Ég datt niður á mjög sterka norðmenn sem höfðu verið að gera það gott í 2.deildinni þar í landi. Tommy Eide Moster hafði skorað 22 mörk í 34 leikjum fyrir Haugesund og var ég mjög spenntur fyrir honum. Johannes Strom var 19 ára, eldsnöggur senter sem mér leist afar vel á en hann var einnig að mála hjá Haugesund. Eftir frekari málalenginar urðu þetta niðurstöðurnar:
Leikmenn inn:
Gunnar Þór Gunnarsson – Free – Fram
Bjarni Ólafur Eiríksson – Valur – 200 þús
Kristján Ari Halldórsson – ÍR – Free
Jón Skaftason – Free – Free
Rafn Heiðdal – Free – Höttur
Johannes Strom – Haugesund – 5,5 M
Tommy Eide Moster – Haugesund – 2,2 M
Kenneth Gustafsson – Keflavík – 1,4 M
Thomas Sorensen – Husum – Free
Andreas Solvang – Stromsgodset – 1 M
Thomas Overby – Haugesund – 200 þús
Tomi Ameobi – Leeds - Free
Michael Kone – Anderlecht - Free
Espen Skogland – Haugesund – 200 þús
Lars Ovrebro – Haugesund – 1 M
Samtals: 11,5 M
Leikmenn út:
Sigmundur Pétur Ástþórsson – Free – Víkingur Ó.
Ólafur Páll Snorrason – 200 þús - Afturelding
Guðmundur Sævarsson – Free - KR
Hallur Kristján Ásgeirsson – Free - Haukar
Jóhannes Steinar Kristjánsson – Free - Stjarnan
Mads Junker – Free - Fjölnir
Ingvar Ljosland – Free - ÍBV
Aleksander Wie Flaa – 40 M - Stabæk
Samtals: 40,2 M
Mér gekk ágætlega í Deildarbikarnum, vann riðilinn örugglega með 17 stig. Komst í úrslitarleikinn nokkuð auðveldlega þar sem við töpuðum í vítaspyrnukeppni gegn Fram.
Ég var frekar svekktur því við áttum leikinn frá A-Ö.
Í Bikarkeppninni duttum við út í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni á móti Val. Varð ég ennþá svekktari og var ljóst að við áttum aðeins möguleika á einni dollu þetta árið, sjálfum íslandsmeistaratilinum.
Í deildinni var heppnin með okkur og gjörsamlega völtuðum við yfir hana. Má þar nefna 7-1 útisigur á móti KR þar sem við forum á kostum. Niðurstaðan var 1.sæti með 49 stig!
Lokastaðan:
1. FH – 16 1 1 [54-7] +47 – 49 stig
2. Þróttur – 10 1 7 [23-20] +3 – 31 stig
3. Valur – 9 3 6 [25-20] +5 – 30 stig
9. Fylkir – 5 2 11 [18-32] -14 – 17 stig
10. ÍA – 4 3 11 [15-25] -10 - 15 stig
Athygli vekur að Fylkir og ÍA féllu en búist var við þeim liðum í toppslagnum. Þróttarar komu enn og aftur á óvart og náðu 2.sætinu annað árið í röð. Völsungur vann 1.deildina og KA fylgdi þeim upp.
Næst var komið að hápunkti tímabilsins, meistaradeildinni. Við drógumst á móti Sliema Wanderers frá Möltu í 1.umferð og unnum örugglega 2-0 úti og 3-0 heima. Í 2.umferð fengum við sterka mótherja, Anderlecht. Útileikurinn fór óverðskuldað 1-0 fyrir þeim með marki á lokamínútunni frá Bart Goor. Í heimaleiknum var heppnin með okkur og Jimmy Hellström innsiglaði 2-0 sigur á 68 mínútu. Í 3 umferð fengum við rússneska liðið Lokomotiv Moscow. Taldi ég okkur eiga ágætis möguleika að komast í riðlana í meistaradeildinni í fyrsta sinn. Útileikurinn fór ekki sem skyldi en við töpuðum 2-0! Í heimaleiknum var mikill baráttuandi sem einkenndi liðið en við unnum aðeins 3-2 og Lokomotiv áfram samanlagt 4-3!
Við fórum þar af leiðandi í evrópukeppnina annað árið í röð! Við fengum martröð í 1.umferð en 80 lið voru í pottinum og við fengum sterkasta liðið, Valencia! Þeir slátruðu okkur í Krikanum 3-0 og á útivelli 4-0 samanlagt 7-0!.
Ég get ekki sagt að ég hafi verið allskostar sáttur með mina menn. Lakari árangur en á síðasta tímabili en við bárum samt höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið.
Gróði liðsins nam 196 M
Uppgjör Tímabilsins:
Landsbankadeildin: 1.sæti
Deildarbikar – A: 2.sæti
Bikarkeppni: 8 liða úrslit
Meistaradeildin: 3 umferð
Evrópukeppnin: 1 umferð
Markahæsti leikmaður: Tommy Eide Moster, 19 mörk (15 í deildinni)
Stoðsendingar: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 12 stoðsendingar
MOM: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 6x
Average Rating: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (7,86)
Leikmaður Ársins: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Þjálfari Ársins: Garðar Geir Hauksson (FH)
* 10 leikmenn FH voru í liði ársins af 16 leikmönnum, þar af 9 í byrjunarliðinu.
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Pétur Sigurðsson
Fat Chicks & A Pony….