Manager history - Part 1 Mig langar að skrifa hér grein um mína sögu í Cm/Fm leikjunum frábæru.

Upphafið
Það var einhvern tíman á árinu 2001 þegar ég var 10 ára gamall og var að leika við vin minn sem er einu ári eldri. Bróðir þessa vinar míns hafði verið að spila nýjasta Cm leikinn undanfarna mánuði, 01-02. Við félagarnir vorum heima hjá honum og það vildi svo skemmtilega til að bróðir hans sem var mun eldri en við, var í vinnunni. Við vorum búnir að taka eftir því að hann hafi verið í þessum svokallaða Cm leik undanfarið svo við ákváðum að stelast í hann þar sem hann var ekki heima. Jæja svo við gerðum nýtt save en vinur minn hafði fylgst með bróðir sínum hvernig þessi leikur væri… svona nokkurn veginn. Liðið sem við völdum sem okkar fyrsta í Cm sögu okkar var Tottenham á Englandi. Þar sem við vissum ekki um marga efnilega og góða leikmenn seldum við nokkra leikmenn svo við höfðum efni á einhverjum stórstjörnum. Ég verð nú að viðurkenna það að ég man hreinlega ekkert eftir því hvaða leikmenn við keyptum eða seldum. En eitt man ég þó.. að við kláruðum ekki heilt tímabil, hehe.

En svo nokkrum vikum seinna þegar við höfðum verið að spila þetta heima hjá þessum vini mínum þá vildi svo til að ég þekkti einn strák sem átti þennan sama Cm leik. Það fór þannig að hann lánaði mér hann í langan tíma svo ég fór að spila þetta aðeins sjálfur heima hjá mér. Að sjálfsögðu tók ég við mínu uppáhaldsliði, Manchester United. En þess má til gamans geta að í hvert eitt og einasta sinn sem ég fæ mér nýjan manager leik þá verður United alltaf fyrsta liðið sem ég tek við. Í þessu fyrsta save-i sem ég gerði á mínar eigin spýtur þá gerði ég eitt sem ég mun seint gleyma. Ég seldi flestar ef ekki allar stjörnur liðsins og þar á meðal seldi ég Ryan Giggs og David Beckham á sitthvorar 30 milljónirnar til Barcelona á Spáni. Það er örugglega eitt af því steiktasta sem ég hef gert í minni Cm/Fm sögu. Þetta var svona eitthvað af upphafi minnar reynslu í manager leikjunum.

Framhald af þessu mun koma síðar. ;)
Rover Mini ‘95