Upphafið
Eftir að hafa gengið herfilega með Tottenham á Englandi ákvað ég að fara eitthvað annað. Þá valdi ég Spán framyfir Ítalíu.
Ég tók við Athlético de Madrid. Stjórnin bað ekki um mikið, bara að vera um miðja töfluna. Þeir báðu ekki einu sinni um Evrópusæti en það gerðu hins vegar aðdáendur liðsins, enda eru þeir oftar en ekki með háleitari markmið heldur en þessar blessuðu stjórnir.
Leikmannahópurinn
Torres, Kezman og Petrov voru þeir einu sem ég kannaðist við í leikmannahópnum. Þar að auki gengu æfingaleikirnir á undirbúningstímabilinu mjög illa. Þannig að ég var með mjög bjagaða mynd af þessum leikmannahóp og vissi í raun ekkert hvaða stöður þurfti að styrkja. Ég rennti lauslega yfir listann og sá að allar stöður voru tvídekkaðar.
Ég fékk 6 milljónir til þess að kaupa leikmenn, sem er ekki uppí nös á ketti. Ég varð því að kaupa skynsamlega og keypti því leikmenn sem gátu spilað margar stöður.
Leikmenn inn
Mauro Esposito - 3,2M
Mauro getur spilað allar stöður á miðjunni. Hann getur einnig spilað framherjastöðuna.
Evandro Roncatto - 2,0M
Evandro getur spilað vinstri kant, miðju og framherja.
Leikmenn út
Ég vildi ekki selja neina leikmenn þar sem ég vildi prófa þá alla fyrst.
Byrjunarliðið
Ég spilaði oftast 4-4-2 free en það kom fyrir að ég spilaði 4-5-1 þegar ég var á útivelli á móti stóru liðum sem spiluðu sóknarbolta.
GK: Leo Franco
DL: Antonio López
DR: Francisco Molinero
DC: Pablo
DC: Luis Perea
ML: Martin Petrov
DM: Gabi
AM: Ariel Ibagaza ©
MR: Mauro Esposito
FC: Kezman
FC: Fernando Torrez
Árangur
Mér gekk furðulega vel á þessu tímabili, miðað við það að ég var nánast með óbreytt lið.
Deildin
Ég náði að sigra deildina með fjórum stigum en ég barðist við Barcelona allt tímabilið og lengi vel vorum við með jafn mörg stig. Efstu liðin í deildinni voru:
At. Madrid 26-10-02 // 84-33 +51 // 88
Barcelona 26-06-06 // 76-31 +45 // 84
Real Madrid 24-08-06 // 60-29 +31 // 80
Betis 20-10-08 // 59-30 +29 // 70
Eto'o var síðan markahæsti leikmaður deildarinnar en Torres var samt með jafnmörg mörk.
Besti leikmaður deildarinnar hefði átt að vera Petrov, en hann var aðeins í öðru sæti.
Bikarkeppnin
Komst í 8-liða úrslitin en var þar sleginn út af Sevilla. Tapaði 1-0 á útivelli en náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli, eftir að hafa verið yfir allan leikinn.
Mikilvægustu leikmenn
Markmaður:
Ég lenti í meiðslavandræðum með markmennina. Leo Franco meiddist í 4 mánuði og Roberto tók hans stöðu og endaði á því að spila fleiri leiki en Leo Franco. Eftir tímabilið þurfti ég að berja stóru liðin af honum, þar á meðal Real Madrid, Barcelona og Deportivo.
Roberto
Varnarmaður
Varnarlínan hjá mér var rosalega sterk. Hins vegar er veiki bletturinn hægri bakvarðarstaðan. Einnig var hópurinn frekar þunnur en ég var heppinn með meiðsli og enginn varnarmaður meiddist, ekki lengi allavega. Pablo er samt leiðtoginn í vörninni og stjórnar henni vel. Eftir tímabilið sóttust mörg stórlið í Evrópu eftir Pablo, þar á meðal Man. Utd., Milan og Juventus.
Pablo
Miðjumaður
Í þessum flokki er erfitt að pikka út einhvern einn leikmann. En tveir leikmenn báru af en þeir voru mjög duglegir að leggja upp mörk og Ibagaza skoraði mikið
Martin Petrov og Ibagaza
Sóknarmaður
Í rauninni spilaði ég bara með tvo sóknarmenn en hinir voru aðeins á bekknum, ef þeir náðu þá þangað. Kezman og Torres leystu þessa stöðu mjög vel saman og voru duglegir við að skora mörk. Torres skoraði samt fleiri mörk og þá í mikilvægum leikjum.
Fernando Torres
Mest á óvart
Það sem kom mér mest á óvart var að hvað hópurinn var rosalega sterkur í byrjun tímabilsins. Ég þurfti í raun ekkert að kaupa marga leikmenn til þess að sigra deildina. Að sigra deildina kom mér líka rosalega á óvart.
Einnig kom það mér á óvart að ég sigraði Barcelona og Real Madrid bæði á útivelli og á heimavelli. Barcelona vann ég meira að segja 4-1 á útivelli og 3-0 á heimavelli.
Mest pirrandi
Það er tvennt sem pirraði mig alveg óskaplega. Í fyrsta lagi var það meiðsli markmanna. Leo Franco lenti í löngum meiðslum og þá var ég í rauninni bara með einn varamarkmann þar sem ég var búinn að selja hinn. Ég endaði þá á því að kaupa Kasper Schmeichel í janúar-glugganum.
Í síðasta lagi er það þessar djö. reglur á Spáni, þetta með að skrá 25 leikmenn og aðeins 3 fyrir utan Evrópu. Pirraði mig rosalega, en ég komst reyndar ekki að því fyrr en eftir tímabilið.
Bæta fyrir næstu leiktíð
Fyrir næstu leiktíð mun ég koma til með að kaupa hægri bakvörð. Einnig sé ég mig tilneyddan til þess að selja Kezman, en hann er orðinn óánægður með að ég er alltaf að hafna kauptilboðum. Það leiðir til þess að ég þarf að kaupa annan framherja.