Ég ætla að segja ykkur frá fyrsta tímabilinum mínum með Bayern Munchen í FM 2006.

Keyptir:
Vincent Kompany 8,5 mill
Anthony Vanden Borre 1,5 mill
Kasper Schmeichel 475 k


Seldir:
Enginn

Fyrir tímabilið voru teknir nokkrir æfingarleikir og þeir unnust allir létt…

Síðan rétt frir tímabilið þá var tekið þátt í German League cup. Þar vann ég Schalke í undanúrslitum en Werder Bremen 3-1 í úrslitum

Deildin byrjaði ekki vel…í fyrstu 6 leikjunum þá komu 3 jafnteflisleikir, 1 tapleikur og 2 stigar og liðið var í 16 sæti með 9 stig..! En þá byrjuðu leikmennirnir að ganga vel, liðið var komið í fyrsta sæti 5 umferðum síðar en það hélst alla leið til loka og liðið vann deildina með miklum yfirburðum en næstir voru Dortmund 14 stigum eftir Bayern.

Bikarinn: Þegar það var keppt í bikarnum þá kepptum við alla leikina nema einn gegn góðu liði. M.a einn leikur fór 8-0 og Pizzaro skoraði 6 markanna. En í undanúrslitum þá var keppt við Dortmund og var búist við erfiðum leik, en eftir 20 mín þá var staðan orðinn 3-0 og Makaay,Pizzaro og Ballack allir búnir að skora og Christian Worns búinn að fá rauða spjaldið, leikurinn fór svona og þá var liðið komið í úrsltinn. Þar var keppt við Rostoc sem leikur í 2.deild, en liðið endaði í 4.sæti og komst ekki upp um deild. En í úrslitaleiknum þá komu Rostockarmenn sterkir til leiks en það dugaði ekki því að Bayern vann þennan leik 3-1.



Meistaradeild Evrópu:
Ég lenti í riðli með Lille,Club Brugge og Chelsea. Fyrsti leikurinn vannst auðveldlega gegn Lille 5-0, gegn Club Brugge þá fór staðan 5-1 fyrir mér en þeir náðu að minka muninn á 94 mín. Síðan var kominn að stórleik riðilins. Bayern Munchen vs Chelsea. Dómarinn var frekar slakur og var frekar að einbeita sér að gefa spjöld en dæma leikinn almennilega, Þegar hálfleikur var búinn þá var staðan 0-0 og Lassana Diarra,Frank Lampard og Lucio allir komnir með rautt og auk þess voru 5 aðrir leikmenn komnir með gult spjald! En í seinni hálfleik hætti dómarinn að gefa spjöld og mitt lið miklu betra og átti 31 skot meðan Chelsea 9 og leikurinn fór 1-0 en leikurinn hefði getað farið 10-0 ef Cech hefði ekki varið svona mikið! Síðan var aftur keppt við Lille og vannst örrugur sigur 3-0, en síðan gegn Club Brugge þá var sent “varaliðið” í leikinn og tapaðist sá leikur 2-1, en síðan í seinni leiknum gegn Chelsea þá fór staðan 3-2 fyrir Chelsea…Og þetta endaði með að Chelsea vann riðilinn en Bayern var í 2.sæti

16-liðaúrslit:
Í 16 liðaúrslitum þá drógumst við gegn Barcelona!Á heimavelli. Eftir 5 mín skoraði Makaay og kom Bayern yfir en 10 mín seinna skoraði Ronaldinho 2 mörk í röð. Og síðan rétt eftir hálfleikinn skoraði Deco mark fyrir þá. Það var ekki fyrr en á 95 mín sem Pizzaro skoraði og staðan fór 3-2.
En Seinni leikurinn var þúsund sinnum meira spennandi! Á 10mín kom Ronaldinho þeim yfir og staðan orðinn 4-2. En á 21 mín og 22 mín þá skoraði Ballack og staðan orðinn samtals 4-4. Síðan gerðist ekki fyrr en á 70 mín þegar Makaay skoraði og kom bayernum í 4-5!! En á 80 mín skoraði Puyol fyrir Barcelona! Staðan samtals 5-5. Mínutu seinna eða á 81 mín skoraði Makaay, en 1 min seinna jafnaði Barcelona aftur í 6-6! Síðan á 88 mín skoraði Ballack mark og kom Bayern yfir í 7-6 samtals, og 6 mín voru bættar við!!! Þá fóru Barcelona í stanslaus sókn en á 95 mín skoraði Ballack aftur og staðan orðinn samtals 8-6 og þar með sat!

8-liðaúrslit
Í 8 liðaúrslitum lentum við gegn REAL MADIRD!
Leikurinn byrjaði vel þegar Ismael skoraði strax í byrjun en Raul skoraði nokkrum mín seinna og þannig fóru leikar, en í seinni leiknum gerðist ekki mikið fyrr en á 74 mín, Ballack skoraði og staðan orðin samtals 2-1 og þannig fóru leikar og Við komnir í undanúrslit!

Undanúrslitun
Inter Milan,AC Milan,Bayern og Chelsea voru komnir í undanúrslit…Og liðin drógust svona:
Bayern Munchen - Chelsea
Inter - Ac Milan…

Í þessum leik voru bæði liðin jafn mikið með boltan! Á 35 mín skoraði Schweinsteiger en nokkrum mínutum seinna skoraði Crespo. Og þar með sat. En í seinni leiknum var skorað eitt mark og það mark skoraði Lucio og Bayern komnir í úrslit gegn AC MILAN!!!!

Úrslitaleikurinn
Eftir hvernig hinir leikirnir í meistaradeildinni voru þá bjóst ég við erfiðum leik, en það var bara eins og Ac milan voru bara eins og Köln því við unnum þá 3-0 frá mörkum frá Makaay,Ballack og Santa Cruz.!

Smá tölfræði:
Besti maður: Bastian Schweinsteiger
Markahæðstur:Pizzaro
Flest lög upp mörk:Pizzaro
“Mest fram úr væntingum”:Demichelis!

Mér nátturlega boðin nýr samningur og eftir HM þá buðu Portugal mér samning og ég tók honum….

Oftast byrjunarlið:

Kahn - GK
Lahm - DL
Kompany - DC
Ismael - DC
Sagnol - DR
Schweinsteiger - ML
Kamiri - MR
Ballack - MC (hleyptur framm)
Demichelis - MC (helpur til baka)
Pizzaro - FC
Makaay - FC

Notaði tactikið 4-4-2 free