En ég var nú búinn að styrkja liðið töluvert fyrir tímabilið og svo í kringum jólin fóru hlutirnir nú að ganga betur og ég var í 6.-7. sæti. Meðal þeirra sem ég fékk til liðsins voru (allt Bosman): Sergio Ommel, snilldar striker frá Ajax, Cafu, Del Piero, Roy Keane, Zidane og Kim Kallström. (Vantar eins og einn virkilega sterkann varnarmann).
Kallström fór á kostum (ásamt öðrum) og var markhæstur, þriðji í player of the year og Supporters player of the year. Ég hef verið að íhuga að selja hann en ætla að bíða með það, sjá hvernig mér gengur í Meistaradeildinni :)
Já ég sagði Meistaradeildinni, ég endaði nefnilega í þriðja sæti í deildinni! Ég varð ekkert smá ánægður, og er hættur að reita hár mitt og skegg eftir hvern leik :)
Fjármálin eru ennþá erfið, en ég seldi Gonzãlez til Parma fyrir 6,25 og það reddaði eiginlega fjármálunum, en ef ég neyðist til sel ég Kallström líka.
Nú er 7. tímabil alveg að fara að hefjast, ég er að leika með kínverska landsliðinu og bráðum byrjar undankeppni Meistaradeildarinnar, krossum fingur og vonum það besta!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _