Ákvað að leggja mitt af mörkum til að halda þessu áhugamáli gangandi og ákvað að skrifa hér eina grein um season í FM '06. Varð Milan fyrir valinu og var spennandi að taka við þessu liði, þar sem ég er nú ekki oft lið úr ítölsku deildinni.
Ég leit yfir stöðu mála, og ákvað að taka boði AC Milan manna, og hóf störf í snatri. Voru þarna þekktir menn, og meðal þeirra voru Kaká,Gattuso,Shevchenko,Dida,Maldini,Seedorf og svo lengi mætti telja.
En þó að hér væri um að ræða klassalið, þá var það ekki nógu og gott fyrir keppnina í Meistaradeildinni. Var því brugðið á það ráð að redda sér nokkrum sóknarmönnum vegna þess að fyrir var ég með klassa miðjumenn og varnarmenn. Var lengi leitað og á endanum var Laquinta frá Udinese keyptur, og Lebohang Mokoena frá Orlando Pirates (til að eiga þegar margar leiktíðir hafa liðið). En þó ákvað ég eftir nokkra umhugsun að fá mér efnilegan varnarmann og varð Anthony Vanden Borre fyrir valinu. Gríðarlegt efni þar á ferð gott fólk og lýg ég að engum í þeim efnum. Síðan voru teknir æfingaleikir gegn liðum úr Evrópu og Asíu og gekk það alveg bærilega þar sem allir þeir leikir voru sigraðir. Leit því út fyrir að við myndum eiga ágæta leiktíð framundan og beið maður spenntur eftir fyrsta leiknum. Var sá leikur gegn Empoli og því var farið að undirbúa sig enn meira undir leikinn. Var það gert með því að setja upp æfingarkerfi og var lagt uppúr því að útileikmennirnir væru klárir í slaginn. En tíminn leið og Empoli leikurinn rann upp. Var stillt upp eftirfarandi liði:
(FC)
Laquinta-Gilardino-Shevchenko
Kaká (AM)
(MC)
Gattuso-Seedorf
PirloDM
Kaladze-Maldini-Vanden Borre
Dida
Var þessu liði oftast stillt upp á leiktíðinni, en þó fóru meiðsli að hrjá menn og þá sérstaklega hann Shevchenko. Varð að gera eitthvað við því og þótti mér nokkuð tæpt að stilla honum 18 ára Mokoena í þá stöðu. Því var farið út á markaðinn og keypti ég mér Defoe frá Tottenham. Skilaði hann þessari stöðu af stakri prýði og setti 4 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum. Þar með 2 gegn Fiorentina, og 2 gegn Inter. Komumst við áfram með því að sigra Empoli 3-0 í ítalska bikarnum, Modena 5-0, og síðan Juventus 1-0. Komumst við síðan í úrslitaleikinn gegn Inter og sigruðum við þann leik 5-4 í vítaspyrnukeppni.
Leikurinn sjálfur endaði 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Unnum við þar með ítalska bikarinn og var maður stoltur af sínum mönnum. Síðan kláraðist deildin og lenti maður í öðru sæti, einu stigi á eftir liði Inter.
Komumst við hinsvegar áfram í meistaradeildinni, uppúr riðlinum og í honum voru liðin Chelsea, Ajax, og Celtic að meðtöldum mér. Sigraði ég riðilinn og fékk Deportivo La Coruna í næstu rimmu og vannst sá leikur samanlagt 3-2 eftir tvo leikna leiki.
Eftir það tók við lið FC Bayern Munchen og unnum við þá 2-1 í æsispennandi leikjum. Í fjórðungsúrslitum fengum við síðan Liverpool og vann ég þá 4-1 samanlagt. Í úrslitum fékk ég hinsvegar gamla vini, og voru það sjálfir Inter menn, og var það ansi skondið að sjá þá þarna því við vorum tveimur vikum síðar að klára bikarúrslitaleikinn. Var þessi leikur æsispennandi og urðu Inter menn að sætta sig við tap í vítaspyrnukeppni og þar með tveir titlar komnir í hús hjá okkur Milan mönnum. Eftir þennan árangur var mér boðinn framlengdur samningur hjá Milan og þáði ég hann. Eftir það var peningur til leikmannakaupa tilkynntur og hljóðaði hann uppá 29,5 millur punda. Ákvað ég því að bæta enn einum sóknarmanninum við lið mitt og var Michael Owen keyptur. Hann kostaði mig 25 millur en þó fannst mér það kjarakaup og virtist það standa. Hann skoraði 5 mörk í sínum fyrstu 3 leikjum og var ég mjög ánægður með framgöngu mála. Þó var Alberto Gilardino að veita honum sterka samkeppni og endaði það þannig að Owen fór á bekkinn og Gilardino hélt sæti sínu í byrjunarliðinu.
Var Gilardino meðal annars kosinn leikmaður Evrópu, fékk gullna skóinn, og hæst skorandi leikmaður ítölsku deildarinnar.