" Unaður“ hugsaði ég ” efsta deildin", rosalega var ég ánægður enda ekkert slor að ná þessu á 2 árum, að komast í Efstu deildinna.
Ég fór á fund stjórnarformanna og var mér tilkynnt að þeir væru ánægðir með mig og vildu endilega halda þessu samstarfi áfram, sálfur var ég allveg sammála, ég vildi halda áfram.
Á þessum fundi var mér tilkynnt mér að ég ætti að vinna deildinna! og svo líka minn pening, 12 milljónir var það sem ég fékk!
Enginn smá peningur, en í sjálfu sér var lið mjög sterk nokkrir þeirra leikmanna sem ég hafði keypt á fyrsta tímabili, þeir ungu og efnilegu, voru byrjaðir að sýna sig.
Svo mér fannst ég ekki þurfa að styrkja neitt rosalega en samt:

Nafn–verð
R.Haglund—75k
G.Dos Santos—625k
P.Sloan——22k
K.Wilson—–190k
P.Jagielka—-2.5m
M.Pazienza—Frítt
Crishoper—-frítt
Figo———frítt
R.Forster—–2.3m
L.Pisculichi—Frítt

Allir mjöög efnilegir fyrir utan Figo orðin gamall ákvað að gá hvort hann gæti hjálpað mér eitthvað.
Allt ágættis kaup en flestir fóru í u-19ára liðið eða 6 alls.
En ekki leið á löngu er ég hóf mína keppni í deildinni sem var gegn Dundee Utd, og vannst sá leikur 2-0, góður sigur þar á ferð. en næst var það leikur gegn Rangers og náði jafntefli 1-1 hefði samt átt að vinna en að venju var ekki verið að nýta sín færi og því fór sem fór.
Í League Cup byrjaði ég að vinna lið í 3 deild 3-1 en datt út í næstu umferð fyrir Motherwell 1-1 ótrulega svekkjandi áttum 26 skot að marki en þeir 2 og þeir unnu í vító, og svo var ég ekki ennþá búinn að vinna einn almennilegan bikar fyrir liðið.
Ekki gekk það betur í Scottish Cup en ég byrjaði á að gera jafntefli við Hearts og þurfti því að endurtaka leikinn þar sem ég tapaði 2-1 eftir að hafa verið að vinna í 85 mínutur.
Ég var orðinn virkilega pirraður á stöðunni, enda var ég dottin út úr Bikarkeppnunum og 3 sæti í deildinni á eftir Celtic og Aberdeen.
En er 9 leikir voru eftir vann ég Aberdeen 1-0 og komst ég í annað sætið en það kom mér í opna skjöldu enda hélt ég að þeir væru 7 stigum á undan mér en svo var ekki.
Ég tapaði ekki leik þar sem eftir var gerpi 4 jafntefli og vann 4 og tryggði mér 2 sætið og var kominn í meistaradeildinna í fyrsta sinn í sögu Morton!!
Celtic endaði 9 stigum á undan mér ég í öðru og Aberdeen í þriðja.

Þjálfari ársins var Neil Graham þjálfari Celtic og var ég í öðru.
Ungi leikmaður ársins var Freddy Adu.
Markahæsti leikmaðurinn hjá mér var Freddy Guarín annað árið í röð og sömuleiðist átti hann flestu stoðsendingar eða 12 talsins.

Ég var svona þokkalega sáttur við þetta tímabil og stjórnin líka en vildu mikið betri árangur á næsta ári, mér var létt ég fengi að halda áfram með liðið en þeir höfðu hótað mér að reka mig eikkern hluta tímabils.
Ég var staðráðinn í því að ná mikið betri árangri á næsta tímabili!
það var öruggt.