ég er í FM
Ég er á árinu 2011, ég stýri liverpool ég er búinn að eiga af þessum árum sem liðin eru 2 góð season, tvenna og þrenna í hús, síðan 3 arfaslök season þar sem að ég meðal annars fékk minn stærsta skell sem ég hef fengið með mínu ylhýra liverpool, sá skellur kom gegn Charlton á einu af þessum slæmu seasonum, 8-0 fyrir charlton, ég var að hvíla lykilmenn, fékk 2 rauð spjöl á mig og þeir fengu 2 víti, alveg give away fyrir þá…
Núna þegar að ég hef loksins klárað þetta afdrifaríkasta season sem ég hef nokkurntíman spilað, 2010-11 þá virkilega finst mér ég hafa komist í samband við það hvernig það er að vera manager, ég fór frá því að vera á ystu nöf hjá stjórninni í það að vera þeirra uppáhalds konfekt, hér kemur lýsingin á seasoninu:
Ég byrja þetta season sem heitasta súkkulaðið í öskjunni, ég gat komist til hvaða liðs sem er, ég var búinn að eiga ótrúlega gott season árið áður og hafði þá klárað deildina með einungis 2 töp og 8 jafntefli, restin vanst, ég vann þá meistaradeildina, ensku bikarkeppnina og allan pakkan, ég var sjóðandi heitur.
Þannig að eins og þeir sem hafa spilað leikinn ættu að vita að eftir svoleiðis season er næsta season bara formsatriði að klára, maður er svo sigurviss. Fyrsti leikurinn benti heldur ekki til neins nema þess að ég myndi valta yfir þetta season, 7-3 fyrir mér gegn slöppum arsenalmönnum, ég hreynlega valtaði yfir þá, annar leikurinn var tæpari, 2-1 með marki á 89 mínútu frá mér, en ég hafði líka skotið 26 sinnum á markið, þeir áttu einungis 6 skot, þannig að ég var ósáttur svosem með nýtinguna en maður getur alltaf glaðst yfir 3 stigum í sarpinn.
Næsti leikur var aldrei spennandi, Ronaldinho var sjóðandi og setti þrennu í þeim leik, alltaf öruggt 4-1 fyrir mér, Stoke sá aldrei til sólar. Þá gerist eitthvað, ég missi 1 stykki varnarmann í meiðsli (man ekki hvað hann heitir, hann er tyrki og ég nenni ekki að gá að því), hann var leikmaður sem ég hafði keypt 3 seasonum áður og var kletturinn í vörninni, hann fellur í meiðsli og viti menn, ég fæ skell gegn Newcastle, 5-1. Já það get ég sagt ykkur að ég var reiður, hreinlega eins og ég væri real manager að stýra liðinu, aftur skýt ég miklu meira á markið (19 skot gegn 8 frá þeim), er 100x meira með boltan en bara drulla tuðrunni ekki inn!!!
Jæja, nú dettur minn eldgamli ronaldinho í meiðsli líka, næsti leikur fer 3-3 jafntefli gegn bolton mönnum sem voru eins og ég, arfaslakir!
Næsti leikur fer eins og þeir fyrri, ég tapa 4-1 á heimavelli gegn man-utd, þetta var hræðilegt, staða mín í deildinni ekki meistaraleg!
Þá var kominn tími á breytingar, ég skipti í 5-4-1 sem oft hefur reynst mér vel, ég hafði fengið á mig 12 mörk í 3 leikjum, það er einfaldlega óásættanlegt, ég var farinn að drífa uppí það sem ég hafði fengið á mig allt síðasta season!
Við þessa breytingu skána ég aðeins, hífi mig hægt og hægt og tapa aðeins 1 leik í viðbót fram að jólum, en þess í stað gerði ég 5 jafntefli, mér fanst nokkuð ljóst að ég væri ekki að fara að gera neinar rósir, þó vonaðist ég til að ég myndi ná 2-4 sætinu, enda peningar í boði.
Eftir Jól
Ég er enþá inní öllum keppnum, ekki dottinn út neinstaðar sem var gott, hafði tekist að halda mér inni á flestum vígstöðvum, Ronaldinho var stigin upp úr meiðslum rétt fyrir jól og lífið brosti við mér, var taplaus í ansi mörgum leikjum í röð, þó vantaði bara uppá að sigrarnir væru fleiri og að jafnteflin væru færri. Einnig var meistaradeildin að brosa við mér og ég var farinn að sjá fyrir mér 2-4 sætið í deild og sigur í meistaradeildinni sem og bikarnum.
En nei, það blés ekki byrlega fyrir mig í byrjun, ég tapa gegn millwall(hvernig sem það er skrifað) og það ekkert lítið sem var skorað, tapa 5-4, hafði verið 4-3 yfir.
Ég skipti núna yfir í 3-5-2 og verð ansi agressívur, ég vinn 6 leiki í röð þannig og meðal annars fékk Aston Villa að finna til tevatnsins í þeirr röð, 9-2, ég hélt hreynlega markaveislu á anfield.
En þessi 6 leikja sigurganga endaði með tapi 1-0 á móti neðrihlutaliði, ég með öll skotin en þeir pota honum inn.
Eftir þetta halda leikirnir áfram og ég virðist vera á skítsæmilegri siglingu, vinn oftast 2 og 1 jafntefli og svo aðra 2 og 1 jafntefli.
Ég er byrjaður að standa vel að vígi þegar að 5 leikir eru eftir, ég er kominn í annað sæti, 4 stigum á undan Man Utd og 2 á eftir Bolton (já þeir komust á undarlegan hátt á toppinn og sátu þar 30% season-sins, 5 leikir eftir og einungis 2 stig í það að ég nái bolton, ég átti að keppa við þá ekki í næsta heldur þarnæsta leik. Ég var á siglingu en þeir höfðu verið að hósta og missa niður forskotið.
En eins og ég segi, ég var kominn í rassgatið á þeim á stigatöflunni þegar að það versta sem hugsanlega gat gerst gerðist í 5 síðasta leiknum mínum, leiknum á undan stærsta leik seasons-ins, liverpool-bolton, tyrkinn minn fljúgandi fékk rautt spjald og hinir fengu víti, þeir unnu 1-0 með marki úr vítinu, en áður en flautan gall var ronaldinho meiddur og stewen gerrard með gult spjald, var í banni vegna of margra gulra spjalda, missti út 3 af mínum bestu leikmönnum, Tyrkinn í vörninni var allt í öllu, gerrard er gerrard og ronaldinho, gamall eður ey, samt góður.
Bolton gerði jafntefli við man utd sem þíddi að man utd var 3 stigum á eftir mér en bolton 3 á undan mér, ég gerði mér enn vonir, en án þessara lykilmanna tapaði ég 2-3 gegn bolton, ég komst í 1-0 og 2-1, þeir klára síðan leikinn með 2 góðum mörkum.
Í 3 síðustu leikjunum þá vann ég 1, 1 jafntefli og 1 tap, man utd vann 1 og 2 jafntefli, (þeir unnu á sama tíma og ég tapaði fyrir bolton) sem þíddi að þeir kláruðu seasonið 1 stigi fyrir ofan mig, ég var reiður og sár að hafa tapað þessu, þetta var svo svekkjandi!!!
EEEEEN þess má geta að ég lagði Man Utd í úrslitaleik bikarsins og ég lenti í 2 sæti í meistaradeildinni, þar tapaði ég 2-1 fyrir Barcelona í leik sem ég átti frá upphafi til enda.
Mín spurning til Ykkar er, miðað við það að lykilleikmenn voru mikið meiddir, í banni og annað slíkt, hvað finst ykkur um þennan árangur, borinn saman við t.d síðasta season þar sem enginn meiddist næstum allan tíman og í sambandi við að halda leikmönnum gekk allt upp?