Ég sendi inn umsókn um leið og ég las þetta í morgunblaðinu sama dag. Ég fékk símtal fljótlega frá Leifi Garðarssyni aðstoðarþjálfara að þeir ætluðu að ráða mig tímabundið og sjá svo til hvort þeir myndu bjóða mér samning. Ég varð gjörsamlega himinlifandi því þetta var stórt verkefni fyrir mig eftir að hafa verið í svo langan tíma í sveitinni.
Margir sterkir leikmenn voru hjá FH. Þar ber hæst að nefna danska varnarjaxlinn Tommy Nielsen, Auðunn Helgason, Baldur Bett og svo var Tryggvi Guðmundsson kominn úr atvinnumennskunni en hann kom frá úrvalsdeildarliði Örgryte í Svíþjóð.
Ég renndi yfir hópinn og mér til mikillar skelfingar sá ég að allir leikmennir voru á “hálf atvinnumannasamning“ þetta leið ég náttúrulega ekki því ég var með stíft æfingarprógramm í höndunum og leikmennirnir þurftu mun meiri æfingu. Eftir dágóðar launahækkanir tókst mér að ná sem flestum á “atvinnumannasamning“. Ég setti á laggirnar stíft æfingarprógramm og ákvað ég að spila 4-1-2-1-2. Þessu fylgdi viss áhætta og mikil meiðsli en ég ætlaði að reyna að sjá fyrir því með stórum og breiðum leikmannahóp.
Ég fékk engan pening til leikmannakaupa.
Ég fór næst á leikmannamarkaðinn og signaði ódýra/fría leikmenn:
Leikmenn inn:
Ólafur Páll Johnson – Free – KR
Þórður Steinar Hreiðarsson – Free – Valur
Hrafn Davíðsson – Free – ÍBV
Jón Fannar Guðmundsson – Free – Grindavík
Gunnar Rafn Borgþórsson – Free – Afturelding
Hallur Kristján Ásgeirsson – Free – Víkingur Ó
Jan Guttesen – Free – Foroyar
Aleksander Wie Flaa – Free – Donn
Vegard Voll – Free - Levanger
Jonas Almquist – Free – Free
Mikael Gjevik – Free – Nardo
Ingvar Ljosland – Free – Nardo
Mads Junker – Free - Korup
Sverre Paulsen – Free – Levanger
Bent Bratbakken – Free – Strommen
Jimmy Hellström – Free – Linköping
Anders Boje – Free – Free
Jonas Odda Steinbakken – Free – Honefoss
Leikmenn út:
Atli Guðnason – 400 þús – Haukar
Jónas Grani Garðarsson – 100 þús – KR
Hermann Albertsson – Free – Stjarnan
Tryggvi Guðmundsson – Free – Mainz
Tryggvi Guðmdundsson spilaði lungann úr tímabilinu en fór samningslaus til Mainz á síðari hluta þess. Það var mikil blóðtaka fyrir liðið að missa þennann snjalla leikmann.
Undirbúningstímabilið hófst og tók ég marga æfingaleiki gegn stórum klúbbum til þess að safna pening. Flestir leikjanna töpuðust en 3-3 jafntefli gegn Liverpool stóð upp úr.
Ég var í B-riðli í “Deildarbikar efri-liðanna” þar sem vann 6 leiki af 7 og komst létt áfram.
Ég komst auðveldlega í úrslitin þar sem ég tapaði á móti ÍA, ósanngjarnt 2-0 þar sem Hjörtur Hjartarson setti hann í bæði skiptin.
Af deildinni að frétta þá vann ég hana með yfirburðum. Vann 15 leiki, 1 jafntefli og tapaði 2 leikjum. Ég hvíldi leikmenn í 2 síðustu leikjunum vegna erfiðs leiks í meistaradeildinni enda tapaðist annar þeirra og hinn fór jafntefli.
Lokastaðan:
1. FH – 46 stig
2. Þróttur – 30 stig
3. Fylkir – 25 stig
9. Grindavík - 16 stig
10. Keflavík - 14 stig
Í Íslenska bikarnum komst ég auðveldlega í úrslit þar sem ég vann Val 2-0 í úrslitum.
Tvenna komin í hús.
Meistaradeildin: Ég fékk lið frá Norður-Írlandi í 1.umferð, Glentoran. Ég vann fyrri leikinn á útivelli auðveldlega 3-0 en þeir unnu seinni leikinn 1-0 ég kominn áfram samanlagt 3-1.
Í næstu umferð fékk ég lið Steua frá Rúmeníu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á heimavelli þeirra þar sem við vorum mun betri aðilinn. Seinni leikurinn fór 2-0 fyrir okkur og við komnir í 3.umferð Meistaradeildarinnar!. Við drógumst á móti sterku liði Dinamo Kiev. Fyrri leikurinn var í Kiev þar sem þeir unnu óverðskuldað 1-0 með marki á lokamínútunni. Í seinni leiknum yfirspiluðum við Dinamo menn og unnum 2-1 en þeir komust áfram á fleirri mörkum skoruðum á útivelli. Þá var ég settur í Evrópukeppnina þar sem ég dróst á móti ekki minni andstæðingum en Marseille! Við náðum að halda hreinu í fyrri leiknum og lyktuðu leikar 0-0, við vorum alls ekki slæmir í þeim leik. Í seinni leiknum var jafnræði með liðunum, Marseille aðeins sterkari aðilinn en það var framherjinn ungi Pétur Sigurðsson sem stal senunni og skaut okkur áfram með marki á 67.mín, 1-0 og FH komnir í riðlakeppni Evrópukeppninnar.
Við drógumst með Herenveen, Teplice, Galatasaray og Sporting CP í riðli. Í fyrsta leik unnum við Herenveen á útivelli 1-2 með marki á lokamínútunni. Næsti leikur fór 2-2 heima á móti Teplice og FH á góðri leið með að tryggja sig áfram (3 lið fóru áfram). Svo kom slæmt 2-1 tap á útivelli á móti Sporting CP og í lokaleiknum heima á móti Galatasaray lágum við 3-0!. En ég var mjög ánægður með gengi liðsins, miklir peningar í húfi fyrir félagið.
Liðið endaði í sléttum 300 M ísl.kr. í gróða. Þar spilaðu sjónvarpsstekjur og miðasala á leiki í meistaradeildinni og evrópukeppninni mikið inn í. Stjórnin var mjög ánægð og bauð mér nýjann samning, fyrir næsta tímabil fékk ég 140 M króna!
Uppgjör Tímabilsins:
Landsbankadeildin: 1.sæti
Deildarbikarinn - A: 2.sæti
Bikarkeppnin: 1.sæti
Meistaradeildin: 3 umferð
Evrópukeppnin: Riðlakeppnin
Leikmaður Tímabilsins: Baldur Bett
Markahæsti Leikmaður: Pétur Sigurðsson
Þjálfari Ársins: Garðar Geir Hauksson (FH)
Sætaskipan á liðum í Evrópu: FH 193.sæti (upp um 88.sæti eða mest allra liða)
Fat Chicks & A Pony….