——————
Ég vaknaði glaður í bragði og stóð upp úr rúminu mínu og kveikti á tölvunni. Ég hafði verið unglingaþjálfari hjá stórliðinu Bayern Munchen í Þýskalandi í nokkur ár. Núna var undirbúningstímabilið að fara að byrja fyrir tímabillið 06/07. Ég hafði deginum áður sagt upp störfum hjá Bayern því vildi fá nýja áskorun á líf mitt. Núna var tölvan búinn að hlaða sig upp og þá tékkaði ég á póstinum. Ég hoppaði upp, spenntur og ánægður því ég hafði fengið pósta frá þremur félögum. Þau voru Hannover í Þýskalandi, Getafe frá Spáni og annað lið frá Þýskalandi Dortmund.
Ég fór fyrst til Spánar og skoðaði mig um hjá Getafe og leyst bara vel á liðið og allt sem var í kringum það. Núna var kominn 15.júlí og ákvað ég að kíkja til Hannover og Dortmund. Fyrst lá leiðinn til Hannover og skoðaði ég mig um og leyst alls ekki á félagið þar sem það stóðst ekki kröfur mínar. Það var líka skuldum vafið og ekki yrði mikið fengið út úr þessu liði í minn vasa og líka í leikmanna kaup. Leið og ég fór frá velli Hannover þá tók ég rútu til Westfalenstaidon hjá Dortmund, ég vissi strax að þetta var félag fyrir mig. Ég fór því á fund Reinhard Rauball og félaga og sagði ég strax JÁ við samninginum þótt að hann var ekki að gefa mér einhver rosaleg laun í vasan enda var ég bara No Name í þessum ágæta þýska bolta. Ég tók því strax til starfa næsta morgun.
Um morguninn þá hitt ég leikmennina og þar á meðal voru nokkrar stjörnur á borð við Rosisky, Jan Koller, Buckley,Dede og fleiri góða leikmenn. Ég sá strax að sumir leikmannana voru ekki ánægðir með tilkomu mína sérstaklega þeir sem höfðu verið í miklu uppáhaldi hjá fyrrum þjálfara Dortmund, Bert van Marwijk. Auðvitað myndu þeir bara fá að fjúka ef þetta viðhorf til mín myndi haldast svona. Æfingaleikirnir voru á næsta strái og var ég líka að vinna í að finna réttu mennina í liðið. Ég þurfti að mæta aftur á fund hjá Dortmund og þar myndi ég fá að vita hvað ég fengi mikinn pening til leikmanna kaupa. Stjórnin ákvað að láta mig fá um 18 milljónir punda og það aðeins af því að þeir vissu að ég væri réttu maðurinn í að koma Dortmund aftur í fremstu röð.
Keyptir:
N.Anelka á 6 millz.
N.Vidic 2,5 millz
Weverson 500k
Zoro 1,3 millz
Guarin 1,1 millz
Glatstone 2,5 millz
S.Frey 2,7 millz
D.Agger 3 millz
Miguel 500k
G.Dos Santos 750K
Seldir:
Wörns 5 millz
Smolarek 3 millz
S.Kehl 2,5 millz
C.Metzelder 3 millz
Flestir af þessum mönnum sem ég seldi voru ekki ánægðir með mig og því þurfti ég bara að losa mig við þá. Þá voru æfingaleikirnir og ákvað ég að aðstoðarþjálfarinn minn myndi stjórna liðinu í þeim leikum og gefa mér svo skýrslu um hvernig menn væru að standa sig. Allir þeirra unnust og var ég nokkuð veginn búinn að ákveða hvað leikmenn yrðu lykilmenn í liðinu mínu. Svona stillti ég þessu fyrst til að byrja með upp:
———————Frey——————
—-Glatstone—Agger—Vidic—-Dede
———–Guarin———–Sahin———
——-Dos Santos————Miguel——
———————Rosicky—————
——————–Anelka/Koller——-
Þá byrjaði deildin, í fyrstu 5 leikunum þá vann ég 3, 1 tap og 1 jafntefli. Þá var stórleikur gegn Bayern Munchen á Alianz Arena í Munchen. Leikurinn byrjaði rólega enda voru fyrirmæli mín til minna manna að taka því rólega til að byrja með og síðan fara að færa sig upp á völlinn. Ballack var lykilhlutverki hjá Bayern og var hann að gera mínum mönnum lífið leit næstum því allan tíman. Svo kom mark á 39.mín, Ismael var með boltan í vörninni hjá Bayern og gaf á miðjuna þar sem Ballack fékk boltan, hann sólaði tvo og gaf stungu inn fyrir vörnina og Pizzaro náði boltanum og afgreitti hann snyrtilega í netið, 1-0. Ég náði einni góðri sókn fyrir hálfleik eftir þetta,
Guarin gaf út á kant á Dos Santos og hann sólaði upp á kantinn og sendi boltan fyrir en Anelka skalaði yfir. Þá flautaði dómarinn til hálfleiks. Skilaboð mín voru einföld í hálfleik: farið út og berjist fyrir stórveldið Dortmund og stuðningsmenn þeirra. Ekki var þetta flóknara en það. Enda virkaði þetta strax, Glatstone fór upp kantinn gaf langan yfir á Sahin, hann sendi hann í fyrsta á Miguel sem var kominn á rosalega ferð upp kantinn, Roscky bauð sig frían og fékk boltann, hann sólaði nokkra og var kominn á móti makverðinum og gaf þá á Anelka sem kláraði þetta strax í autt markið, 1-1. Stuðningsmennirnir fögnuðu rosalega og kölluðu nafn mitt. Ekki vorum við lengi í paradís, því leið og Munchen tók miðju fékk Ballack boltan og gaf á Deisler sem gaf hann strax yfir á Makaay, sem tók boltann á kassan og þrumaði honum upp í samman, 2-1. Ég alveg drullu svekktur og ekki ánægður núna, eins og fyrir 50 sek. Ekki mikið gerðist eftir þetta því tíminn leið og leið þangað til að það var kominn uppbótartími. Þremur mínútum var bætt við, ég gerði skiptingu, Buckley kom inn á fyrir Miguel. Dede fékk boltann gaf á Guarin sem ákvað að taka langskot þar sem markvörðurinn var kominn dáldið út úr markinu og viti menn markvörðurinn náði rétt svo að blaka boltanum yfir. Því fékk ég hornspyrnu. Rosicky tók hana, þetta var fyrst hár bolti, síðan lækkaði hann flugið og fór fram hjá öllum nema Vidic sem lúrði á fjærstönginni og bamm mark,2-2. Allt varð brjálað á Alianz Arena. Stuðnigsmenn mínir fögnuðu vel og innilega.
Næstu dagar voru samt heldur leiðilegir. Rosicky meiddist í mánuð og Guarin í 3 vikur. Næstu leikir voru heldur erfiðir þótt þeir væri gegn verri liðunum í deildinni. Ég var í 7.sæti sem ég var ekki beint ánægður með því ég hafði sett stefnuna á meistaradeildar sæti. Þá byrjaði ég svo að fikta við leikkerfið og reyna að hvetja mína menn til að spila betri bolta og fara að vinna fleiri leiki og komast ofar í deildinni. Það byrjaði að ganga og og vann ég 7 leiki og gerði 3 jafntefli í næstu 10 leikum sem var bara mjög fínt. Þá var ég kominn upp í 3.sæti á eftir Schalke og Bayern Munich. Janúar var að ganga í garð og sömuleiðis árið 2007. Ég keypti einn leikmann í Janúar og seldi engan og þann sem ég keypti var Theo Wallcott frá enska liðinu Southamton. Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Werden Bremen og vann ég hann 3-1 en það sem stóð upp úr í þeim leik var það að Davala leikmaður Bremen fór með takkan í öxlina á Theo Wallcott og varð hann frá út allt tímabillið út af því, sem var alveg skelfilegt fyrir mig og hann sjálfan. Ég hélt auðvitað áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Mínir menn voru allir að hressast og verða til búnir fyrir erfiðan leik gegn Schalke sem sátu á toppinum í augnablikinu. Mínir menn byrjuðu þetta að krafti og Dos Santos átti magnað skot í stöngina eftir laglega sendingu frá Anelka. Kevin Kurany fær boltan og efur yfir á Sören Larsen og hann á skot sem Frey ver glæsilega í horn. Þeir eru fljótir að taka hornspyrnuna og Rafinha á magnaða hongspyrnu sem Frey nær að slá frá en það vill svo óheppilega til að boltinn fer beint á kollinn á Hamit Altintop og boltinn í netið, 1-0 og stuðningsmenn Schalke tryllast úr fögnuði. Dómarinn Leise Narcha flautaði til hálfleiks og mínir menn eru bitrir og ekki nægilega ánægðir yfir því að vera einu marki undir þegar 45.mín eru búnar. Ég ákveð að taka Vidic út af og spila með þriggja manna vörn og fyrir Vidic kemur inn á unglingur úr undir 19 ára liðinu, maður á nafni Loic Poujol. Hann er 18 ára franskur striker sem kom til liðsins fyrir tveimur árum.
Menn mínir fara inn á völlinn og ætla að leggja sig allir fram til að taka Schalke menn í kenslustund í þeim síðari hálfleik. Ekki mikið gerist þangað til á 63.mín. Þá vinnur Miguel boltann á miðjunni af Fabian Ernst, hann gefur hann út á kant þar sem Glatstone er kominn og hann tekur nokkrar snertingar og sendir hann á kollinn á hinum unga Poujol sem skallar boltan stöngina inn, 1-1. Leikurinn róast nokkuð eftir þetta og taka bæði lið litla sénsa því að hvorgt liðið vil tapa. Mér sýntist nokkurn veginn að Schalke væru sáttir með jafnteflið. Á 77.mín kemur langt útspark frá Frey sem Anelka skallar upp og boltinn skoppar yfir varnamenn Schalke. Agger kemst inn í boltann og nær honum og gefur rakleiðis yfir á Poujol sem er í fínum færi og hann er ekkert að leika sér með boltann heldur hamrar honum í netið sláina inn og Frank Rost kemur engum vörnum við í markinu, 2-1 orðinn staðan og áhorfendur taka við sér og byrja að hvetja lið sitt áfram. Núna var bara einsteppna á mark Schalke það sem eftir lifði leiks. Dortmund fór því með flottan sigur heim og 3 stig sem tryggðu áfram haldandi baráttu um meistaradeildar sæti.
Nú er kominn tími á að fjalla um Uefa Cup sem Dortmund tók þátt í. Ég komst strax áfram í smá forkeppni sem var fyrir riðlakeppnina. Ég þurfti bara að vinna Debrecen í tveimur leikum og þeir fóru 3-0 og 1-0 sem sagt 4-0 samanlagt fyrir þá sem kunna ekki að reikna. Í riðlunum dróst ég gegn Genk, Rosenborg, Samdoria og Feyenoord. Feyenoord var sterkasta liðið af þessum liðum. Ég vann fyrst Genk auðveldlega 2-0, síðan geði ég jafntefli við Rosenborg 2-2 og í hinum tveimur leikunum þá gerði ég líak jafntefli.
Riðillinn leit því svona út:
1.Feyenoord 8 stig Q
2.Dortmund 6 stig Q
3.Genk 4 stig Q
———————
4.Rosenborg 4 stig
5.Samdoria 3 stig
Ég dróst því á móti Lille í 32 liða úrslitum. Ég vann fyrileikinn 2-0 í Þýskalandi en sá síðari sem var í Frakklandi bauð upp á mikið á mörkum og var loka staðan þar 4-4 í stórskemmtilegum leik. Annað franskt lið var næsta fyrirstaða í 16 liða úrslitum. Núna var það besta liðið frá Frakklandi, Lyon sem hafði dottið út úr meistardeildinni en komist samt í Uefa Cup. Fyrri leikurinn sem var í Frakklandi fór 2-2 eftir að Dede jafnaði með góðum skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma og tryggði mér því 2-2 jafntefli. Sá síðari sem var á heimavelli mínum vannst 2-1 og það sérstaklega áhorfendum að þakka að sigurinn var minn. Þeir hvöttu og hvöttu eins og þeim væri borgað fyrir það. Þá var farið að styttast í það að bara bestu liðin væru eftir í keppninni. Ég dróst á móti Hamburg SV eða HSV. Í áttaliða úrslitum voru Valencia,Liverpool, Betis, Leverkusen, HSV, FC Bayern, Sparta Prague og Dortmund eftir. Í fyrri umferðinni þá tapaði ég skelfilega fyrir HSV 2-0 á mínum heimavelli. Það var mjög slakur leikur hjá mínum mönnum og ég hundskammaði þá og líka reyndar sjálfan mig fyrir lélegt liðs val. Ég vissi að það yrði erfitt að vinna þetta upp á útivelli. Í seinni leiknum þá voru mínir menn að spila glimrandi bolta og ég vann 4-0 já heyriði það 4-0 á útvelli þar sem Koller átti stórleik og skoraði þrennu. Á meðan náðu liverpool menn rétt að merja Bayern Munich, 1-0.
Í undanúrslitum voru því Valencia, Dortmund, Liverpool og Sparta Prague. Ég þurfti að spila gegn Liverpool en í hinum leiknum leitu Valencia og Sparta saman hesta sína.
Þá var komið að því að segja smá frá German Cup. Í fyrsta roundi vann ég eitthvað utandeildar lið 4-0. Í annari umferð tók ég stórlið Bayern Munich 2-1. Síðan fékk ég frekar létt lið, Mainz og ég tók þá 3-0 á útivelli. Í áttaliða úrslitum vann ég Aachen í mjög skemmtilegum leik 3-2 þar sem fyrst allt stefndi í sigur Aachen manna. Þá var komið að undanúrslitum gegn Werder Bremen. Í þeirri viðureign var barist með kjafti og klóm eins og venjulega hafði ég heppnina með mér og vann ég 2-1 á útivelli. Í úrslita leiknum tók ég á móti Schalke sem ég var búinn að hafa tak á í langan tíma. Til að hafa langa sögu stutta þá nánast burstaði ég þá, þá meina ég burstaði í þeim tennurnar og vann 4-1. Ég að sjálfsögðu mjög ánægður með áranginn í þessari keppni.
Núna er komið að deildinni aftur og ætla ég að reyna ljúka máli mínu um hana. Ég var á fínu róli og vann 3 leiki í röð en tapaði svo 2 og gerði 3 jafntefli í næstu 8 leikum. Þá voru búnir 25 leikir og 9 leikir eftir og var ég í 3.sæti á eftir Stuttgart og
Bayern en Schalke var komið niður í 4.sæti. Þetta var bara fínn staða fyrir mig. Ég tapaði niður ágætu róli með því að gera 3 jafntefli í röð en svo vann ég 1 og tapaði 1. Fjórir leikir eftir og þeir gegn Köln, Hannover, Wolfsburg og Hertha Berlin. Ég vann þrjá í röð og þá var bara Köln eftir og topp 6 var svona:
1.Bayern
2.Stuttgart
3.Schalke
4.Dortmund
5.HSV
6.Gladbach
Í síðustu umferðinni varð ég að vinna til að ná 3.sætinu og koma að sjálfsögðu ekkert annað til greina. Leikurinn byrjaði kröftulega og skoraði Koller strax eftir 15.mín. Þannig var staðað í hálfleik sem sagt 1-0 fyrir mér og á meðan var Schalke að tapa og Bayern að vinna og allt stefndi í Bayern sigur í deildinni. Anelka bætti við marki á 70.mín fyrir mig og ég var á leiðinni í það þriðja. Svona héldust úrslitin til leiks loka. Enginn breyting varð á topp 6 nema það að Dortmund og Schalke skiptu um sæti. Þau lið sem féllu voru Bielefeld, Duisburg og Unterhaching. Sæti þeirra í deildinni tóku Bochum, Aue og Siegen. Ég var bara mjög sáttur með 3.sætið því að ég setti stefnuna á 3-4 sætið og það tókst.
Núna var komið að undanúrslitunum í Uefa Cup. Ég fór með mína menn til Englands með það hugarfar að vinna þá minnst 2-0. Leikurinn var harður og það var líka mikið um leikaraskap í leiknum. Mér tókst að halda út sigur 2-1 sem var fínt fyrir seinni leikinn heima í Þýskalandi. Í seinni leiknum vildu Valencia sigur og spiluðu mikinn sóknarbolta á meðan mínir menn í Dortmund vörðust nánast allan tíman. Liverpool náði aðeins 1-0 sigri og ég komst því í úrslit á útimarka reglunni. Ég var að vonum mjög glaður yfir þessu því núna átti ég mikinn möguleika á stórum bikar en Uefa Cup er svona að mínu mati Meistaradeildinn B.
Það voru 6 dagar í útslitaleikinn sem var háður á hinum nýja Wembley í Englandi. Þessir fáu dagar í leikinn voru engan tíma að líða og var ég orðinn spenntari og spenntari fyrir þessum rosalega leik. Einum degi fyrir leikinn fórum ég og mínir menn til Englands til að undirbúa okkur undir þennan úrslita leik í Uefa Cup. Við æfðum tvisvar á deginum og um kvöldið hélt ég stutta að ræðu til að hvetja menn mína áfram. Næsta dag var komið að því. Við fórum til Wembley til búnir til að hampa titlinum eftirsótta. Ég sagði mínum mönnum að verjast vell og taka ekki og marga hættu sénsa og spila flottan bolta eins og við vorum þekktir fyrir, tveggja snertinga bolta. Enda vorum við líktir við snilldar liðið Barcelona.
Allir komu inn á völlinn ákveðnir að vinna leikinn. Fyrir fullum velli, 90 þúsund. Maður sá margar stjórnur í liði Valencia menn á borð við David Villa, Ayala, Santiago Canizares, Aimar og fleiri. Leikurinn byrjaði frekar rólega og voru menn að vara sig og koma sér fyrir. Það má segja að fyrstu 20.mín væru bara upphitun eða eitthvað en allavega þá byrjaði þetta ekki fyrr en á 23.mín. Frey var með boltann og kastaði honum yfir á Dede sem gaf langa sendingu yfir á hægri kantinn á Guarin. Hann tó kvel á móti honum sólaði tvo og gaf snyrtilega og flotta sendingu á Koller sem lúrði á fjærstönginni, boltinn small í stöngina og Canizares komst í boltan. Næst sókn var líak kröftug og skemmtilega því að Canizares bommaði fram á Villa sem tók hann á kassan rétt við miðjuna hann sá Aimar og Kluivert krossa og hann gaf hann á milli og Kluivert fékk boltan og skaut á markið. Boltinn var á leiðinni allveg upp í þaknetið en eitthvað óskýrilegt gerðist og boltinn small í slána og niður. Frey sló boltan frá en Villa var mætur á staðinn, hann skaut en Rosicky náði að tækla boltan og hann skust upp og datt strax niður en skelfilegt gerðist, Miguel var mætur til að hreinsa frá en boltinn fór í hendina á honum.
Dómarinn var fljótur að dæma vítaspyrnu og ég hélt það þá og held það enn að hann hafi verið uppdómaður á meðan leiknum stóð, ekki skrýtið þar sem Mutu var á meðal áhorfenda á vellinum. Stuðningsmenn beggja liða tók við sér og byrjuðu að syngja skemmtilega söngva og fleira. Eins gott að það voru ekki bara leikmennirnir sem skemmtu sér. Aimar fór á punktinn, hann gerði sig til búinn til að skjóta og hann gerði það. Þetta var hnitmiðað skot sem var á leiðinni í hornið vinstra meginn en Sebastan Frey er ekkert lamb að leika sér við og hann varði spyrnuna glæsilega. Ég fagnaði eins og óður maður og sömuleiðis leikmenn mínir. Það náðist einn flott sókn fyrir hálfleik, Dos Santos átti flott skot sem hefði getað farið inn en Canizares náði að verja boltan í horn og ekkert kom út úr horninu.
Í hálfleik gerði ég eina breytingu á mínu liði Delron Buckley kom inn á fyrir Miguel. Valencia sendi inn á Vicente sem kom inn á fyrir Edu. Í seinni hálfleik var allt í járnum. Á 50.mín þá komst Valencia í skyndi sókn eftir lélega hornspyrnu hjá mínum mönnum. Aimar var með boltan en var fljótur að losa sig við hann á Vicente sem átti þrumuskot sem Frey varði meistaralega en David Villa fylgdi á eftir, 1-0 Valencia voru komnir yfir. Ekki var þeim mörgu stuðningsmönnum Valencia skemmt við þetta. Á 65.mín gerðist óhugarvert átriði. Anelka var slopinn nánast einn í gegn en Ayala kippti honum niður, Anelka varð alveg brájálður og vildi fá hann út af. Upp úr þessu varð hópur sem ýtti og hrindi leikmönnum beggja liða. Miguel sem hafði átt af leitan dag gerði sig sekan um skelfilega mistök þegar hann sló í einn leikmanna Valencia. Allt varð brjálað og dómarinn kallaði á Ayala fyrir brotið. Dómarinn fór niður í brjóstvasann og tók upp það rauða og Ayala var fokkin út af. Dómarinn var langt frá því að vera hættur heldur gaf hann Miguel líka rautt fyrir að slá leikamann Valencia. Hann varð kolvitlaust en eftir nokkra stund þá róaðist allt og hægt var að halda áfram með leikinn.
Ekkert markvert gerðist þangað til á 80.mín en þá var Vicente með boltan á kantinum og lék á Dede, hann sendi flottan bolta fyrir og var boltinn lengi á leiðinni. Hann sveif hár fyst yfir nánast allt og síðan lækkaði hann flugið og Nanezi unglingur úr akademíu Valenica sem var nýj kominn inn á skoraði, 2-0. Á þessum tímapunkti vissi ég að þetta væri búið fyrir mína og ég sár og hundsvekktur. Dómarinn flautaði til leiksloka stuttu síðar. Valencia voru því UEFA CUP meistarar.
Ég var bara nokkuð ánægður með þetta tímabill allt í allt. 3.sætið í deildinni, unnum bikarkeppnina í Þýskalandi og komumst í úrslitaleik UEFA CUP. Allavega yrði ég í meistardeildinni á næsta tímabilli sem ég er mjög ánægður með.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”