KR - 2006 til 2008 Góðan daginn, ég ætla að lauma hér inn einni frásögn af seivi hjá mér sem ég er búinn að vera að spila núna í nokkra daga.

Ég startaði þessu seivi í Október, stuttu eftir að ég fór og keypti mér þennan frábæra leik. Ég spilaði eitt tímabil og síðan spilaði ég seivið ekkert meira, fyrr en fyrir 4 dögum er ég klikkaði á það fyrir mistök. Byrjaði bara að spila og er búinn að vera í tölvunni síðan nánast. :)



2006

Ég var nýráðinn þjálfari KR, eftir að hafa þjálfað hjá Hetti undanfarin ár við góðan orðstír. Ekki voru samt stuðningsmennirnir sáttir við að stjórnin hefði ákveðið að láta einhvern landsbyggðarkjána taka við Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, hinu fornfræga félagi. Allir héldu að mér myndi mistakast, en mér var alveg sama og stefndi óttalaus að markmiði mínu - að gera KR að stórveldi.

Kaup

Atli Þórarinsson
- 10k - Valur
Gunnar Rafn Borgþórsson - 3k - Afturelding
Rafn Heiðdal - Frítt - Höttur
Vilmar Freyr Sævarsson - Frítt - Höttur
Alexandr Mostovoy - Frítt - Rússland
Snæbjörn Aðalsteinsson - 1k - Víkingur Ólafsvík
Hallur Kristján Ásgeirsson - Frítt - Víkingur Ólafsvík

Einnig fékk ég Teit Þórðarson sem aðstoðarmann og réði nokkra ágætis þjálfara.

Sölur

Kristinn Magnússon - Frítt - Víkingur Ólafsvík
Ólafur Páll Johnson - 1k - Víkingur Ólafsvík
Arnar Jón Sigurgeirsson - 1k - Keflavík

Ég gerði þokkaleg kaup þetta tímabil, sérstaklega mæli ég með Snæbirni Aðalsteinssyni, Gunnari Rafni Borgþórs, Atla Þórarins og Rafni Heiðdal enn þeir eru enn með hlutverk í liðinu hjá mér. Snæbjörn, Atli og Rafn allir komnir í landsliðshópinn.

Það gekk svona upp og ofan þetta tímabil, ég lenti í 5. sæti í deildinni og komst ekki langt í deildarbikar enn komst í undanúrslit í bikarnum enn ekki lengra. Frekar slappt tímabil.

Grétar Ólafur Hjartarson var markahæstur með 15 mörk í öllum keppnum.

2007

Árið 2007 tók við og var ég tilbúinn í slaginn á nýjan leik. Þetta árið var stefnan sett á að vinna deildina, eða allavega ná Evrópusæti.

Kaup

Hjálmur Dór Hjálmsson - 1k - ÍA
Marko Muslin - Frítt - Serbía
Valéry Mézague - Frítt - Kamerún
Eetu Muinonen - Frítt - Finnland
Davide Chiumiento - Frítt - Sviss
Bjarni Ólafur Eiríksson - 3k - Valur

Sölur

Sigmundur Kristjánsson - 1k - ÍA
Sigur Örn Jónsson - Frítt
Óskar Hrafn Þorvaldsson - Frítt
Óskar Sigurgeirsson - Frítt

Þetta tímabil var öllu betra. Datt reyndar út úr bikarnum í annari umferð á móti Fylki sem var svekkjandi en vann deildina og fékk þar með þáttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári.
Útlendingarnir breyttu miklu og það var frábært að hafa svona gæðaleikmenn eins og Mézague og Chiumiento í liðinu til að dæla boltunum inn á Grétar Ólaf Hjartarson sem var aðalskorari liðsins þetta árið eins og það síðasta með 25 mörk í 25 leikjum og markahæstur í deildinni með 19 mörk í 16 leikjum.


2008


Þetta tímabil tók við og ég var fullur af bjartsýni, var viss um að deildin væri nánast í höfn enda hópurinn minn sá allra sterkasti á Íslandi. Einnig gerði ég mér góðar vonir um að ná árangri í Deildarbikarnum og Bikarnum.


Kaup

Einar Gunnarsson - Frítt - KFS
Thomas Enevoldsen - Frítt - Danmörk
Kasper Lorentzen - Frítt - Danmörk
Valery Safonov - Frítt - Rússland
Mika Lahtinen - Frítt - Finnland
Patrik Turunen - Frítt - KuPS (FIN)
Jarkko Hurme - Frítt - RoPS (FIN)
Andreas Theodosiou - Frítt - Nea Salamina (KÝP)

Sölur

15 leikmenn á Free Transfer


Ísland

Byrjaði á því að vinna Deildarbikarinn í óspennandi úrslitaleik þar sem að varaskeifan Garðar Jóhansson setti tvö mörk.
Síðan tók deildin við og þar átti ég algert yfirburðatímabil og vann hana örugglega með 6 stiga forskot á Fram. Tveir titlar komnir í hús og KRingar voru ekki hættir.
Ég tók Bikarkeppnina líka og rúllaði henni upp. Vann Selfoss, Víking Ólafsvík, FH og Grindavík örugglega í leið í úrslitin þar sem að ég lagði ÍA 5-4 í æsispennandi úrslitaleik þar sem að taugarnar voru þandar til hins ýtrasta.

Þrír titlar í hús á Íslandi þetta tímabilið.

Evrópa

Tók þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og fékk Eistnesku meistarana í Levadia í fyrstu umferð. Vann þá samanlagt 7-3 og var voða glaður með það. Í næstu umferð fékk ég Ísraelsmeistana í Maccabi Haifa og vann útileikinn 4-2. Leikmenn ofmetnuðust greinilega eftir þann leik og ég fékk 4-0 skell á heimavelli. Hef sjaldan gert neitt jafn svekkjandi í FM/CM. Virkilega pirrandi.

Mynd

-

Kem með meira seinna. 2009-2011 eða eitthvað.