10. júní 2006, Kína 2 - Frakkland 1:
Yes! Fyrsti leikurinn minn með liðið á móti besta landsliði síðustu ára. Anelka (25.) kom þeim yfir snemma í leiknum en í hálfleik fór ég að pressa og jafnaði Bai leikinn á 64. Ég hefði vel sætt mig við jafntefli en á 87. mínútu skoraði Ye sigurmarkið!
Frakkar áttu mun fleiri skot (8/5 hjá mér á móti 19/13 hjá þeim!) og markmaðurinn minn var maður leiksins.
17. júní 2006, Kína 2 - Svíþjóð 1:
Þessi leikur var nú hálf bragðdaufur, þeir komust yfir á 2. mín en við jöfnum á 7. með marki frá T.Li, S.Qu skorar síðan sigurmarkið á 23. mín. Við skutum meira en leikurinn fór mest fram á okkar vallarhelmingi.
22. júní 2006, Kína 4 - Nígería 2:
Vorum búnir að tryggja okkur áfram fyrir þennan leik þannig að ekkert stress var í gangi. Fyrst komust við yfir á 33. með marki frá D.Zheng en þeir jafna strax á 35. Á 67. mínútu skora bæði liðin og eftir ákvað ég að pressa og Bai setti tvö mörk á 73. og 77. og var valinn maður leiksins. Frekar auðveldur sigur í þessum leik (skotin voru 5/2 hjá Nígeríu á móti 15/12 hjá okkur) og sigur í riðlinum tryggður, ekki eitthvað sem ég átti von á fyrir mótið!
25. júní, 16-liða úrslit, Kína 3 - Úkraína 1:
Úkraínumenn voru á hælunum allan tímann og áttu aðeins tvö sko sem hittu rammann, við hins vegar 13. Bai setti tvö og S.Qu eitt.
Kína komið í 8-liða úrslit!
30. júní 2006, 8-liða úrslit, Kína 3 - Danmörk 3:
Það mætti segja að það hafi verið rúllað yfir okkur í þessum leik, náðum fjórum skotum á ramman og þrjú fóru inn. Zhang kom okkur í 1-0 á 10. mín. en Madsen kom Dönum í 1-2 á 23. og 32. mín. Þá ákvað ég nú að pressa enn einu sinni sem leiddi til þess að T.Li jafnaði á 46. mín. Á ný skoraði Madsen (59.) og alls virtist stefna í það að ævintýri okkar væri lokið en á 90. mínútu skoraði Ye og tryggði okkur framlengingu, marklaust þar og því varð að fara fram vítasprynukeppni. Gravesen klikkaði á 5. víti Dana og Kína komnir í 4-liða úrslit! Ég spáði lítið í hverjir tækju vítin þar sem ég þekkti ekkert af leikmönnum mínum :)
4. júlí 2006. Kína 3 - Sierra Leone 0
Sierra Leone sáu aldrei til sólar og misstu auk þess mann útaf á 52. mínútu. Ye skoraði tvö og T.Li eitt. Úrslitaleikurinn staðreynd!
9. júlí 2006, Kína 0 - Brazilía 1
Ég vissi það fyrir leikinn að hann yrði ekki auðveldur, Brassarnir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni. Við stóðum þó í þeim og náðum 10 skotum, þó aðeins tveimur á rammann.
Þrátt fyrir að vinna ekki HM var þetta mjög skemmtilegt og góður árgangur með jafn lélegt lið og Kína! Meðal annarra liða sem voru á HM voru: USA, Tanzanía, Tajkistan og Sierra Leone, ekki beint lið sem maður sér á HM á hverjum degi!
Markmaður liðsins sem og T.Li voru valdir í draumaliðið.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _