Jæja nú er ég búinn að vera aðeins að krukka í nýja demoinu eins og flestir okkar hafa líklega gert :)

Ég tók við Arsenal, af því að það er mitt uppáhaldslið og alltaf þegar nýr cm kemur út byrja ég með þeim.

Í þessari grein minni ætla ég að fylgja ykkur gegnum save-ið mitt og gefa álit mitt á nýjum fítusum í leiðinni:

Eins og sumir hafa bent á þá er Arsenal gríðarlega sterkt lið í þessum leik.

Það fyrsta sem að ég gerði var að taka Jermaine Pennant upp í aðalliðið og fjárfesta í Jens Nowotny. Áhangendur liðsins fögnuðu komu hans og finnst mér það sniðugur fítus. Eftir miklar pælingar ákvað ég að spila eins konar bland af 4-4-2 og 4-2-4. Hérna er byrjunarliðið mitt í fyrsta æfingaleiknum:

GK - Richard Wright
Dl - Ashley Cole
DR - Lauren
DC - Sol Campell
DC - Jens Nowotny
MC - Patrick Vieira
MC - Gio….
AML - Robert PIRES
AMR - Jermaine Pennant
FC - Thierry Henry
FC - Francis Jeffers

Sem sagt feikisterkt lið. Því er skemmst frá því að segja að við unnum Birmingham 4-1 þar sem að Pennant var maður leiksins með tvær stoðsendingar og eitt mark. Glæsilegt hjá pilti.

Svona gekk þetta ég vann alla æfingarleikina og er enn taplaus í deildinni, jafn að stigum og Chelsea. Í raun hef ég aðeins tapað tvemur leikjum á tímabilinu. Fyrri var á móti Dortmund í CL en ég var þegar kominn áfram og gaf því ungum mönnum tækifæri. Seinni var á móti Sunderland í Worthless cup. Það sama, unglingaliðið fékk að spreyta sig gegn sterku aðaliði Sunderland.

Bestu leimenn mínir hafa verið Wrihgt,Pires,Pennant,Gio,Vieira og Henry. Gio skorar ótrúlega mikið af mörkum af miðjumanni að vera og kemur mér það þægilega á óvart hvað hann er miklu betri en í fyrri leikjunum :) Pennant er bara snillingur og fær hann mín meðmæli.

Skömmu fyri tímabilið fékk Oleg Luzhny heimþrá. Ég sá það en gerði ekkert í því, bara lét hann hafa sína heimþrá. Stuttu seinna mætti hann ekki á æfingu, ég sektaði hann að sjálfsögðu og gaf honum tveggja vikna frí. (Ég held að það sé nýr fítus, reyndar hefur þetta ekki komið fyrir mig 00-01 þannig að ef að þið vitið um þetta látið mig þá vita:) ) Alla vega sneri hann síðan ekki heim, umboðsmaður hans sagði mér að hann vildi enda ferillin í Úkraínu og fara frá Arsenal. Hann var stuttu seinna seldur til ástralsk liðs.

Ég vil lýsa ánægju minni yfir nýju fítusunum. Sérstaklega þá nýja transfer systeminu og FOW. Einnig er gaman að geta áfrýtt bönnum leikmanna. Sol var einu sinni rekinn út af hjá mér og fékk þriggja leikja bann. Ég áfrýjaði og viti menn! Hann fékk ekki bann.

Eftir kaupin á Nowotny er fjárhagsstaðan frekar slæm af stórliði að vera. Ég bað stórnina um meiri pening, sem að þeir neituðu. Þá gerði ég svona Ultimaturn og áhangendurnir stóðu við bakið á mér. En viti menn, þeir gáfu mér ekki pening og sögðu að næst sem að ég gerði ultiamturn yðri ég rekinn ofl. Þá seldi ég Bergkamp til Lazio til þess að fá smá lausafé.

Einnig er brill að geta borið leikmenn saman. Svo er skemmtilegur fítus sem kemur upp í Future message leikmanna þegar það gengur vel: ,,Thinks Freyr is very competent´´ Manni hlýnar við svona ummæli :)


Alla vega er niðsustaða mín sú að þessi leikurinn er frábær og líklega sá besti í röðinni og getur undirritaður ekki beðið eftir útgáfudegi hans! Endilega póstið inn ykkar skoðunum og látið mig vita ef að ég hef gleumt einhverju.

Með fyrirvara um stafsetningarvillur.

P.S: Enn og aftur vil ég minna ykkur á Pennant!!!

CM kveðjur,
Pires-Pirez
Anyway the wind blows…