Sælt veri fólkið enn og aftur. Verð ég að viðurkenna að það er nokkuð síðan að ég hef sent inn grein hér á huga, en hef ég mér þó til stuðnings, að ástæðan sé sú, að sökum próflesturs að þá hafi ég ekki getað verið mikið inná huga. En nú eru tímarnir aðrir hinsvegar.
Skellti maður sér á CM 5 ( Championship manager 5) og var það einfaldlega vegna þess að ég vildi prófa ,,öðruvísi'' þjálfaraleik. Verð ég að viðurkenna að það virtist spennandi að fara yfir í leik sem maður hafði lítið sem ekkert vit á (stjórnunarlega séð) og því mátti líkja þessu við hálfgert ævintýri. En ef öllu rugli er sleppt, þá setti maður leikinn upp, og beið eftir að komast inní leikinn. Allt leit vel út framan af.
Fór maður í ,, New game'' og valdi maður sér AC Milan vegna þess að maður var einfaldlega ekkert búinn að spila leikinn, og því var tilvalið fyrir byrjanda eins og mig að velja sterkt lið til að ná tökum á leiknum.
Byrjaði leiktíðin og var ég með þrusugott lið. Voru þarna menn eins og Dida, Gattuso, Kaka, o.s.frv.
En eftir nokkurn tíma, þá kom að mínum fyrsta leik, og var hann gegn Juventus.
Byrjaði leikurinn og verð ég að segja, að mér hreinlega leið illa við að spila þetta. Þetta var ekki hin sérstaka FM ( Football manager) heldur var þetta í einu orði sagt VIÐBJÓÐUR. En þó náði ég að pína mig í gegnum 5 leiki og voru 3 af þeim tapaðir, eitt jafntefli, og einn sigur. Síðan kom leikur gegn liði Lazio. Var ég 1-0 yfir í hálfleik í þeim leik og allt virtist stefna í sigur. En einhvernveginn, þá náðu Laziomenn að skora á 68 mín og síðan aftur á 84!
Fauk þá í mig, og missti ég algjörlega stjórn á mér, og munaði litlu að maður hefði hreinlega tekið ferðatölvuna og neglt henni í næsta vegg. Ég ætla aldrei aftur að snerta við CM leik! Frekar vildi ég láta valtara keyra yfir mig, það er svona álíka sársaukafullt og að spila þennan helv**** leik. Vona að þið kaupið ykkur þetta drasl aldrei og má þetta vera ykkur (kæru manager aðdáendur) víti til varnaðar.
Summi kveður….(Bálillur! og vill helst ekki vera að rifja upp slæma atburði)