Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur fimmta greinin í röðinni:
Esteban Cambiasso
Argentínskur miðjumaður sem spilar með Real madrid á Spáni. Hreint út sagt órtúlegur! Þegar maður byrjar nýtt save er Independiente í Argentínu með hann að láni frá Real. Í einu save-inu mínu er hann með, í byrjun fjórða tímanbils, fimmtán tölur sem eru 18, 19 eða 20 (þar af ellefu slíkar). Hann var runner-up í valinu á 2002/03 FIFA world player of the year. Ég hefði getað fengið hann á frítt frá Real leiktíðina áður (2001/02) þar sem hann var ekki að fá mikið að spila hjá þeim. En ég því miður asnaðist til að taka hann ekki vegna þess að ég var þegar með Patrick Viera í DMC stöðunni og Cambiasso heimtaði full mikið miðað hvað ég hélt að ég myndi nota hann (sem sagt sem varamann). Fékk í staðin Claude Makelele sem varaskeifu fyrir Viera. Svo ári seinna var hinn ungi og bráðefnilegi Esteban Cambiasso orðinn einn besti leikmaður save-sins. Ég var/er að sjálfsögðu ekki nógu sáttur með þetta því hefði ég vitað að hann yrði svona svakalega góður hefðu peningar ekki verið fyrirstaða. Hann skrifaði svo undir langtíma samning við Real madrid til ársins 2007 svo að ef að ég á eftir að vilja fá hann, t.d. ef ég sel Viera, mun ég þurfa að reiða fram væna summu til að geta fengið hann. “Hinir fávísu læra af eigin mistökum en hinir vísu af mistökum annara” eins og málshátturinn segir. Svo nú er bara um að gera fyrir ykkur hina íslensku Champarana að fara eftir þessu og læra af mínum mistökum og ALLTAF að fá Esteban nokkurn Cambiasso til ykkar ef þið getið, ég tala nú ekki um ef þið fáið hann á frítt. Það er líka eitt sem er svolítið hentugt við hann og það er að hann er leftari (DMC L/C). Það getur verið ansi erfitt að finna ungann leftara til að nota sem DM L í t.d. 5-3-2 kerfi eða einhverju álíka. En eins og ég segi er hann brilliant leikmaður sem héðan í frá er stranglega bannað að láta framhjá sér fara!