Ég byrjaði að róta aðeins til í hópnum og hendi nokkrum leikmönnum sem voru ekki að standa sig með félagsliðum og stærstu nöfnin voru framherjarnir Steffen Iversen og Frode Johnsen og voru flestir á móti þessari ákvörðun.
Ég setti hinsvegar aðeins ófrægari leikmenn inn í liðið t.d Lars Eriksen,Ardian Gashi,Hassan El Fakiri og Freddy Dos Santos.
Fyrsti leikurinn minn var útileikur á móti Moldavíu og var spáð mér auðveldum sigri. En ekki spilaðist leikurinn eins og ég vonaðist og í hálfleik var staðan 0-0 og var ég orðinn verulega stressaður og bætti í sóknina með því að láta Azar Karadas inn fyrir Krisstöffer Hæstad. Við sóttum og sóttum allan seinni hálfleikinn en það var ekki fyrr en á 88.mínutu þegar Azar Kardas skoraði með skalla.
Eftir leikinn voru aðdáendur og stjórnin ekki ánægð með leikinn og vildu þeir fá að sjá miklu betri spilamennsku á móti Ítölum fimm dögum siðar. Ég fór með því hugarfari að ná í jafntefli og byrjaði með aðeins einn frammi, en Noregur spilaði líklega besta bolta sem þeir hafa spilað í nokkur ár og var það John Carew sem skoraði bæði mörkin en staðan var 2-0. Ítalarnir jöfnuðu um miðjan síðari hálfeik,en hinn ungi Lars Eriksen skoraði gullfallegt mark og tryggði okkur sigurinn. Loksins var fólkið í landinu byrjað að hafa trú að þeir gætu komist á næstu heimsmeistarakeppni.
Næsti leikur var á móti Slóvenum úti og þurftum við allaveganna að ná í stig en það er gríðalega erfitt að spila á velli. En óskabyrjun fengu mínir mennog eftir 20.min leik var John Carew búinn að skora 4 mörk og staðan í hálfleik þá 0-4. Þeir minnkuðu muninn með tveim mörkum en síðan komu þrjú mörk í röð hjá mér en John Carew,Thorstein Helstad og Kristöffer Hæstad.
“Líklega besta Norska landslið sem uppi hefur verið” mátti sjá ritað á forsíðu í helsta dagblaði Normanna eftir sigurinn á Slóveníu og sigurinn skaut okkur upp í efsta sætið ig var staðan í riðlinum svona:
1.Noregur
2.Ítalia
3.Skotland
4.Hvíta-Rússland
5.Slóvenía
6.Moldavía
Ef ég mundi vinna þennan leik væri ég mjög líklega búinn að tryggja mér þáttukurétt á HM 2006 í Þýskalandi. Skotarnir voru á góðu róli eftir sigur á Hvíta-Rússlandi og Moldavíu.
Við byrjuðum þennan leik af krafti og eftir hálftímaleik vorum við komnir 2-0 yfir með mörkum frá Thorstein Helstad, Skotarnir komust yfir í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Kenny Miller en mínir menn elfdust eftir þetta mark og skoraði Freddy Dos Santos sitt fyrsta landliðsmark og stuttu síðar kláraði John Carew leikinn og 4-1 sigur í höfn og við þurftum bara sigur á Moldavíu þá mundum við enda í efsta sæti í riðlinum.
Mikill fjöldi manna mættu á leik Noregs og Moldavíu og var uppselt á þann leik.
Við gjörsamlega rústuðum þeim og leikurinn endaði 6-0 og markaskorararnir voru Azar Karadas 2, Ardian Gashi, John Carew, Krisstöffer Hæstad og Frode Olsen. Eftir leikinn var ljóst að við værum komnir á HM og var ég vinsælasti maðurinn þar í landi og vildu nokkrir stuðningsmenn að ég myndi verða næsti forseti Noregs.
Við í Norska landsliðinu skruppum á pub niðri bæ til þess að fagna sigrinum en þá brutust út slagsmál hjá tveim leikmönnum liðsins en þetta voru þeir Daniel Braathen og Espen Johnsen en þetta byrjaði með því að Braathen byrjaði eitthvað að búa til lygasögu um Espen um að hann væri hommi en Espen komst að þessu og kýldi hann í andlitið og Braathen reynda að kasta bjórglasi í Espen en það hitti hann ekki. Flestir mundu reka þá báða eða bara Espen en ég ákvað að reka bara Braathen.
Eftir þetta atvik var andrúmsloftið í klefanum fyrir leikinn á móti Hvíta-Rússlandi lélegt en ég ákvað að byrja með Espen á bekknum og Hakon Opdal í markinu. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Hvíta-Rússlandi og vil ég ekki tala meira um þennan leik.
En skiptir engu máli því ég er kominn á HM og kemur framhaldssaga á næstunni.
Besta liðið mitt:
Espen Johnsen
Andre Bergdölmo Erik Hagen Hangeland Riise
Ardian Gashi Helstad M.G.Pedersen L.Eriksen
John Carew Azar Karadaz/Helstad
Takk fyrir mig og er þetta fyrsta greinin mín á þessu áhugamáli.
“(£7,000 a week) may be enough for the homeless, but not for an international striker”´- Pierre van Hooijdonk