Frábærir leikmenn í Champ #7 Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur sjöunda greinin í röðinni:


Stephan Appiah:
Ég veit að flestir Champarar kannast við kauða, en ég veit líka að þennan þekkja ekki allir. Stephan Appiah (Ghana) er varnarsinnaður miðjumaður (defensive midfielder) og hann spilar fyrir Parma á Ítalíu. Hann er tvítugur þegar maður byrjar nýtt save og þess má til gamans geta að hann á afmæli á aðfangadag. Þegar maður byrjar nýtt save með Parma eru Buffon, Amoroso og Thuram yfirleitt stjörnuleikmenn. Ef maður notar Appiah almennilega er hann vanalega orðinn stjörnuleikmaður á u.þ.b. þrjiðju leiktíð. Ég nota vanalega 3-4-1-2 taktíkina þegar ég byrja með Parma og hef þá Appiah og Matías Jesus Almeyda saman á miðri miðjunni. Þeir tveir hafa alltaf náð mjög vel saman hjá mér og eru alltaf að læða inn marki og marki ásamt því að gefa þónokkrar stoðsendingar. Það er líka órtúleg vinna alltaf í gangi hjá Appiah. Það er eitt við hann sem að ég hreinlega dýrka hjá leikmönnum í Champ og það er að hann hefur “Enthusiastic about his future at the club” og það breytist í “Is enjoying playing for the club” þegar hann verður 25 ára. Það vita væntalega allir hvað þessar setningar þýða og gera að verkum; leikmenn sem hafa svona leggja meira af mörkum fyrir félagið sem þeim þykir svo vænt um!