Man Utd bleh save(Fm 2005) Ég vil taka það fram að þetta er mín fyrsta grein á huga og vonandi líkar ykkur hún vel.


Ég ákvað að taka við Manchester United í Ensku Úrvalsdeildinni.
Ég leit yfir hópinn og sá að ég þurfti ekki að kaupa neitt mjög mikið en sumar stöður þurfti ég að bæta.
Ég fékk 25 mill. til að kaupa og var bara sáttur með það

Þeir sem keyptir voru:
Giovanni Dos Santos sem er 15 ára sóknarsinnaður miðjumaður en ég keypti hann á 425 k. frá Barcelona,
The Walcott sem er 15 ára hægri kantmaður en ég keypti hann á 170 k. frá Southampton,
David Pizarro sem er 25 ára varnarsinnaður miðjumaður en ég keypti hann á 3 mill. frá Inter,
Fernando Cavenaghi sem er 20 ára sóknarmaður en ég keypti hann á 7,25 mill. frá Spartak Moscow,
Ahmed Reda Madouni sem er 23 ára Varnarmaður en ég keypti hann á 1.3 mill. frá Bayern Munchen,
Marcus Rosenberg sem er 21 árs sóknarmaður en ég keypti hann á 5,5 mill. frá Ajax,
Freddy Guarín sem er 18 ára varnarsinnaður miðjumaður en ég keypti hann á 775 k. frá Envigado
og svo keypti ég Michael Rensing sem er 20 ára markmaður en ég keypti hann á 2,7 mill. frá Bayern Munchen.
Þetta kostaði samtals sirka 21 mill.

Þeir sem seldir voru:
Colin Heath sem er 20 ára sóknarmaður en ég seldi hann til Wigan fyrir 210 k.,
Alan Smith sem er 23 ára Framherji en ég seldi hann til Chelsea fyrir 5,5 mill.
Þetta voru samtals sirka 6 mill.

Ég fékk engan að láni en ég lánaði tvo en þeir voru:
Louis Saha til Ajax og þeir eru að borga 70% af laununum hans
og svo Tim Howard til Feyenoord og þeir eru að borga 100% af laununum hans.

Ég spilaði 4-1-2-1-2 og byrjunarliðið var oftast svona:

GK: Edvin Van Der Sar
DR: Gary Neville
DL: Gabriel Ivan Heinze
DC: Rio Ferdinand(eftir bannið)
DC: Silvestre/Madouni/Brown
MR: Cristiano Ronaldo
ML: Ryan Giggs
DMC: David Pizarro/Roy Keane
AMC: Paul Scholes/Rooney
SC:Wayne Rooney/Cavenaghi/Rosenberg
SC:Ruud Van Nistelrooy/Cavenaghi/Rosenberg

S1: Michael Rensing
S2: Wes Brown/Madouni
S3: Cavenaghi
S4: Rosenborg
S5: Park Ji Sung

en ég breytti oft byrjunarliðinu….

Æfingaleikirnir unnust allir mjög auðveldlega en svo var fyrsti “alvöru” leikurinn í undankeppni Meistaradeildarinnar
gegn Shaktar en hann fór 0-0 á Old Trafford en 2-2 á þeirra velli þannig að við komst áfram vegna marka skoraðra á útivelli.
Svo dróst ég í riðli með Real Madrid, Rosenborg og Lille.

Deildin byrjaði ágætlega reyndar fóru tveir fyrstu leikirnir 1-1 en svo vann ég næstu fjóra leiki og vann meðal annars Liverpool 1-0 á heimavelli.
Í fyrsta leik riðilsins í Meistaradeildinni gegn Rosenborg vann ég 2-0 og var Rosenberg með tvennu.
Svo eftir fyrstu sex leikina í deildinni var ég í þriðja sæti með 14 stig og aðeins tvem stigum eftir fyrsta sætinu en átti leik til góða sem ég vann svo og komst uppí fyrsta sætið.
En svo í næsta leiknum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid þá tapaði ég 3-0 og var í öðru sæti, einu stigi á eftir Real Madrid í riðlinum.
Þá næst gerði ég jafntefli við Portsmouth 1-1 og vann svo Man City 2-0 en þá var komið að leik gegn Lille í Meistaradeildinni þar sem ég notaði “varaliðið” og hvíldi lykilmenn.
Ég vann nú samt 1-0 með marki frá Ruud á 85 mínutu en hann kom inná fyrir Rosenberg á 80 mínútu.
Þarna var kominn 20 október og ég í öðru sæti í riðlinum í Meistaradeildinni aðeins einu stigi á eftir Real Madrid og í 3 sæti í deildinni 2 stigum á eftir Chelsea en ég átti leik til góða sem var einmitt gegn Chelsea og ég ætla að lýsa honum hér:

Leikurinn fór fram á Old Trafford heimavelli mínum og sá eini sem var meiddur var Cavenaghi, ég stillti upp frekar sterku liði en svona var það:

GK:Van Der Sar
DR:Neville
DL:Heinze
DC:Ferdinand
DC:Madouni
MR:Ronaldo
ML:Giggs
DMC:Pizarro
AMC:Scholes
SC:Ruud
SC:Rooney

Leikurinn byrjaði vel og Rooney átti dauðafæri á 8 mínútu sem Cech varði, Terry skaut svo framhjá hinum meigin eftir horn.
En Ballack skoraði svo af stuttu færi fyrir Chelsea og staðan orðinn 1-0 á 28 mínútu.
Svo var það Cech sem braut á Nistelrooy inní teig og Scholes tók vítið og skoraði, staðan orðinn 1-1 en ekkert fleira mikilvægt gerðist í fyrri hálfleik.

Ég tók svo Scholes útaf fyrir Rosenberg og lét Rooney í AMC og Rosenberg uppí SC til þess að freysta þess að skora en Scholes hafði líka meiðst eitthvað lítið í fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði ekki mjög vel og Chelsea vöðuðu í færum en svo var það Nistelrooy sem fékk stungu frá Ronaldo inn fyrir vörnina og skoraði á 50. mínútu 2-1 fyrir okkur.
En svo á 58. mínútu skoraði Bridge fyrir Chelsea fyrir utan teig og staðan orðin 2-2.
Svo næst á 76. mínútu átti Rosenberg frábært skot fyrir utan teig sem rataði framhjá Cech og í markið.
Ég reyndi að hanga á þessu og lét Keane inná fyrir Pizarro og Silvestre fyrir Madouni og breytti í 4-4-2.
En svo braut Ferdinand á Lampard inní teig og önnur vítaspyrna leit dagsins ljós en það var Smith sem tók hana og skaut yfir.
Svo kláraði ég leikinn á 85 mínútu þegar Nistelrooy skoraði af stuttu færi framhjá Cech og staðann orðinn 4-2 fyrir okkur og þannig fór það og ég kominn í 1. sæti og sáttur með leik minna manna.

En 24. október meiddist Van Der Sar í 3 vikur og Rensing þurfti núna næst að spila sinn fyrsta leik fyrir United en hann var á móti Rotherham í League CUp og þar stillti ég upp varaliði mínu og vann auðveldlega 2-0 þar sem enginn annar en Rossi skoraði 2 mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Mér gekk ágætlega í deildinni eftir þetta og vann meðal annars Wigan 3-0 þar sem Rio Ferdinand skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Cavenaghi snúði aftur eftir meiðsli og skoraði eitt.
Eftir október var Ronaldo kosinn maður mánaðarinns í deildinni og ég knattspyrnustjóri mánaðarins.
Svo næst vann ég Lille 6-0 þar sem Scholes skoraði 2 mörk á fyrstu 3 mínútunum!og svo skoruðu Cavenaghi og Rosenberg 2 mörk hvor.
Eftir þennan leik var ég öruggur áfram í 16 liða úrslitin og Rensing búinn að keppa 5 leiki og fá ekkert mark á sig og stal þar með sætinu af Van Der Sar.
Þann 12 Nóvember var ég í fyrsta sæti 2 stigum ofar en Arsenal og átti leik til góða.
Ég spilaði ekkert í deildinni fyrr en eftir 3 leiki, ég vann Nottm Forest í League Cup 4th round og svo átti ég leik í Meistaradeildinni gegn Rosenborg.
Þótt að ég væri öruggur áfram þá stillti ég upp sterku liði því að ég vildi vinna riðilinn, ég vann leikinn 2-0 þar sem Scholes skoraði eitt og Guarín sitt fyrsta mark.

Næstu tveir leikir voru svo á móti Everton, sá fyrsti í deildinni og sá seinni í League Cup Quarter Finals.
Ég vann fyrri leikinn 6-0 þar sem Scholes skoraði 3 og Ronaldo meiddist í 4 vikur.
Á þessum tíma var Scholes okkar markahæsti maður með 13 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum og 3. markahæstur í úrvalsdeildinni með 9 mörk.

Í byrjun desember sló ég Everton út úr League Cup 1-0 og Rensing ekki búinn að fá á sig mark í 9 af 9 leikjum!
En næst kom seinasti leikur minn og sá leikur sem mundi ráða úrslitum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en hann var á móti Real Madrid og ég ætla að lýsa honum hér:

Byrjunarliðið var svona og þar sem Ronaldo er meiddur þá kemur Park Ji Sung í hans stað á hægri kanntinn og Scholes var einnig meiddur þannig að Rooney fór í AMC og Cavenaghi kom inní liðið:
GK:Rensing
DR:Neville
DL:Heinze
DC:Ferdinand
DC:Madouni
MR:Park
ML:Giggs
DMC:Pizarro
AMC:Rooney
SC:Ruud
SC:Cavenaghi

Ekkert gerðist fyrsta hálftímann en svo átti Raúl skot framhjá í dauðafæri, en það var síðann á 40. mínútu sem Rensing braut á Ronaldo inní teig og Zidane skoraði og Rensing fékk sitt fyrsta mark á sig á tímabilinu.

Það var síðan ekkert sem gerðist fyrr en á 83. mínútu þegar Nistelrooy slapp einn í gegn en skaut framhjá, og síðan á seinustu mínútu uppbótartímans átti Rooney skot yfir og leikurinn endaði 1-0 fyrir Real Madrid.
Það eina góða við leikinn var að Giggs var valinn maður leiksins en hann var með 9 í einkunn, en allavega Real Madrid í fyrsta sæti riðilsins og Man Utd í öðru.

Ég var kominn áfram í Meistaradeildinni og í öðru sæti í deildinni aðeins einu stigi á eftir Arsenal en ég átti 3 leiki til góða.
Þá næst vann ég Blackburn 2-0 með mörkum frá Ruud og Rooney sem báðir komu inná í hálfleik og endurheimti fyrsta sætið.
Ég var ekki búinn að tapa leik í deildinni og gera aðeins 3 jafntefli, búinn að vinna síðustu 7 leiki og var í fyrsta sæti tvem stigum yfir Arsenal og átti tvo leiki til góða þegar ég tók á móti Charlton þann 18 Desember.
Þessi leikur fór fram í Manchester sama dag og Stuart Pearce knattspyrnustjóri Man City var rekinn.
Ég vann Charlton 1-0 með sjálfsmarki frá sjálfum Hermanni Hreiðarssyni og seinna um daginn dróst ég á móti einu besta liðinu í Meistaradeildinni……Inter.
Rensing aðeins búinn að fá á sig eitt mark í 11 leikjum og ég í fyrsta sæti í deildinni, kominn áfram í Meistaradeildinni og ég frekar öruggur með starfið sem knattspyrnustjóri Man Utd.

Bæði góðar og vondar fréttir dutt inn í desember……Giggs meiddur í 6 mánuði, en Ronaldo kominn aftur eftir erfið meiðsli.

Það voru margir þreyttir fyrir næsta leik gegn Charlton þannig að ég hvíldi flesta lykilmenn og notaði hálfgert varalið en með “jaxla” einsog Fletcher, Richardson, Park og Fortune inná miðjunni tókst mér að vinna 5-0 með þrennu frá Cavenaghi og tvem frá Rosenberg.

Nú voru aðeins 10 dagar í fyrsta Janúar og ég átti tvo leiki eftir fyrir nýja árið gegn Fulham og Bolton.
Fyrsta tap leiktíðarinn kom svo á móti Fulham þannig að ég komst ekki inní nýja árið taplaus í deildinni en ég tapaði 2-0.
En það var þó eitthver huggun í því að vinna Bolton 3-0 með þrennu frá Ronaldo en þetta var fyrsti leikur hans eftir meiðslin.

1 janúar 2005 blasti við og Scholes byrjaður að æfa á fullu og Ryan Giggs valinn World Footballer Of The Year og Ronaldo í öðru sæti! svo var Giggs líka valinn World Player of the year og Ronaldo þar í þriðja sæti, þá næst var Giggs valinn European Footballer of the year og ronaldo þar í öðru sæti.
Svo var hann auðvitað valinn European Midfielder Of The Year og Ronaldo auðvitað í öðru sæti þar og svo var Ruud í öðru sæti yfir Striker of the year.

Fyrsti leikurinn á nýju ári var á móti Newcastle sem ég vann 1-0 með marki frá Ronaldo.
Svo næst tvem dögum seinna gerði ég 0-0 jafntefli gegn Aston Villa.
Ég var nú kominn niður í annað sætið, tvem stigum á eftir Arsenal en ég átti tvo leiki til góða og það voru 7 stig niður í þriðja sætið þannig að ég var í nokkuð góðum málum.

Því næst sló ég Leeds út úr FA Cup 2-0 með marki frá Guarín úr aukaspyrnu og Richardson úr vítaspyrnu.
Svo 9 janúar þá seldi ég John O'shea til Chelsea á 4,4 milljónir.
Næsti leikur var svo á móti Tottenham League Cup Semi Final Leg 1 sem ég vann 2-0 með marki frá Rooney stönginn inn og Keane úr horni.

Ég ætla svo að lýsa næsta leik sem var gegn Liverpool á útivelli.
Svona var liðið:

GK:Rensing
DR:Neville
DL:Heinze
DC:Ferdinand
DC:Madouni
MR:Ronaldo
ML:Park
DMC:Pizarro
AMC:Scholes
SC:Ruud
SC:Rooney

Leikurinn byrjaði með stórsókn minna manna sem endaði með skoti yfir markið, svo fengu Liverpool víti og Carragher skoraði 1-0 fyrir Liverpool.
Svo var komið að Nistelrooy sem skoraði með flottu skoti fyrir utan teig.

Ég lét Rosenberg og Cavenaghi inná í hálfleik fyrir Scholes og Ruud og Rooney fór þá í AMC og þeir tveir í SC.
Ekkert merkilegt gerðist fyrr en á 85. mínútu þegar Cavenaghi skallaði hann á Park en Reina varði vel.
Leikurinn endaði 1-1 og Ronaldo var kosinn maður leiksins.

Svo vann ég Birmingham 2-1 með mörkum frá Nistelrooy og Scholes en í þessum leik átti Cavenaghi 4 skot í stöngina eftir að hann kom inná á 65. mínútu.
Þá næst sló ég út Blackburn í FA Cup 4th round en ég vann þá 6-0! Ruud með 2, Rooney með 1 og Rosenberg með 3!
Ég lánaði svo Seán Evans til Stevenage í 3 mánuði.
Svo aðeins nokkrum dögum áður en að Leikmannaskiptaglugginn lokaði þá keypti ég Van Der Vaart á 9.5 milljónir og reddaði þannig vinstri kanntinum en Giggs átti 5 mánuði eftir af meiðslum sínum.
Svo tók ég á móti Tottenham í League Cup Semi Final Leg 2 en ég leyddi 2-0 úr fyrri leiknum ég stillti upp sterku liði og vann 3-0 og samtals 5-0 og var kominn í úrslit en hitt liðið í úrslitum var Newcastle sem sló út Liverpool í uppbótartíma í hinum leiknum.

Næst vann ég West Brom og Portsmouth þar sem Van Der Vaart spilaði sína fyrstu leiki og skoraði eitt og lagði upp tvö og var með meðaleinkunina 9.50 eftir fyrstu tvo leikina sína!
Ronaldo var svo valinn maður Janúars og ég var í öðru sæti yfir framkvæmdarstjóri mánaðarins.


Greinin verður ekki lengri en framhald kemur kannski……(það fer eftir kommentunum á greinina)