Það var ekki með gleðisvip á andlitinu sem að ég yfirgaf Noreg. Ég hafði verið aðstoðarþjálfari Vålerenga í 7 ár og fannst ég þurfa nýja áskorun í lífinu, orðinn 38 ára gamall. Ég hafði unnið með Kjetil Rekdal að því að gera Vålerenga að besta liði Noregs og það hafði tekist, titlinum var fagnað í Osló í fyrsta sinn í langan tíma.
Ég og Kjetil vorum góðir vinir, í raun höfðum við jafn mikið að segja um valið á liðinu og stjórnuðum þessu öllu saman þarna hjá Vålerenga og ég hef hringt of og mörgum sinnum í hann á þessu tímabili þegar að hlutirnir hafa ekki verið að ganga sem skyldi.
En hvað um það, eftir tímabilið í Noregi sagði ég af mér hjá Vålerenga og fór að leita mér að nýju starfi. Nokkur norsk lið vildu fá mig, sömuleiðis KR og Fram á Íslandi, enn ég sagði nei. Mig langaði í alvöru deildir þar sem að það mæta 30þúsund áhorfendur á hvern einasta leik. Loks fékk ég tilboð frá 1.FC Köln í Þýskalandi og fór þangað að kanna aðstæður og varð svei mér þá ekki fyrir vonbrigðum. Glæsilegur 50þúsund manna völlur, byggður 2004 og frábært æfingasvæði biðu eftir mér og ég sagði „JÁ!" undir eins.
Þegar ég kom svo til liðsins varð mér ljóst að hér var ágætis hópur af leikmönnum, helst má nefna þá Lukas Podolski, Christian Rahn og Stefan Wessels.
Þó þurfti ég að að kaupa í nokkrar stöður sem að ég hafði annars bara einn valkost í svo að ég fór og splæsti í nokkra leikmenn.
Keyptir fyrir tímabil:
Arslan Volkan - Galatasaray - 500k
Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Halmstad - 1.2m
Marel Baldvinsson - Lokeren - 275k
Hjálmar Jónsson - IFK Göteborg - 275k
Seldir fyrir tímabil:
Alpay - Trabzonspor - 925k
6 lélegir gaurar - Frítt (spila núna með einhverjum neðrideildarliðum)
Ég spilaði 6 æfingaleiki fyrir tímabilið og gekk ágætlega í þeim, vann flesta nokkuð öruggt enn andstæðingarnir voru ekki sterkir reyndar.
Síðan byrjaði deildin og varð mér strax ljóst að þetta yrði barátta upp á líf og dauða. Ekkert virtist ganga upp og ég var í fallsæti allan tímann eiginlega. Taktíkin mín virkaði aldrei fyrr en undir lok tímabils, sama hversu mikla vinnu ég lagði í hana og sumir leikmennirnir mínir hefðu einfaldlega ekki getað hitt rassgatið á belju með banjói. Fyrir utan Lukas Podolski, hann skoraði 17 mörk á tímabilinu og lagði upp 10 til viðbótar. Frábær leikmaður og líka frábær leiðtogi utan vallar, hélt liðsandanum uppi með skemmtilegum bröndurum á æfingu. Eða ég held að þeir hafi verð skemmtilegir, ég kann voða lítið í þýsku.
Var á botninum um jólin, 7 stig í Duisburg, næsta lið fyrir ofan mig og allt virtist glatað. Gerði smá leikmannaviðskipti í janúarfríinu sem er alltaf í þýska boltanum.
Keyptir í Janúar:
Diego Gavilán - Frítt (Geðveik kaup)
Olexandr Gorshkov - Zenith Petersburg - Frítt
Seldur í Janúar:
Imre Szabics - Basel - 2.9m (Hræðilegur leikmaður)
Báðir þessir leikmenn áttu eftir að reynast mér mjög vel í fallbaráttunni, sérstaklega Gavilán sem er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður, spilar aftarlega á miðjunni og var sá leiðtogi innan vallar sem að mínu liði vantaði. Gorshkov er gamall reynslubolti sem að hefur spilað nokkra landsleiki fyrir Úkraínu og var einnig sterku inni á miðjunni þegar ég þurfti hann, hugsaði hann samt aðallega sem backup leikmann.
Fallbaráttan var hörð, það voru fjögur lið sem að voru áberandi búin að dragast aftur úr hópnum og þetta var bara barátta um eitt sæti. Mér byrjaði að ganga betur strax eftir að Gavilán kom inn á miðjuna, hann stoppaði gersamlega allt sem að kom í gegnum miðjuna frá andstæðingum og náði ég stigi úr nánast hverjum einasta leik.
Liðið mitt var svona á þeim tíma:
4-1-2-1-2
GK: Stefan Wessels
DL: Christian Rahn
DR: Carsten Cullman
DC: Björn Schlicke
DC: Lukas Sinkiewicz
DMC: Diego Gavilán
MC: Peter Madsen
MC: Albert Streit
AMC: Youssef Mokhtari
FC: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
FC: Lukas Podolski
Síðan kom að lokaumferðinni, ég hafði náð þrem sigrum í röð og lyft mér uppúr fallsæti fyrir hana og var með 30 stig, Bielefeld var með 30 en ég var með betra markahlutfall, Nurnberg 29 og Duisburg, sem var fallið var með 27 stig.
Lokaleikurinn var á móti Frankfurt og það byrjaði ekki vel, þeir komust yfir á 11. mínútu eftir klaufaleg mistök Sinkiewicz í vörninni. Síðan var einum leikmanni þeirra vikið af velli á 44. mínútu og eftir það sóttu mínir menn mikið. Ég var orðinn frekar mikið stressaður enda var Bielefeld að vinna sinn leik enn á 76. mínútu skoraði Albert Streit og staðan varð 1-1. Ég varð glaður, enn vissi að Bielefeld væri enn að vinna svo að ég var enn niðri. Það voru 88 mínútur búnar af leiknum og ég var búinn að gefa upp alla von um að ná að halda mér uppi enn þá náði Stuttgart að jafna gegn Bielefeld, mér var borgið!
Braust þá út mikil gleði á RheinEnergieStadium í Köln og 46þúsund manns dönsuðu saman í nokkra klukkutíma. 1.FC Köln, þetta fornfræga félag, var búið að festa sig í sessi á ný sem úrvalsdeildarlið. Ekki jafn örugglega og vonir höfðu staðið til fyrir tímabilið, enn þrátt fyrir það, haldið sér uppi.
Ég fór á fund með stjórninni eftir leikinn og hún sagðist vera ánægð með störf mín og að ná takmarki tímabilsins - að halda sér uppi. Þrátt fyrir það væri hún á báðum áttum um hvort að hún ætti að bjóða mér nýjan samning, ég hafði ekki náð að minnka laun leikmanna niður í þetta fáránlega lága hámark sem að stjórnin hafði sett mér (258k á viku). Kommon, ef að maður á að geta rekið þetta félag almennilega og fengið til sín góða leikmenn verður wage bugdetið að vera aðeins hærra. Ég var að borga ca. 315k í laun á viku þetta tímabil og tókst ekkert að lækka það þó að ég reyndi.
Ég naut sumarsins í Þýskalandi, ferðaðist milli borga og horfði á Heimsmeistarakeppnina. Hafði samt töluverðar áhyggjur af starfi mínu, núverandi samningur átti að renna út 30. júní og ég var hræddur um að stjórnin myndi ekki vilja bjóða mér nýjan samning.
29. Júní hringdi stjórnarformaðurinn í mig, mér var ekki boðinn nýr samningur. Ég fór niður á æfingasvæði, pakkaði saman dótinu mínu og fór svo heim til mín að gráta.
-
Endir..kem með annað tímabil..kannski, fékk starf hjá Chizensa á Ítalíu.
Og já veit að þetta er ömurlegur árangur :P..