Wycombe Wanderes: English Championship Þriðja tímabil; English Championship

Í byrjun sumars bað ég stjórnina um að stækka völlinn enda tók hann, Adams Park, aðeins um tíu þúsund manns í sæti. Stjórnin var sammála mér en ekkert varð af því fyrr en fyrir næsta tímabil. Einnig bað ég hana um að bæta æfingaaðstöðu liðsins og hún ákvað að gera það og hún er því orðin eins góð og hægt er, frábærar aðstæður og gott yngri flokka starf. Eins og fyrri tímabil var ég aðallega með útbrunna gamlingja í liðinu og þurfti þess vegna að skipta þó nokkuð mörgum leikmönnum út og fá nýja í staðinn og ég fékk 2. milljónir punda til leikmannakaupa fyrir tímabilið. Um sumarið hafði ég líka ráðið til mín nýjan aðstoðarmanager, Dennis van den Ijsell. Síðan einhvertíman um mitt tímabil tók ég síðan við landsliði Wales. En eins og ég sagði þá þurfti að breyta um ansi marga menn í liðinu og það endaði svona:


Komnir fyrir tímabilið:

Jerzy Dudek – Gk – 0k. Samdi við hann frá Liverpool.
Juanmi – GK – 0k. Var samningslaus.
Ásgeir Guðmundsson – DR – 230k. Frá FH. ( http://images.hugi.is/manager/74339.jpg)
Juah Reini – DCR – 0k. Var samningslaus.
Emil Jensen – DRL – 0k. Samdi við hann frá Hamstad.
Delio César Toledo – DL – 0k. Samdi við hann frá Zaragoza.
Marc – DL – 150k. Frá Osasuna.
José Antonio Garcia Calvo – DC – 0k. Var samningslaus.
Sergio Hellings – DC/DM – 0k. Var samningslaus.
Stefán Gíslason – DC/DM – 0k. Samdi við hann frá Lyn.
Besnik Hasi – DM – 0k. Var samningslaus.
Jésús – DM – 0k. Var samningslaus.
Manuel Rui Costa – DM/AMC – 0k. Samdi við hann frá AC Milan.
Juan José Camacho – AML – 0k. Samdi við hann frá Zaragoza.
Bjarne K. Ingebretsen – AML/FC – 425k. Frá Lyn.
José Carlos Gallego – AM/FC – 900k. Frá Zaragoza.
Oyvind Hoås – ST – 0k. Samdi við hann frá Fredrikstad.
Henrik Larson – ST – 0k. Samdi við hann frá Barcelona.


Farnir fyrir tímabilið:

Bjarni Guðjónsson til Derby á 500k.
Andrew Nicholas til Nottingham Forest á 45k.
Stefan Oakes til Barnsley á 100k.
Síðan rann samningurinn út hjá nokkrum u18 og reservesum sem ég ákvað að framlengja ekki við.


Fengnir á lán:

Nicklas Bendter frá Arsenal.


Ég spilaði sjö æfingaleiki fyrir tímabilið og unnust aðeins tveir af þeim, þrír fóru jafntefli og tveir töpuðust. Helsti æfingaleikurinn var gegn Rangers en hann vannst 5-0. Markmiðið fyrir tímabilið var að komast upp í úrvalsdeild, vinna annan bikarinn og koma út í þokkalegum gróða til að ég gæti keypt fyrir næsta tímabil.
Deildin byrjaði á leik gegn Coventry. Coventry voru miklu betri í leiknum þó að þeir hafi bara unnið með eins marks mun, þrjú-tvö, en Nicklas Bendter skoraði á 90. mín fyrir okkar menn svo að þrjú-eitt hefðu verið mun sanngjarnari úrslit. Eftir þennan leik var ég nokkuð svartsýnn á tímabilið, arfaslakur fyrsti leikur og æfingaleikirnir höfðu ekki gengið sem skildi. Því á eftir fylgdu þrír leikir sem allir unnust 3-1 og síðan tíu sigurleikir þar á eftir. Þá hafði ég unnið þrettán leiki í röð og var kominn með þó nokkuð gott forskot á Bolton sem voru í öðru sæti nánast allt tímabilið. Ég tapaði aðeins þrem leikjum á tímabilinu, gegn Coventry, Preston og Queens Park Rangers. Deildin vannst þú nokkuð örugglega en ég endaði með 101 stig í fyrsta sæti en Bolton höfnuðu í öðru sæti með 82 stig. Ég skoraði líka flest mörkin í deildinni eða alls 94 mörk og fékk á mig 45, semsagt 49 mörk í plús. Kevin Kyle var nálægt því að vera markakóngur deildarinnar en hann skoraði 31 mark í deildinni, einu færra ein Collins John á Fulham þó svo að Kyle hafi spilað mun færri leiki sökum meiðsla.
Í bikurunum gekk mér betur en ég þorði að vona og vann ég bæði FA Cup og League Cup þó svo að ég væri en í fyrstu deildinni. Hérna getið þið séð leið mína í úrslitin:


FA Cup:
3. Umferð – Wycombe – Millwall 3-0

4. Umferð – Wycombe – Arsenal 1-1, Arsenal hafði stjórnað leiknum frá fyrstu mínutu þó þeir hafi ekki komist yfir fyrr en á 71. mín. Það var svo á 90. mín sem að Sol Campell skorar sjálfsmark og tryggir mér seinni leik gegn þeim. Fyrir seinni leikinn var ég eiginlega viss um að ég væri dottinn út, það þurfti eitthvað svakalegt að gerast ef ég ætti að vinna þá eftir eftir að hafa skriðið í gegnum fyrri leikinn á sjálfsmarki. En það gerðist líka eitthvað svakalegt. Ég vann leikinn 6-0 á útivelli(http://images.hugi.is/manager/77232.jpg)!!! Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta Arsenal lið en 7-1 sigur minn samanlagt var staðreynd.

5. Umferð – Wycombe – Preston 1-0

6. Umferð – Q.P.R. – Wycombe 1-1, Seinni leikurinn fór 0-0 og ég áfram á útimarki.

Undanúrslit – Leeds – Wycombe 1-2

Úrlsit – Chelsea – Wycombe 3-4, eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2, á 93mín. komst ég yfir en Arjen Robben jafnaði fyrir Chelsea á 101mín. en á 118 skoraði síðan Kevin Kyle og tryggði mér bikarinn.


League Cup:
1. Umferð – Wycombe – Yeovil 2-0

2. Umferð - Wycombe – Doncaster 1-0

3. Umferð – Ipswich – Wycombe – 0-1

4. Umferð – Wycombe – West Ham 2-1

5. Umferð – Wolves – Wycombe 2-3

Undanúrlsit 1.leikur. – Wycombe – Arsenal 3-0

Undanúrslit 2.leikur. – Arsenal – Wycombe 1-3

Úrslit – Man. City – Wycombe 2-4


Var alveg ótrúlega sáttur með tímabilið enda vann ég allt sem hægt var að vinna. Ég var valinn manager ársins í deildinni og Nik Besagno ungi leikmaður ársins. Kom út í um það bil 18milljónum punda í gróða og var þar af leiðandi nokkuð ríkt félag bara. Eftir þetta tímabil streymdu til mín boð um að taka við hinum og þessum stórliðum um heiminn eins og td. Boca Juniors, Man. Utd., Osasuna og Sampdoria. Einnig buðu enska, franska og portúgalska landsliðin mér samning en ég hafnaði þeim öllum vegna þess að ég er með Wales og ætla mér ekki að hætta með þá.

Skelli svo framhaldi á þetta.. :D