Sælir Hugarar!
Mig langar til að segja ykkur frá árangri mínum með Barcelona tímabilin 03/04, 04/04 og 05/06(er CM03/04 en, er að fikra mig áfram í FM05)


Tímabilið byrjaði þannig að stjórnin vildi að ég næði evrópu sæti í lok leiktíðar og lét hún mig fá 33m til þess að kaupa leikmenn. Mér fannst hópurinn hinnsvegar vera nógu sterkur þannig að ég ákvað að kaupa enga.

Ég stillti upp 3-4-3 skipulagi og var það stillt upp:
Mark - Recbe Rustu
Vörn - Fernando Navarro, Carls Puyol, Patrik Anderson
Miðja - Luis Enrique/Ricardo Quaresma(right), Marc Overmars(left), Ronaldinho, Xavi/Gerard.
Sókn - Javier Saviola, Patrick Kluiver

Eitthvað voru menn slappir þetta fyrsta tímabil á Nou Camp og byrjaði ég deildina herfilega með 3 tapleikjum og svo 2 jafnteflum. Ég datt út í fyrstu umferð UEFA Cup á móti Lokomotic Moscow og virtist ekkert ætla að ganga upp hjá mér þessa dagana og var ég tveim sætum fyrir ofan fallsæti þegar deildin var hálfnuð.
En jæja, eitthvað small samann þegar seinni partur tímabilsins byrjaði og hver sigurinn af öðrum kom og ég bókstaflega hljóp upp töfluna, búinn að missa af titlinum í hendur R.Madrid manna.
Ég komst í undanúrslit spænska bikarsins en tapaði þar á móti Málaga 3-1 samanlagt en, ég náði 3.sæti í deildini með Sevilla og R.Madrid fyrir ofan mig.
stjórnin var þokkalega ánægð með mig en vildi fá meira.
þess má geta að Patrick Kluiver var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum.

Þá var komið að næsta tímabili og gerði ég ýmsar breytingar á liði mínu.
þeir sem seldir voru:
Luis Enrique - Free
Phillip Cocu - Free
Haruna Babangida - 875k til Real Sociedad
Recbe Rustu - 3m til Real Siciedad

keypti ég nokkra leikmenn í þeirri von um að eitthvað mundi breytast.
Þeir voru:
Jermain Defoe - 12m frá West Ham
Matthew Etherington - 4m frá West Ham
Jóhannes Karl Guðjónsonn - 10m frá Betis
Mark Bresciano - 14,5m frá Parma
Guayre - 1,4m frá Villareal
Daniel Jarque - 5m frá Espanyol
Jan Ostemobor - 130k frá L'Pool
Jamie Carragher - 9,5m frá L'Pool
Lee bowyer - 2m frá Newcastle
Samtals keypt fyrir 59m.

þá var komið að því að stilla upp liði og notaði ég 4-4-2 taktík þetta leiktímabil.
Mark - Victor Valdés
Vörn - Carragher(right), Navarro(left), Puyol, Jarque
Miðja - Quaresma/bresciano(right), Overmars/Etherington(left), Ronaldinho, Luis Garcia/Xavi/Gerard/Jóhannes
Sókn - Saviola, Kluivert(Guyare sló í gegn og þurfti að berjast við Saviola)

Þá byrjaði leiktíðinn og fyrsti leikur var gegn Basel um keppnisrétt í meistaradeildini og slá ég þá út 3-1 samanlagt.
Ég byrjaði leiktíðina með krafti og tók 7 leiki án taps og vann þar á meðal Valencia og Sevilla 5-1. Mætti ég svo sterku liði Betis og tapaði ég 0-1 þar sem Carlos Tevez var á ferð fyrir Betis.
Ég lenti í riðli með Wisla, Inter og Olympiakos í meistaradeildini og vann ég alla leiki þar og mætti svo R.Madrid í 16liða úrslitum. Ég var ekkert að stoppa og vann R.Madrid 2-1 samanlagt. Shaktar voru næstir til að mæta mér og voru þeir ekki mikil hindrum og vann ég þá 5-1 samanlagt og kominn í undanúrslitin. Þar mætti ég Man.Utd og var það erfiður leikur og var ég niðurlægður 7-1 samanlagt af þeim, já takk fyrir góðan daginn.
Spænski bikarinn gékk ekki vel og var ég óvænt sleginn út af Algeciras í fyrstu umferð og var þá sögu minni lokið þar þetta árið.
Í deildini barðist ég eins og ljón um að vinna titilinn en gékk frekar illa þegar lítið var eftir og lennti ég í 3.sæti og voru það Betis sem tóku titilinn og R.Madrid í 2.sætið.
Stjórnin ánægð en vildi fá titilinn heim næsta ár.
Annað árið í röð var Patrick Kluivert valinn leikmaður ársins af stuðningmönnum auk þess að vera markahæstur í deildinni.

Jæja 3. tímabilið að hefjast og nú mátti ekkert klikka og var byrjað á markaðinum.
Seldir voru:
Gerard - Free til Valencia
Jermain Defoe - 5,5m til Sevilla þar sem hann hafði ekki sýnt getu til að berjast um sæti í byrjunarliði.

keyptir voru:
José Antonio Reyes - 11,5m frá Sevilla
Chris Kirkland - 3,6m fra L'pool

Juan Román Riquelme kom loks úr láni og þóttist ég vera með þokkalega sterkt lið þetta tímabíl.
Notuð var sama 4-4-2 taktík og liðið sett upp svona:
Mark - Chris Kirkland
Vörn - Carragher(right), Navarro(left), Puyol, Jargue
Miðja - Quaresma(right), Etherington(left), Ronaldinho og Riquelme
Sókn - Saviola, Kluivert(Saviola þurfti að berjast mikið við Reyes)

Ég byrjaði tímabilið á því að slá FC Copenhagen út 2-1 samanlagt og ég kominn inn í meistaradeildina þar sem ég lennti í riðli með Rangers, HJK og Milan. Nú það fór ekki betur en að ég vann alla leikina í riðlinum og kominn í 16liða úrslit þar sem ég mætti Dinamo Kiev og sló þá út 4-2 samanlagt. í 8liða úrslitum mætti ég Newcastle og var ég nokkið viss um að komast í gegnum það en enskir neita að hleypa mér áfram og ég tapa 2-1 samanlagt.
Byrjuninn í deildini var ekkert til að hropa húrra fyrir en ég náði 1.sæti um mitt tímabil.
Spænski bikarinn gékk vel og eftir að hafa slegið út Albacete og Levante var ég kominn í úrslit þar sem ég mætti R.Madrid. Sá leikur var furðu auðveldur og vann ég Madridinga 2-0 með mörkum frá Reyes og Saviola, þess má geta að R.Madrid átti aðeins eitt skot á Vel varið mark Chris Kirkland's.
Eftir að ég náði 1.sæti í deildini var fátt sem gat stoppaði mig, ég hélt mínu striki og sæti þar til leiktíðinni var loki og tók titilinn og kom honum til Nou Camp í fyrsta skipti síðan 1992 og voru börsungar himinlifandi, sérstaklega þar sem ég vann tvöfallt þetta árið. R.Madrid og Racing Santander fylgdu á eftir í 2. og 3. sæti.

maður ársins að vali stuðningsmanna, 3.árið í röð, Patrick Kluivert.


Ég þakka fyrir mig og kem kannski með fleiri tímabil síðar ef vel er tekið í þetta og mun þá kannski gefa mér betri tíma í að skrifa það svo það verði ekki svona subbulegt ;