Ef þú last titilinn og hélst að ég væri að fara fjalla um fyrstu leiktíð mína hjá PSV í FM þá var það rétt og ætla ég að byrja á að segja frá leikmannabreytingunum sem áttu sér stað í Eindhoven.

Seldir:
Ég byrjaði á því að selja nokkra leikmenn þar sem mig vantaði pening í bæði kaup og laun og var ég tilturlega sáttur með sölunar og hér kemur listinn.
Michael Lamey til Olympiakos fyrir 1.8m.
Johan Vonlanthen til St.Gallen fyrir 3.8m.
Leandro til Salamanca fyrir 2.1.
Kasper Bogelund til Middlesbrough 2m.
Svo seldi ég tvo aðra leikmenn þegar markaðurinn opnaði aftur en það voru
Lee Young-Pyo fyrir 1.7m til Olympiakos og Theo Lucius fyrir 2.1m til Basel.

Keyptir:
Varðandi kaupin þá var ég rosalega vonsvikin hvað þau tókust illa miðað við það sem ég hafði vonast til en hérna kemur sá stutti listi
Daniel Bierofka frá Leverkusen fyrir 600k.
Robinho frá Santos fyrir 7.25m.
Og var þessi listi ekki lengri en þetta og var ég vonsvikinn en ég rétt náði að krækja í Robinho nokkrum klukkustundum fyrir lokun markaðsinns.

Taktík og Uppstilling:
…………..FC………….
.AML…………………AMR.
……..MC(1)….MC(2)…….
………….DMC………….
.DL…..DC(1)….DC(2)….DR.
………….GK…………..
Liðið sem ég bjóst við að myndi standa sig best leit svona út:
Robinho(FC), Bierofka(AML), Beasley(AMR), Bommel[C](MC1), Vogel(MC2), Cocu(DMC) , Bouma(DL), Addo(DC1), Alex(DC2), Ooijer(DR) og svo
R.Van Dijk(GK)
En það var svo þetta sem stóð sig best:
Vennegoor van Hesselink(FC), Bierofka(AML), Park Ji-Sung(AMR),
J.de Jong(MC1), Bommel(MC2), Cocu(DMC) , Bouma(DL), Ooijer[C](DC1), Alex(DC2), C.Féher(DR) og svo Gomes(GK) og svo var J.Vogel rosalega góður varamaður fyrir miðjuna en þá er komið að Hollensku Úrvalsdeildinni.

Deildin:
Í deildinni gekk mér mjög vel og fór taplaust í gegnum hana með aðeins 3 jafntefli og var ég sáttur þó Hollenska deildin sé ekki erfið ef maður er með PSV, Ajax eða annað topplið en það versta var að ég fékk ekki neina almennilega samkeppni frá öðrum liðum en Ajax og óvænt RKC og var ekki skemmtanagildið í hæsta en samt sáttur og svo var staðan svona í lok deildarinnar:
Pos|Team|Pld|Won|Drn|Lst|For|Ag|G.D.|Pts
1st|PSV.|34.|31.|3..|0..|98.|14|+84.|96
2nd|Ajax|34.|23.|3..|8..|77.|44|+33.|72
3rd|RKC.|34.|22.|4..|8..|60.|36|+24.|70
En það var De Graafschap sem féll niður um deild en Twente og Den Haag björguðu sér og þá er komið að Bikarkeppninni.

Bikarkeppnin:
Ætla fara stutt í hana og byrja á Áttaliða úrlitunum en þar mætti ég Cambuur og komu þeir mér á óvart með því að komast yfir úr vítaspyrnu en Ooijer var rekinn af leikvelli fyrir það brot á 10min og héldu þeir því forskot og hélt að ég þarna myndi ég vera að fara tapa mínum fyrsta hollenska deildar og bikarleik. Svo á 76min setti ég inn Majoros sem skoraði svo úr vel tekinni hornspyrnu frá Bommel á 80 min en Majoros var ekki búinn og þakkaði fyrir sig með því að leggja boltann fyrir Bommel á 88min en Bommel nýtti sér það mjög vel og skaut mig í undanúrslitin með frábæru skot af 30 metra færi.
Í undanúrslitinum mætti ég svo NAC Breda og rústaði ég þeim 5-0 en það voru Bouma, Majoros, Afellay , Bierofka og Alex(vítaspyrna) sem skoruðu mörkin fyrir mig.
Þá er komið að úrslitunum þar sem ég mætti erkifjöndunum frá Amsterdam, Ajax.
Leikur var erfiðari en úrslit gefa til kynna en ég vann 3-0 en get bara þakkað Gomes fyrir það þar sem hann stóð sig með miklum sóma og var að lokum valinn maður leiksins með 9 í einkunn en það var Bommel og Robinho sem skoruðu hvor sitt markið en Maxwell skoraði svo sjálfsmark. Þar með var ég orðinn Hollenskur Bikarmeistari en ég var mjög sáttur með þessa keppni þar sem leikirnir komu oft á óvart en ég stillti oftast upp varaliðinu en fleygði inn lykilleikmönnum þegar leið á keppnina .Þá er bara Meistaradeildin eftir

Meistaradeildin:
Þar sem PSV náði ekki að tryggja sér beina leið í Meistaradeildina þurfti ég að fara í umspil og þar mætti ég Trabzonspor frá Tyrklandi.
Fyrri leikur fór fram í Tyrklandi og unnu þeir mig 1-0 með marki frá Tekke Fatih og góðri varnarvinnu og voru úrslit sanngjörn miðað við frammistöðu minna leikmanna.
Eftir ósigurinn lækkaði mórallinn og var ég kvíðinn fyrir seinni leiknum en á milli leikjanna átti ég leik við Feyenoord og vann þá 1-0 og eftir það var mórallinn orðinn góður og var ég þá bjartsýnni fyrir seinni leiknum. Seinna leikur fór svo fram í Eindhoven þar leikmennirnir bættu upp fyrir leikinn með 5-0 sigri og þar með komst ég í riðlakeppnina og lenti ég í riðli með Monaco , Bayern og Barcelona.
Mér gekk vel í riðlunum en tapaði reyndar báðum leikjum á móti Barce en bætti það upp með tveimur sigrum á móti Monaco og svo einum sigri á móti og þá er komið að síðustu umferð riðlakeppninnar, í okkar riðli mættum við Bayern á útivelli og Monaco fór til Barcelona staðan í riðlinum var svona:
-Barcelona 9 stig
-PSV 9 stig
-Bayern 7stig
-Monaco 4stig
Ég vissi að ég þurfti stig eða sigur í þýskalandi til að komast áfram útaf ég hafði enga trú á Monaco myndi vinna Barcelona á útivelli.
Bayern leikurinn:
Það var flautað til leiks leikur var frekar jafn þar til á 19min þá tók Ballack boltann af de Jong og sendi hann á Makaay sem stakk vörnina af og skoraði 1-0 og héldu þeir forskotinu út allan fyrri hálfleik. Í hálfleik setti ég Vogel inn fyrir Cocu sem meiddist léttilega og Alex inn fyrir Addo sem var búinn að skíta uppá bak. 48min tókst Bierofka að sóla sig upp allan völlinn og skorar framhjá Mustermann/Kahn á 4 min 1-1 en þá meiðist Vennegoor of Hesselink en hann var með betri leikmönnum tímabilsins og hæsti markaskorarinn minn og neyddist ég til að setja Robinho inná en hann var búinn að vera arfaslakur allt tímabilið með aðeins 5 mörk í 16 leikjum og þar af engin í Meistaradeildinni og þar með var ég búinn með allar skiptingar. Á 52min nær Robinho að stela boltanum af varnarmanni og skora á 52min 1-2. Aðeins 2min seinna dæmir Phil Dowd dómari vítaspyrnu á mig og skorar Ballack af miklu öryggi 2-2. 2 min seinna skorar Robinho eftir góða sendingu frá de Jong 2-3. Á 68min jafnar svo Ballack metin 3-3 eftir mark Ballack sækja bæði lið og fengum við bæði dauðafæri en klúðruðum en svo á 81min kemur Makaay og skorar af 35 metri færi með banana skoti 4-3 og leit allt út fyrir að ég væri að detta útúr keppni en þá bjargar maður leiksins mér og skorar þrennuna sína í uppbóta tíma með ‘chip’ af 40 metra færi 4-4 og komst ég áfram þökk sé snilldar fótbolta frá Robinho þótt þetta var það eina ‘góða’ sem hann gerði á tímabilinu.

Þá er komið að fyrstu umferð útsláttar keppninnar en þar mætti ég Roma og var fyrsti leikurinn á heima velli en vann ég hann 4-1 með 2 mörkum frá Hesselink, einu frá Bommel úr vítaspyrnu og einu frá Alex en De Rossi skoraði fyrir þá.
Svo var komið að seinni leiknum og gat hann ekki hafa byrjað betur og skoraði Hesselink á 1min en Cassano var ekki lengi að jafna og skoraði á 13min og var þá staðan 1-1 en í báðum leikjum samanlagt 5-2 fyrir mér og var staðan svona þar til á 84min þegar Cassano fór ham og skoraði og var svo ekki lengi að leggja upp annað mark en það var Mido sem skoraði þá og það á 90min og var samanlagt staðan þá 5-4 en Cassano hætti ekki og skoraði þrennuna sína 20 sek áður en uppbóta tíminn rann út og þar með var staðan 5-5 og bæði lið með eitt mark á útivelli þannig að það þurfti að framlengja og var ég orðinn kvíðinn miðað við hvað Cassano hafði tekist að snúa leiknum og rimmunni algjörlega við á 10min en til að reyna tryggja að hann myndi ekki ná að fylgja eftir snilld sinni þá setti ég Vogel á hann og það nægði. Á 108min tókst Alex svo að skora úr hornspyrnu og náði ég að halda því forskoti út framlenginguna en Cassano var valinn maður leiksins en það nægði ekki og ég kominn áfram.
En næst mætti ég Celtic en ég tók þá léttilega og vann þá samanlagt 6-2 og komst áfram í undanúrslitin og ég bjóst alls ekki við því í byrjun tímabilsins að ég myndi komast svona langt og á tímabili var ég tilbúinn að sætta mig við að detta út í riðlunum. Þá var dregið á móti hvaða liði ég myndi keppa og það voru engir aðrir en gulldrengirnir í Barcelona sem ég myndi mæta í undanúrslitum og var ég kvíðinn þar sem þeir rúlluðu með upp með tveimur 3-0 sigrum í riðlunum.
En leikirnir á móti Barce voru ekki eins erfiðir og ég bjóst við og vann ég þá samanlagt 5-2 og ég með því kominn í úrslitaleikinn á móti Arsenal í Tyrklandi og fannst mér það skemmtilega staðreynd að ég myndi enda keppnina í sama landi og ég hóf hana.
Úrslitaleikurinn:
Hann var jafn og góður en mér tókst að komast yfir með góðu marki frá Hesselink á 4min en Arsenal var ekki lengi að jafna en aðeins 2min síðar skoraði Henry en ég vann svo leikinn með vítaspyrnu frá Bommel á 61min og náði ég að halda því út og ég þar með orðinn Evrópumeistari. Aðdáðendur og Stjórn PSV voru einkum ánægðir með mig þar sem ég náði að tryggja þeim þrennu og fyrsta Meistaradeildarbikar síðan 1988 ef ég man rétt en með þessum sigri komst ég í Frægðarhöllina frægu og sit þar í sjöunda sæti með 116 stig og þar með þessari grein minni um PSV tímabilið lokið og verð að segja að ég er ánægður með árangurinn og vonandi tekst mér að endurtaka leikinn á næsta tímabili og kannski kem ég með grein um það tímabil ef fólk hefur áhuga.
Lene Nystrom