Eftir Góðan árangur í annari deild var komið að þeirri fyrstu… ég fór á fund stjórnarmanna þegar leikmannamarkaðurinn var opnaður, og var mér tjáð að ég fengi 7,75 milljónir punda til leikmannakaupa.
Sjálfur var ég hissa, en engu að síður ánægður.
Ákvað ég að styrkja mig frekar fyrir komandi átök.
Skoðaði ég þá markaðinn, og voru spennandi kostir á ferðinni, jafn efnilegir sem góðir.
Ég byrjaði á Guy Demmel sem var að vera búin með sinn samning, tjáði ég honum að ég ætlaði að gera Morton að stórliði í knattspyrnu.
Talaði ég lengi og sagðist hann þá ætla að hugsa málið.
Á meðan hann myndi hugsa, þá myndi ég fá fleiri leikmenn og fékk meðal annars Kevin Cawley, Freddy Adu og Freddy Guarín.
En ég keypti líka fleiri og fer ég aðeins yfir þá hérna:
Nafn————- Staða—aldur–verð
Guy Demmel——DCM—-24—-Frítt
Kevin Cawley——AMC/FC-17—975k
Freddy Guarín—–DMC—-17—1,9m
Freddy Adu——AM/FLC—16—750k
Pablo Oré——-FLC——-20—10k
Í janúar:
Per Efraimsson—DC——-18—frítt
Max Zetterberg–DR——-18—16k
Þetta voru helstu kaupin en enga seldi ég, virkilega leiðinlegt en það bara vildi engin fá þá leikmenn sem voru á sölulista.
Ég var í sjálfu sér ánægður enda mikill liðstyrkur og þó nokkrir mjög efnilegir, Guarín, Adu og Zetterberg.
En þá beið ég bara eftir fyrsta leiknum sem var í Challenge Cup lagði ég ekki mikla áherslu á þann leik og tapaðist sá leikur 1-2.
Ekki byrjaði það vel í bikarnum en mér var eiginlega bara slétt sama.
Svo kom fyrsti leikurinn í deildinni, gegn Inverness CT og vann ég þann leik örugglega 3-0 og skoraði Guarín 2 og Jonas D. Schmidt 1 byrjar vel. Og þannig gekk það ég vann allt sem var eftir fyrir utan League Cup þar sem ég komst í aðra umferð og tapaði þar gegn Dundee Utd 1-3.
Það bara virtist ekkert ætla að ganga í bikarnum.
Æjiii hugsaði ég eftir leikinn, rústa bara deildinni.
Tapaði fyrsta leiknum eftir leikinn gegn Partick sem féllu úr Úrvalsdeildinni.
En sá næsti, úff frábær leikur ég vann 7-0!!!!! gegn Brechin.
Ég hafði byrjað með Demel í vörnini en færði hann inná miðjuna og það skilaði sér strax!
Hann skoraði þrennu í þessum leik ásamt því að gefa eina stoðsendingu.
Þeir sem skoruðu voru S. Greachen, F. Guarín, J.D. Schmidt, Guy Demel (3) og svo J. Maisano.
Svo vann ég næsta 3-1 og þann næsta 8-1!!!!! og þar skoraði Freddy Guarín þrennu en hann var stórkostlegur þetta tímabil.
Svo sigldi ég í gegnum tímabilið og tapaði þar aðeins 4 leikjum. Vann deildinna með 17 stiga mun!
Glæsilegt ég var kominn í úrvalsdeildinna með Morton og allir voru ánægðir.
Þegar tímabilið var að enda var mér tilkynnt að ég fengi um 12 milljónir punda á næsta tímabili!
Ég var skýjunum yfir tímabilinu, hefði mátt ganga betur í bikarnum en engu að síður var þetta frábært.
Ungt lið með mikla framtíð!
Má bæta við að Vara og undir 19 ára liðið unnu sínar deildir.
En sýni ykkur stöður þriggja efstu liða:
Lið——–Mörk S—-Mörk F—Stig-
1. Morton—91——36——-82–
2. Partrick–60——-36——-65–
3.St. Johnstone-50—50——-54–
Magnað tímabil á enda og allir ánægðir…
Svo var ég valinn þjálfari ársins
Freddy Guarín var valin leikmaður ársins en hann var með meðaleinkunnina 7.80 og var líka markahæstur með 31 mark í 40 leikjum og svona 20 af þeim af 35 metra færi! og svo var hann með 12 stoðs. og 12 sinnum MoM.
Guy Demel var í öðru meðaleinkun hans var 7.56 hann skoraði 9 mörk og var með 10 stoðsendingar.
Þetta var búið að vera gott tímabil og greinilegt að þetta lið ætti merkilega og frábæra framtíð fyrir höndum.
Freddy Adu sem spilaði ekki jafnmikið og ég ætlaðist fyrir var að nálgast 17 ára aldurinn sem þýðir að hann fer á atvinnumannasamning.
Efnilegir leikmenn og sumir góðir undir 19 ára liðinu jafnt og í aðalliðinu.
Þetta tímabil var hreint út sagt bráðskemmtilegt og fjörugt mórallin var alltaf í lagi í hópnum og húmorinn alltaf í hámarki…
Svo er bara spurning hvernig næsta tímabil verður?…