Ég mætti á Philips Station í Eindhoven.
“þvílikt annað eins!” hugsaði ég, ég átti að taka við PSV Eindhoven, Gus Hiddink vildi víst einbeitta sér að Ástralíu og því var laust pláss og þótt ótrulegt megi virðast ákvaðu þeir að fá mig, óþekktan þjálfara frá Bahamas.
Allt liðið var mætt þarna sjónvarpstöðvarnar og blöð frá öllum löndum og vildu taka viðtal við mig og allt mögulekt!
Eftir þetta allt var ég orðinn rosalega ringlaður en þá fékk ég að vita að ég hefði 3 milljónir til leikmannakaupa.
Svo leit ég yfir hópinn, rosalegur hópur hérna, Gomes í markinu, Cocu, Jan Vennegor Of Hesselink og Beasley.
Ekki fannst mér mikið þurfa að bæta enda gerði ég ekki neitt annað en að fá Sergey Kisliy og Freddy Guarín en ég fengi hann ekki fyrr en á næsta tímabili þar sem hann var á láni hjá Boca frá Engvido, fínt mál þá gæti hann þroskast betur hjá þeim.
Ég var nú ekkert mikið að spá í sölunum seldi engan fyrr en í janúar.
Undirbúningstímabilið gekk vel tókum 2 “æfingaleiki” á móti varaliðinu og undir 21 árs liðinu unnust þeir báðir 2-1 og 3-0.
Svo var komið að fyrsta leiknum gegn Ajax í Super Cup og átti ég vona á virkilega erfiðum leik en svo varð ekki raunin, leiknum lauk með auðveldum sigri mínum 4-1 og skorðuðu Sibon(2), Koné og Robert mörkin.
Var ég vonum ánægður með þann sigur og var liðinu mínu hrósað mjög svo mikið og ég var bjartsýnn á framhaldið.
Svo var komið að deildinni og átti ég fyrsta leikinn gegn Utrecht sem áttu eftir að koma mjög á óvart á tímabilinu, þessi leikur var mjög fjörugur og mikil barátta einkenndi bæði lið og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Og í kjölfarið fylgdu tveir sigrar í röð á RBC og Vitesse.
Svo kom tapleikurinn gegn Feyenoord 3-2 og skoruðu þeir á seinnustu mínutu leiks! svona virðist þetta alltaf ver í kringum mitt lið! annað hvort ég eða hitt liðið skorar á seinnustu mínutu.
Deildin gekk eins og í lyftu, upp og niður var alltaf í 2-4 sæti og voru FC Groningen að einoka efsta sætið, nískupúkarnir.
En það sem var að bjarga okkur hinum var að þeir voru að gera of mörg jafntefli, og nálguðumst við þá óðfluga og 4 leikir voru eftir var ég með 4 stiga forskot á Groningen og Utrecht.
Ég átti frekar auðvelda leiki eftir gegn Willem||, FC Twente, Heerenveen og Roda JC öll þessi lið voru frekar neðarlega og bjóst ég við því að ég myndi vinna þetta auðveldlega en svo varð ekki raunin, ég byrjaði á jafntefli við willem|| og á meðan unnu Utrecht og Groningen og minkuðu forskot mitt í 2 stig og var þetta orðið spennandi allveg eins og í ensku deildinni, svo tók ég leik við FC Twente og vann hann 3-0 og gerðu Groningen jfntefli og sömuleiðist Utrecht.
Tveir leikir voru eftir og við með 4 stiga forskot á þessi tvö lið.
Leikurinn við Heerenven tapaðist og á meðan unnu Groningen og Utrecht, eitt stig munaði á okkur!
En ég hafði engar áhyggjur og unnum við seinnasta leikinn á heimavelli 2-0 og vorum orðnir Hollenskir Meistarar!
“Frábær tilfinning” sagði ég við blaðamenn eftir leikinn og fór svo til leikmanna minna.
En Meistaradeildin er eftir, ég dróst í riðil með Fenerbech, Sparta Prague og Inter, virkilega erfiður riðil.
Ég byrjaði á leik við Fenerbech og sá leikur tapaðist 2-1, ekki byrjaði það vel en svo kom leikur gegn S. Prague og sá leikur vannst 3-2.
Tveir leikir gegn Inter töpuðust 2-0 og 2-1, en það gerði ekki mikið til ég kláraði bara þessi tvö lið sem eftir voru og vann Fenerbech 4-1 og Prague 4-2 og var kominn áfram, og mætti Werder Bremen í 16-liða úrslitum.
Átti ég fyrsta leikinn heima og var gert jafntefli og skoruðu þeir á seinnustu mínutu leiks að venju.
Rosaleg spenna var fyrir næsta leik og gerðist margt í þeim leik, mörg mörk voru skoruð menn meiddust og rautt spjald fór á loft.
Ég tapaði 5-1
Ég datt út í undanúrslitum gegn AZ í bikarnum 3-0 í mjöög lélegum leik, fyrir þann leik hafði ég farið auðveldu leiðinna og mætti bara liðum úr fyrstu deildinni eða neðar.
Ég var valinn þjálfari ársins og svo var ég líka valinn “manager's manager” ársins og Robert besti leikmaður ársins og John De jong kom í öðru sæti þar á eftir.
Ég hafði 3 leikmenn í liði ársins markmannin Gomes og sóknarmennina Jan Vennegor Of Hesselink og Robert.
Robert var valin leikmaður ársins af stuðningsmönnum liðsins smá tölfræði um hann:
Robert skoraði 25 mörk í allt, 18 í deildinni.
Hann gaf 10 stoðsendingar og var 5 sinnum maður leiksins og var með 7.38
Góðu tímabili var á enda og stjórnin ánægð og bauð mér nýjan 2 ára samning, 15.000p/w og samþykkti ég hann, en ég krafðist þess að æfingaaðstaðan mynda verða bætt, og svo ákvað stjórnin að bæta við 9000 sætum í viðbót.
Þakka fyrir mig, Ellson
FM 2006