http://www.cm.is? Ég vil byrja á því að lýsa ánægju minni yfir þessu áhugamáli og hvað allt hefur breyst til betri vegar eftir að mac2 tók hér við.

Eins og við flestir vitum þá er til önnur íslensk síða þar sem að fjallað er um manager (simnet.cm.is) undir stjórn Zundermanns (og fleirri) gamla af manutd. spjallinu.

Þá spyr ég hvort að ekki sé möguleiki að cm-arar þessir sameini krafta sína og gera síðu sem myndi einfaldlega bera nafnið http://www.cm.is? Hafa hana öfluga, eins konar sambland af báðum síðum þar sem að allir sem að spila þennan leik geta hist og tala saman, deilt reynslu sinni með öðrum gefið góð ráð og bent hvor öðrum á góða leikmenn?

Þá væri sniðugt að hafa svona greinakerfi auk þess að sumir menn gætu fengið að vera pennar síðunnar, hafa pistla og svoleiðis. Bendi ég til dæmis á Hvata í því máli. (Vel á minnst, Hvati: ertu hættur???)

Hafa þessa síðu flotta og vel útlítandi, einfalda og góða með miklu efni. Stjörnugjöf, leikkerfum, screenshotum, öflugu spjallboðri og fl….

Eru menn sammála mér í þessu? Hverjum finnst ekki pirrandi að þurfa alltaf að dúlla sér á milli síðna til þess að lesa sama hlutinn? Láta þessa síðu vera opinbera cm síðu Íslands.

Ég væri líka til í að vita hverjir myndu hafa áhuga á þessu verkefni. Ég tek það fram að ég er ekki að byrja að gera þessa síðu, enda veit ég ekkert um heimasíðugerð?

Zundermann,Siggi,Mac2,Wbdaz og (Pires)?

hvernig liti þessi admin listi út?

Endilega segið ykkar skoðun á málinu!

Með von um góða CM framtíð.
Pires-Pirez

P.S: Hvernig væri líka að koma þessari irk-rás okkar almennilega í gang?
Anyway the wind blows…