Þessi grein ætti að gagnast einhverjum. Heimildir víðs vegar um netið og eigin reynsla.
TEAM-TALK
Hver hefur ekki lent í því að vera að horfa á fótboltaleik með uppáhalds liðinu sínu, hvort sem það er að tapa 1-0 eða vinna 6-1, og velt fyrir sér hvað þjálfarinn segir við leikmennina í hálfleik? Í FM2006 er okkur gert kleift að komast inn í búningsherbergið og vera “augliti til auglitis” við leikmennina, en hvað á maður eiginlega að segja við þá?
Það sem þú sem þjálfari vilt gera er að hafa áhrif á þína leikmenn til hins betra og fá þá til að gera enn betur. Hvort sem þeir eru rétt undir, með hnífjafnt jafntefli eða að gjörsamlega rústa hinu liðinu þá viltu alltaf að þeir geri sitt besta í seinni hálfleiknum líka. Stundum getur verið gott að öskra á þá til þess að þeir fari með rétta hugafarið út á völlinn aftur og “drullist til að vinna leikinn” en stundum þarf ekkert nema að hrósa þeim fyrir frábæran leik svo þeir skori fjögur mörk til viðbótar. Vandamálið er bara að það sem þú segir við þá í hálfleik hefur ekki einungis áhrif á leik þeirra í seinni hálfleik heldur liðsandann almennt.
Þegar ákveða skal hvað á að segja við leikmennina þarf að hugsa sig vel um. Ef þú hrósar þeim ekki fyrir 5-0 sigur á erkifjendunum eiga flestir leikmennirnir eftir að vera virkilega fúlir út í þig. Er ekki nóg að vinna 5-0 til þess að fá smá klapp á bakið?
Því meira sem þú tekur þátt í að tala sjálf/ur við leikmennina þína sýnir hvaða stjóra þú hefur að geyma. Þú getur reynt allt, - Alex Ferguson sem kastar skóm og hárblásurum um allt búningsherbergi eða jafnvel hinn rólega Martin O'Neil sem hrósar leikmönnum sínum í hástert sama hvað gengur á.
Eins og gefur að skilja er engin rétt eða röng leið til þess að höndla team-talk. Leikmennirnir þínir eru væntanlega eins misjafnir og þeir eru margir svo að þeir munu bregðast misjafnlega vel eða illa við öllum athugasemdum sem þú kemur með í hálfleik. Það er ekki alltaf best að fara öruggu leiðina og segja þeim að þeir hafi gert vel þegar þeir virkilega gerðu það ekki. Vertu hreinskilin/n og ekki hrósa fyrir eitthvað sem leikmenn eiga ekki skilið því hvernig eiga þeir annars að vita að þeir verða að bæta sig?
Fyrir byrjendur og óörugga í leiknum gæti verið freistandi að láta aðstoðarmann sinn sjá um hálfleikstölurnar því þá er ekkert vesen og allt er miki léttara. En ég tala af eigin reynslu þegar ég segi að leikurinn verður miki mun meira spennandi og skemmtilegri þegar þú sérð um þetta sjálf/ur. FM er nefnilega ekki leikur þar sem þú getur bara hent bestu leikmönnunum þínum á völlinn og látið aðstoðarmann þinn sjá um allt annað. Nei, þú þarft að hugsa!
Ég myndi segja að team-talk væri álíka mikilvægur þáttur í leiknum og leikkerfin sjálf og allir mind-leikirnar í fjölmiðlunum. Ég hef oft og mörgum sinnum lent í því að vera 1-0 undir í hálfleik og flest allir í liðinu mínu með 5 í einkunn. Þá hef ég verið mjög pirruð og nálægt því að missa mig í að öskra á leikmennina mína, en í staðinn sagt þeim að gera betur því þeir geti það og viti menn, ég enda oft á að jafna eða vinna leikinn. Maður sér vel hvaða áhrif team-talk hefur þegar svona aðstæður koma upp, því leikmenn sem koma inn í búningsherbergi í hálfleik með 5 í einkunn fyrir frammistöðuna, klára leikinn með kannski 8, 9 eða 10 í einkunn.
Nokkrir punktar.
Hálfleikur
- Segðu eitthvað! Ef þú velur valmöguleikann “none” jafnast það á við að ganga inn í búningsherbergið og ekki segja orð. Það hjálpar engum.
- Byrjaðu á því að velja “overall” athugasemdirnar. Ef þú ert ánægð/ur með liðið, hrósaðu þeim þá. Ef þú ert mjög ósátt/ur, segðu þeim það þá.
- Farðu næst sér í gegnum leikmennina þína. Ef þér finnst einhver hafa valdið meiri vonbrigðum en annar, segðu honum það þá. Það þýðir ekkert að röfla inni í sér þegar kannski meistaratitill er í húfi. Hrósaðu síðan bestu leikmönnunum þínum sérstaklega. Ef einhver er nú þegar með 8 eða 9 þá er gott að láta þá vita að þú viljir ekki að þeir slaki á.
Leikslok
- Segðu eitthvað aftur.
- Passaðu þig á því að segja ekki að þú viljir fá frammistöðu eins og þessa hverja einustu viku ef þú vinnir t.d. 5-0. Mórall leikmanna fer hratt niður vegna þess, þú getur ekki ætlast til að vinna hvern leik svona hátt. Mórall getur haft mikil áhrif á næstu leiki.
- Berðu saman hálfleikstölur og tölurnar í leikslok. Láttu leikmennina vita ef þú hafa bætt sig eða slakað á.
Hafðu líka í huga að það er allt í lagi að verða reiður einhvern tímann. Hver getur haldið ró sinni þegar liðið manns tapar kannski derby leik, eins og t.d. Liv-Man Utd. eða Rangers-Celtic? Ef þú lætur þá vita að þetta var alls ekki nógu gott þá munu þeir gera sitt besta í næstu viðureign við sama lið.
Aðal atriðið í sambandi við team-talk er sem sagt að átta sig á því að þetta er ekki bara eitthvað drasl þar sem þú velur bara eitthvað til þess að flýta þér í að halda áfram. Þetta er hlutur af fótboltanum og núna hlutur af þessum leik. Ímyndaðu þér að þú stæðir virkilega í búningsherberginu, fyrir framan leikmennina þína. Hvað myndirðu segja? Notaðu rökhugsunina og ekki reyna að velja alltaf “rétta” svarið því það er ekkert rétt eða rangt. Þetta er spurning um hvernig þú metur stöðuna hverju sinni og hvað þú vilt ná langt með liðið þitt og rétti möguleikinn er að tala við þá frá eigin brjósti - hvað þér finnst.