Mér datt í hug að gera 100 greinar um hina ýmsustu leikmenn í champ sem allir eiga það sameiginlegt að vera frábærir.
Hér kemur fjórða greinin í röðinni:
Johann Öberg:
Án nokkurs vafa besti markvörður leiksins, ásamt Gianluigi Buffon. Þeir tveir eru frábærir stanganna á milli.
Öberg byrjar hjá litlu sænsku liði sem heitir Storfors. Hjá því spilar einnig önnur ung skær stjarna sem heitir ????????. Hann fæst fyrir ótrúlega lítinn pening, aðeins £150k - £250k. Það þýðir þó lítið að henda honum beint í byrjunarliðið, ekki einusinni hjá Conference-deildar liði því að hann er einfaldlega of ungur og óþroskaður leikmaður. Málið er að hafa hann í varaliðinu og sjá til þess að hann fá að spila sinn skerf af varaliðsleikjum. Með þessu er hægt að fá útúr honum leikmann á heimsmælikvarða sem hvaða lið sem er væri stolt af að hafa á milli stanganna hjá sér. Það er sniðugt að byrja að nota hann sem aðalliðs markvörð um og eftir 4. tímabil (03/04-04/05). Þá er hann nítján til tuttugu ára og orðinn fínn, kominn með nokkrar tuttugur á góðum stöðum. Þegar hann er orðinn u.þ.b. 25 ára er aðeins einn annar markvörður sem gæti mögulega verið jafngóður og Johann Öberg og það er, eins og ég sagði hér ofar, Gianluigi Buffon. En ef við berum saman verðin á þeim tveimur hefur Öberg heldur betur vinninginn. Hann kostar samtals minna en maður væri að borga Buffon í sign-on fee. Eins og þið kannski hafið fengið á tilfinninguna að þá hef ég gríðarlegt álit á þessum dreng (það fá ekki allir að vera jafngóðir og Buffon hjá mér =) og ég reyni eftir fremsta megni að kaupa hann eins fljótt og ég mögulega get og ég mæli eindregið með að þið gerið það líka!