Jæja þá er einn mánuður liðinn síðan ég tók við admin stöðunni hér á cm. Ég hef fengið prýðilegar viðtökur við því sem ég hef verið að gera og það er einmitt það sem hvetur mann til dáða.
Það var send inn könnun um hvernig fólki fynndist ég vera að standa mig hérna. Niðurstöðunar eru<a href="http://www.hugi.is/cm/skodanir.php?skodana_id=9861">hér</a>.
Ég er bara nokkuð sáttur við útkomuna og ég sé að það eru ýmsar skoðanir á mér líka.
Ég hef sett inn nýjan kubb sem heitir skjáskotið og þið hafið verið nokkuð dugleg við að senda inn en þið verðið að muna að senda alltaf sem mynd.jpg eða mynd.gif en ekki mynd.bmp. Þetta er meira en nóg vinna fyrir mig fyrir. Ég þarf að update-a þetta allt manual svo það er bara ógerlegt að setja t.d 1 á dag.
Það sem kemur nýtt núna bráðum er taktík. Þið megið núna fara að zippa .tct file-ana ykkar og senda mér. Kubburinn kemur eftir svona 2-3 vikur. Þetta hérna í valmyndinni til hægri er bara bull og einhver af forritunarhausunum hjá símanum þarf að laga þetta. Vefstjori veit af þessu.
Það er skemmtilegar hugmyndir á lofti um íslenska cm og það kemur grein um það fljótlega.
Ég er að fara í 2vikna frí bráðum svo þá verða greinar og myndir samþykkktar af superadmin(semgma) en skjáskotin verða ekki update-uð.
Endilega komið með hugmyndir, ábendingar og önnur comment hér fyrir neðan.