4.7.2005

Kæra dagbók, í dag var stórkostlegur dagur, þvílíka veðurblíða. Um hádeigisbilið keyrði ég niður á The Cirlce þar sem ég hitti Adam Pearson og aðra stjórnarmeðlimi. Síðan fór fram lítil athöfn þar sem ég var tilkynntur fyrir almenningi sem nýji stjórinn, starfi sem ég hef sóst eftir lengi og lagt mikið á mig að fá það starf.

Kæra dagbók ég er orðin stjóri Hull City.


5.7.2005

Kæra dagbók, í dag fór ég á blaðamannafund og gaf mína fyrstu ræðu í nýju starfi. Fjölmiðlarnir spurðu mig allskonar spurninga, hvernig ég ætlaði að berjast við fall og hvernig ég hygðist bæta liðið, ég svaraði því sem þeir vildu heyra. Áhangendurnir tóku mér misvel, flestir sögðust frekar vilja fá reyndari mann í starfið og efasemdir spruttu upp um hvort ég hefði bolmagn í að stjórna liði í næst efstu deild, mér sárnaði eilítið við það þar sem ég hef laggt þvílíkt erfiði af baki til þess eins og fá að sækja um starfið, en ég veit að þeir munu standa með mér. Ég fékk að vita að ég fengi 600 þúsund pund til að styrkja liðið og mér var sagt að halda vel utan um þá peninga.


8.7.2005

Í dag kynnti ég til sögunnar nýjan leikmann, spænskann kantmann að nafni Francisco Javier De Pedro, sem ég fékk frítt því hann var samningslaus. Í dag skipulagði ég einnig uppstillingu liðsins og ákvað ég að spila mína útgáfu af 4-4-2.

9.7.2005

Það er margt að gerast þessa dagana, í dag kynnti ég nýjan leikmann, magnaðan ungan framherja, Sam Morrow sem ég keypti á hundraðþúsund pund frá skoska liðinu Hibernian.

14.7.2005

Í dag kom enn einn nýr leikmaður í liðið, það var Dwight Pezzarossi, 25 ára gamall maður sem getur leikið allstaðar á miðjunni og einnig frammi, í fyrradag seldi ég minn fyrsta mann það var varnarmaðurinn Marc Joseph sem ég seldi til Exeter á 8 þúsund pund.

18.7.2005

Í þessari viku byrjaði ég á því að yfirfara allt þjálfara staffið mitt og endurskipuleggja æfingaprógrömmin og í dag réð ég mér nýjan aðstoðarþjálfara sem á eftir að vera mér mikil hjálp, það er enginn annar en Bryan Robson. Hann virðist vera mjög fínn gæji, allavega betri í gólfi það eitt er víst. Næstu daga mun ég síðan ráða fleiri þjálfara ef allt fer að óskum.

26.7.2005

Varnarjaxlinn Gordon Greer bættist í hópinn, fékk þennan sterka skoska varnarmann á 100 þúsund pund frá Kilmarnock. Mér hefur verið að ganga ágætlega í vináttuleikjum, búinn að tapa einum og eitt jafntefli en hitt eru allt sigrar og liðið virðst taka vel í minn leikstíl.

6.8.2005
Kl 12:00, minn fyrsti leikur byrjar eftir 3 tíma, ég er á fullu að undirbúa mig og liðið. Þetta verður erfiður leikur á móti Watford en ég er með stuðningsmennina á bak við mig.
Kl 17:00
Við unnum!! 2-0, Stuart Elliott og Ben Burgess skoruðu og Keith Andrews var valin maður leiksins, frábær byrjun á tímabilinu. Þvílík stemmning sem myndaðist á Circle.

20.8.2005
Minn fyrstu tapleikur, ég tapaði 3-0 á móti Burnley, en ég hef ekki misst trúna, ef eitthvað er þá hefur þessi leikur fært mig niður á jörðina og trú mín á hópnum styrktist. Fyrr í vikunni seldi ég tvo leikmenn þá Jason Price á 65 þúsund punf til Lincoln og Robbie Stockdale á 10 þúsund pund til Millwall.

24.2005
Rétt í þessu var viðureign minni við Lincoln í enska deilarbikarnum að ljúka og við hefjum mótið af krafti 4-2 var staðan í leikslok þvílík skemmtun.

16.10.2005

Þvílíkur leikur, mínir menn tóku Sheffield Wednesday í kennslustund, og fyrir framan allar sjónvarpsvélarnar, þetta er ekki leikur sem Seffield menn eiga eftir að gleyma í bráð, 4-2 var staðan og Sam Morrow með þrennu, sá hefur alldeilis byrjað leiktímabilið vel.

5.11.2005

Mikil meiðsli eru að hrjá strákana þessa dagana, allir markmennirnir mínir meiddir og vinstri bakverðirnir líka, sem betur fer náðir ég að bjarga þessu fyrir horn fyrir næsta leik, ég fékk þá Tomasz Kuszczak og Sebastian Larsson lánaða frá WBA og Arsenal.

17.11.2005

Kæra dagbók, áðan var ég að kynna nýjan leikmann sem ég fékk beint frá Finnlandi, ungstirnið Pyry Karkkainen frá KuPs, frítt. Ég hef á tilfinningunni að þessi drengur eigi eftir að slá í gegn innan fárra ára, hann er aðeins 18 ára.

29.11.2005
19:30
Tilhlökkuninn er ægileg, ég er á nálum. Litila liðið mitt, er að fara að mæta stórliði Arsenal, í deildarbikarnum eftir 15 mínútur, ég rétt hef tíma til að krassa þetta niður. Wenger er ástæða þess að ég fór út í þjálfun, og hann stóð við hliðina á mér rétt áðan og tók í höndina mína. Þvílíkur heiður, ég hef alltaf haldið með Arsenal og horft upp til Wenger og núna fæ ég að spila við þá á mínum heimavelli. Þetta er eins og í draumi.
21:00
Jæja nú er Leikurinn búinn og við töpuðum með einu marki á móti tveimur þeirra Arsenal manna. Ég sætti mig fullkomlega við þessa niðurstöðu, við stóðum upp í hárinu á þeim á köflum. En ég sat bara þarna, í einskonar móðu og starði bara á Wenger, hetjuna mína, nú ætla ég að fara að reyna að fá eiginhandaráritun.

17.12.2005
Jæja nú er komið að jólafríinu, við erum í 4 sæti þegar ég skrifa þetta og höfum komið öllum, meira að segja okkur sjálfum á óvart með frábærri spilamennsku. Þeir áhangendur sem höfðu efasemdir í upphafi tímabils sitja nú sveittir heima hjá sér að reyna að semja nýja lofsöngva handa mér, hehehe ég sagði að ég myndi vinna þá á mitt band. En þetta er líka vegna leikmannana, Morrow er búinn að vera soldið mistækur upp á síkastið en þegar hann hrekkur í gír þá skorar hann 2 mörk í leik. Annars eru bestu leikmennirnir búnir að vera De Pedro, Elliott og Greer.