Reading 2006-2007 Eftir dramatískt season í 1.deildinni hafði ég tekist það sem ég ætlaði mér. Reading var komið upp í deild þeirra bestu, úrvalsdeildina. Stuðningsmenn mínir skemmtu sér langt fram eftir kvöldi með tuborg í annarri og vindil í hinni.

Nóg komið af fagnaðarlátum. Seasonið var að hefjast og ljóst að ef Reading ætluðu sér að hanga upp í deildinni þá þyrfti að endurskoða leikmannahópinn. Vissulega var liðið ungt og efnilegt en það vantaði einhverja gamla reynslubolta til að draga vagninn ef svo má að orði komast.

Stjórnin vildi að ég reyndi hvað sem ég gæti til að liðið myndi ekki falla, ég ætlaði mér þó stærri hluti. Stjórnin ákvað að leggja mér 700k til leikmannakaupa og augun ætluðu út úr höfðinu á mér. Ég fór á fund John Madejski og sagði honum að hann ætti að reyna fyrir sér í stand-uppi einhverntímann, hann væri virkilega góður. Hann kvað svo ekki vera og ég fór snöktandi heim, súr í bragði. Fljótlega gladdist ég á nýjan leik þegar stjórnin ákvað að millifæra 5,25m £ inn á ”reikning liðsins”. Ég hljóp sem fætur toguðu á leikmannamarkaðinn til að næla mér í einhverja pela fyrir sumarið

Ég keypti eftirfarandi leikmenn:

Scott Carson – Loan - Liverpool
Alistair Brown – 40k - Hibernian
Abdeltareck Sakali - Free
Neil Mellor - Free
Kevin Larsen – 675k - Lyn
Yves Makambu Ma Kalamby - Free
Bjarne K. Inbebretsen – 650k - Lyn
Mario - Free
Maximilian Wagner - Free
Salomon Olembé - Free
Jonathan Spector – 1.1m £ - Man Utd
Fabrice Fernandes - Free
José Manuel Jurado - Free
Nourid Boukhari - Free
Richard Blonk - Free
Massimo Mutarelli - Free
Abdeslam Ouaddou - Free
Zoran Zelkovjic – 375k
Mathieu Flamini – 3m £ - Arsenal
Fernando Morientes – 1m £ - Liverpool
Steffen Hagen – 300k - Olympiakos
Mustapha Salifou – 80k - Oberhausen
Augusto Recife – Free

Samtals: 7,25 m £

Eins sést á yfirlitinu var ég duglegur að versla fyrir sumarið og vonaði ég að ég gæti valdið usla í úrvalsdeildinni. Allt ungir efnilegir leikmenn nema: Morientes, Fernandes, Zelkovjic og Boukhari


Ég seldi leikmenn fyrir 5,5 m £. Þar ber hæst að nefna salan á Leroy Lita til Aston Villa fyrir 1,3 m £. Íslendingarnir Gunnar Heiðar, Stefán Gíslason og Ívar Ingimarsson voru einnig látnir taka pokann sinn og voru seldir fyrir ”slikk” nema Ívar fór á frjálsri sölu til Hearts.

Ég spilaði 9 æfingaleiki og unnust 6 en 3 fóru jafntefli. Ber hæst að nefna 7-0 sigur á Frankfurt þar sem Kris Boyd fór á kostum og skoraði 2 mörk.

Ég spilaði 4-4-2 með ýmsum fídusum. Lét kantmennina hlaupa upp kantinn
Mitt sterkasta lið var:
GK: Carson , DL: Olembe/Shorey, DC: Karl Svensson, DC: Brynjar Björn, DR: Ouaddou
ML: Boukhari, MR: Fernandes, MC: Mutarelli, MC:Flamini, FC:Morientes, FC:Boyd

Deildin byrjaði með ágætum. 2-1 sigur á Fulham í fyrsta leik, Boyd og Mellor með mörkin. Ég sótti svo Arsenal heim í skemmtilegum leik sem endaði 2-2. Slátraði svo West Ham 4-0 í sjónvarpinu fyrir framan margar milljónir af fólki þar sem Morientes fór á kostum.

Þegar liðið var mjög á tímabilið var ég í barning um 7-8 sætið, nokkur lið voru hnífjöfn af stigum í þessum sætum. Í lokaleiknum spilaði ég á móti Man City þar sem okkar menn óðu í færum en höfðu ekki erindi sem erfiði og leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

10 sætið var staðreynt. Ég varð býsna svekktur en jafnramt sáttur með árangurinn. Helst hefði ég viljað halda í 7 sætið hefði ég unnið City en því fór sem fór.

Uppgjör Tímabilsins:

PRM: 10 sæti
League Cup: 2 umferð – datt út vs Charlton 2-3
FA Cup: 5 umferð – datt út vs Aston Villa 1-2

Markahæsti leikmaður: Kris Boyd, 22 mörk (20 í PRM)
Flestar stoðsendingar: Massimo Mutarelli, 8 stoðsendingar
Oftast maður leiksins: 3 leikmenn, 2x
Spjaldakóngur: Karl Svensson 3 rauð og 10 gul
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Kris Boyd

Ég er núna staddur á undirbúningstímabilinu fyrir seasonið 07/08. Ákveðið hefur verið að stækka völlinn um 11500 sæti sem tekur 5 mánuði. Ég fékk 5,5 m £ til leikmannakaupa.
Hef ég gert afar góð kaup sem ég ætla ekki að tíunda hér, það kemur á óvart.

En eitt get ég fullvissað ykkur um að það hafa ”stjörnur” skrifað undir hjá Reading að undanförnu.
Fat Chicks & A Pony….