Er einhver að spila Planetarium Manager?
Ef ekki, þá er ég til í að kynna hann aðeins fyrir ykkur.
Hann er mjög líkur CM hvað varðar leikmenn og uppstillingu liðs. Æfingar eru hins vegar aukalega (allavega eins og ég spilaði CM en það var fyrir þónokkrum árum).
http://www.pmanager.org er sem sagt online manager leikur þar sem spilað er tvisvar í viku í deild og einu sinni í viku í bikar.
Mér finnst þessi leikur alger snilld og vildi benda fleirum á hann. Ég hef spilað hattrick en mér fannst hann staðna aðeins og ákvað að prófa Pmanager. Ísland er á fyrsta tímabili í leiknum og landsliðið verður gert virkt á næsta tímabili (held eftir 3 vikur). Til að það verði gott í Pmanager heiminum verðum við hins vegar að fá fleiri notendur. Einnig myndi það auka samkeppnina sem er gott.
Ég hef verið í hattrick líka og mér finnst þessi vera að gera betri hluti. Svo ég nefni dæmi er engin bið í hálfleik og miklu meiri spenna er í kringum leikmannamarkaðinn. Hægt er að fá leikmenn á Bosman o.s.frv.
Leikurinn er opinn fyrir 50 manns eins og er, 14 eru skráðir virkir notendur og 17 eru á biðlista. Ekki tekur nema 2 eða 3 daga að fá úthlutað liði, svo að því fyrr því betra ef einhver hefur áhuga.
Sjón er sögu ríkari.