Darlington FC, Part III Ævintýrið heldur áfram!

Já eins og ég sagði frá í gær hófst barátta Darlington í úrvalsdeildinni í gærkvöldi, og eins og í öllum deildunum nema þriðju bjuggust menn við því að liðið myndi berjast hetjulega við fall. Nú þegar að 14 leikir eru búnir af tímabilinu er ég staddur í 4. sætinu(var í öðru fyrir síðustu umferð) með 25 stig, 8 sigra, 1 jafntefli og 5 töp.

Ég verð nú að segja að þetta hefur alltsaman gengið vonum framar, og meðal þeirra liða sem ég hef lagt af velli eru Liverpool og United :) Vonandi heldur liðið áfram á sömu braut og ef heppnin verður með okkur ættum við að ná Evrópusæti. Vörnin eru eini hlekkur liðsins sem ég hef einhverjar áhyggjur af, en hingað til hefur hún reddast. Reyndar er annað áhyggjuefni sem eru fjármálin, en TV Money sem ég fékk þegar ég kom upp, 5M, fór nánast allt í að stækka völlinn (til að gera hann löglegann) og í dag á liðið ekki nema um 500,000.

Argentínski miðjumaðurinn Ezequiel González gekk til liðs við okkur frá Fiorentina fyrir 2,5M, hann var óhamingjusamur hjá Fiorentina og vildi fá “paid what he deserved”, en hann var með 65,000 í laun! Mörg lið reyndu að semja við hann en gekk ekki þar sem þau gátu ekki mætt kröfum hans. Hjá mér er hann hæst launaðastur með 14,000 :)

Ég hef breytt kerfinu aftur yfir í flata miðju, það hefur verið að gefast vel yfir árin. Ég prófaði kerfið með kantmönnum en fannst það ekki virka eins vel.


End of part III.

Fjórði hluti væntanlegur í lok tímabilsins.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _