Eftir frekar vonbrigði á seinnasta tímabili, það að segja að ég hafi ekki náð bikari var orðin að pressu á mig, stjórnin sagði að ef ég myndi ekki vinna neinn bikar á þessu tímabili myndi ég fjúkka, svo var mér tilkynnt að ég hefði 12 milljónir punda til leikmannakaupa.
En ég hafði þó ekki það miklar áhyggjur enda var mér spáð sigri í deildinni með þann mannskap sem ég hafði og þeir leikmenn sem bættust við, úff ekkert slor sko enda mikill peningur að eyða.
Þeir leikmenn sem ég fékk til mín voru:
Nafn–verð–stöður
Scott Watt-70k-MR (ótrulega efnilegur)
M. Stevenson-120k-Mc(efnilegur líka)
P.Robinson-frítt-GK-(þennan þekkja allir)
A.Kane-40k-SC-(ótrulega efnilegur sóknamaður)
P.Mitliliga-frítt-DL(vantaði vinstri bakvö.)
V.Love-7M-SC-(magnaður sóknamaður)
J.S.Verón-frítt-(notaði hann ekkert.. stórt nafn)
Janúar:
Francisco Guillermo Ochoa-3.9M-GK(Snillingur efnilegur og góður)

Jamm ekki voru kaupin fleiri en þetta, Watt,Stevenson og Kane fóru allir í U-19 ára liðið þeir áttu að vera leikmenn framtíðar!. Notaði verón ekkert en hann var stórt nafn og þess vegna fékk ég hann til mín, ástæða? Hann var að fara að hætta bað ekki um mikil laun! og treyju salan fór upp úr öllu valdi.
Þarna var ég klókur, eða þannig.
Ég byrjaði á að taka tvo æfingaleiki, mína fyrstu með þetta lið, gegn Werden Bremen og Fenerbache jafntefli í báðum 1-1 gegn Bremen og 0-0 gegn fenerbache. Allt í lagi úrslit en átti að vinna.
Svo hófst tímabilið í meistaradeildinni í annari umferð forkeppnarinnar og dróst ég gegn Ferencváros vann fyrsta leikinn á útivelli 3-1 og var ég þá viss um að ég færi áfram EN viti menn!!
Ég vann tvö núll.(smá gabb)
Og dróst ég þá næst gegn Deportivo hörkuleikur þar á ferð og byrjaði ég á að fá þá í heimsókn og gerði jafntefli 0-0 en átti að vinna svona 3-1 eða svo, en að venju ekki verið að nýta sín færi. Næst var leikur á útivelli og tapaðist sá leikur 1-0 fúlt ekkert smá enda átti ég 24 skot að marki og hittum við 13 sinnum en þeir áttu 3 skot og tvö á mark.
En ég færi samt í Euro Cup og það var góður punktur
en fjalla um það betur á eftir.
Nú var komið að deildinni og byrjaði ég ótrulega illa og tapaði 1-3 gegn Hearts hræðilegt!
Svo komu tvö jafntefli gegn Celtic og Rangers, og var ég orðinn illa reiður en unnum svo loks gegn Dundee Utd 3-0 og þar af leiðandi á fljúgandi siglingu.
Vorum að gera fína hluti en það komu of oft jafntefli! alls ekki ánægður með það.
Vorum mest allan tíman að elta Celtic og munaði bara eitthvað 3-6 stigum á milli okkar, en á lokasprettinum Þá töpuðu celtic stigum og komst ég ofan fyrir þá, og þegar munaði tveimur stigum á milli mín og Celtic og gat ég með sigri á Hearts yrðum við skoskir meistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins!
En það fór ekki betur en það að ég erði jafntefli 1-1 en Celtic gerði líka jafntelfi svo að ég hélt forskoti mínu og einn leikur eftir, gegn Celtic!!

Og var komið að þeim degi og hélt ég langa ræðu fyrir leikmennina.
Leikurinn hófst og byrjuðum við að sækja á fullu en vorum ekki að skapa nein afgerandi færi en celtic átti ekki skot í fyrri hálfleik og fór ég niðurlútur í klefa enda hefðum við átt að vera vinna.
Svo hófst seinni hálfleikur og var hann mjög jafn og liðin að sækja mikið og var þetta greinilega dagur markvarðanna.
Svo var bætt við fjórum mínutum við og var þetta orðið dáltið spennandi og allir á tauginni og Celtic að sækja á fullu og er þrjár mínutur voru liðnar voru allir byrjaðir að fagna og allt vitalust en þá gerðist það ALLIR leikmenn celtic sóttu fram í skyndisókn og þá sló þögn Celtic Park.
MARK!!
Celtic skoruðu mark, 10 sekundur eftir og allgjör þögn.
Svo varð allt vitlaust hjá Celtic allt brjálað og ég trúði ekki mínum augum eða eyrum.


En þá bikarinn ég fór létt í gegnum hann og mætti fyrstu og annað deildar liðum þar til kom að úrslitum og vann ég Rangers þar 5-3.
Fyrsti bikarinn kominn í hús.
En ég var ekki jafn ánægður og hélt ég að ég yrði enda annþá í allgjöru sjokki eftir leikinn gegn Celtic.
En bikar engu að síður.

Svo Euro Cup ég dróst fyrst gegn Rubin vann 3-0 og 4-0 og var komin í riðlakeppnina mð Parma, Charlton, Zilina og Boavista.
gerði tvö jafntefli, tapaði einum og vann einn.
Þá var ég kominn áfram og mætti þar liði Antepspor gerði jafntefli og tapaði svo seinni 1-0.
Hrikalegt og alls ekki ánægður enda frekar lélegt lið þarna á ferð.

Tímabilið var frekar slakt og ég var ekki ánægður og stjórnin ekki allveg sátt heldur en ákvaðu að gefa mér eitt tækifæri í viðbót í ljósi árangur seinnustu ára og bikarsins sem ég vann.
Stefnan var aftur sett að Skoska meistaratitlinum og að komast í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu.

Ég biðst afsökunar á að engar upplýsingar eru um bestu leikmennina og svoleiðist upplýsingar.