og liði mitt spilaði frekar illa í því svo að ég var pínu áhuggjufullur yfir að þetta tímabil yrði ekki gott. Fyrsti deildarleikurinn var útileikur gegn Sheffield Wednesday. Ég vissi ekkert við hverju var að búast svo að ég vonaði bara það besta.
Það tók liðið bara fjórar mínútur að skora fyrsta deildarmarkið þetta tímabilið og bara aðrar fjórar að skora annað. Liðið átti stórleik og vannst leikurinn 6-0 þar sem að Dean Ashton var með þrennu. Því næst vann ég fjóra af næstu sex deildarleikjum og í byrjun Nóvember var staðan frábær. Ég var kominn langt fram úr næsta liði og með 3 mörk skoruð í leik og 0.4 fengin á sig var þetta eins gott og það gat orðið. En kom babb í bátinn eins og sagt er og Leon McKenzie, sem að hafði skorað níu mörk og lagt upp fjórtán í fimmtán leikjum, var fótbrotinn af Gylfa Einarssyni í leik gegn Leeds og átti að vera frá í hálft ár. Fyrir leikinn gegn Leeds hafði liðið skorað 34 mörk í síðustu átta leikjum og var á fljúgandi siglingu. Það unnust reyndar næstu fjórir af fimm leikjum, þar af einn í bikar gegn Man. Utd., en enginn af þeim var næstum því eins sannfærandi og þegar Leon var með. Þegar þangað var komið var ég með tæplega tuttugu stiga forskot á Crystal Palace sem að voru í öðru og höfðu þeir tólf eða þrettán stiga forskot á næsta lið svo að ég var að stinga þá af og þeir að stinga næsta lið af. Fljótlega eftir þetta þá tapaði ég fyrsta deildarleiknum mínum, gegn Wolves á útivelli, með einu marki gegn engu. Frá miðjum Nóvember og fram í janúar lennti liðið í hræðilegum meiðslum og voru lengi vel sex eða sjö leikmenn meiddir, margir alvarlega. Þetta orsakaði það reyndar að þeir sem höfðu lítið spilað fengu margir tækifæri og neyddist ég til að taka menn út varaliðinu og u18 upp í aðalliðið til að hafa nóg á bekkinn því að ekki gátu allir aðalliðsmennirnir spilað vegna þreytu. Ég sá að ég þurfti að fá mér leikmenn í janúar og fékk til liðs við mig Nik Besagno, 17 ára varnarmiðjumann frá Bandaríkjunum, aðallega upp á framtíðina, og Ole Gunnar Solskjær framherja Man.Utd.. Ég Þurfti að fá til mín striker sem að gat nýtt færin vel og hann var tilvalinn í það. Þegar leið á janúar og í byrjun febrúar þá byrjuðu margir að koma úr meiðlsum og nýir menn komnir og allt byrjaði þetta að ganga betur. Gekk þetta ágætlega þangað til að voru eitthvað um sex eða sjö leikir eftir og ég nánast kominn upp, en þá meiddust td. Dean Ashton og Robert Green. Ég hafði þó tvo góða varamarkverði og einn sem gat vel spilað í u18 svo að það kom varla að sök. Þegar fimm leikir voru eftir tryggði ég mér sæti í úrvalsdeild og í umferðinni á eftir tryggði ég mér fyrsta sætið. Stjórnin var mjög ánægð með mig og stuðningsmennirnir líka.
Efstu lið í deildinni:
1.-Norwich..+60-103C
2.-CPalace..+51-98P
3.-Lc.ster….+17-77
4.-LeedsUd.+17-73
5.-Cardiff….+12-73P
6.-Preston..+12-72
Í bikurnunum stefndi ég á að komast í undanúrslit í allavega öðrum bikarnum. Vil taka það fram að ég notaði hálfgert varalið í bikarleikina en svona fóru þeir:
League Cup:
Fyrsta umferð:…Boston Utd.0 - 4..Norwich
Önnur umferð:….Brentford…2 - 4..Norwich
Þriðja umferð:….Cardiff……..1 - 3..Norwich
Fjórða umferð……..Man Utd..1 - 2..Norwich
Átta liða úrslit:…..Man.City…3 - 1..Norwich - City unnu í framlengingu.
Ég fékk engan heimaleik í Deildarbikarnum þetta árið. Náði ekki markmiðinu en var þó sáttur við að vinna Man. Utd. en tvö Manchester lið voru of mikið. Þess má geta að City skoruðu bæði sín mörk í framlengingu eftir að ég fékk rautt.
FA Cup:
Þriðja umferð: Norwich….2 - 0 Crawley
Fjórða umferð: Arsenal…2 - 2 Norwich
Fjórða umferð2: Norwich..3 - 5 Arsenal
Fékk tvo heimaleiki þarna en datt of snemma út. Er svekktur að hafa ekki unnið Arsenal í fyrri leiknum þar sem að ég var betri en svona er þetta bara.
Ég spilaði langflesta leikina eigin útfærslu af 4-4-2 þó að í einstaka leikjum hafi það verið 4-5-1 eða 4-2-4.
'Team Instuctions' hjá mér var svona á 4-4-2:
Mentality…………….|—–X—| Attacking
Creativity Freedom.|—-X—-| Normal
Passing Style……….|—–X—| Direct/Mixed
Tempo………………..|——X–| Quick
Width…………………|——X–| Wide
Closing Down………|—X—–| Rarely/Mixed
Defensive Line……..|——X–| Push Up
Tackling………………|—-X—-| Normal
Focus Passing: Down Both Flanks/Mixed
Marking: Zonal Marking
Set Piece Marking: Man Marking
Target Man Supply: Mixed
Tight Marking: Já
Use Target Man: Nei
Use Playmaker: Nei
Play Offside: Já
Counter Attack: Já
Var bara nokkuð sáttur með tímabilið í heildina og ætli maður skelli ekki allavega einu framhaldi á þetta ef að áhugi er. Ég veit að þetta er frekar langdregið hjá mér, eins og að sýna ‘Team Instructions’, en ég vildi bara reyna að hafa þetta aðeins öðruvísi en vanalega. Þá fer maður bara að undirbúa næsta tímabil og vona að það gangi sem best.
Takk fyri