Sælt veri fólkið. Biðst ég innilegrar afsökunar á því hve langt síðan almennileg manager saga frá mér hefur komið. En nú hef ég verið að spila aðeins FM-inn og að þessu sinni valdi ég lið Real Madrid. Verð ég að segja að það er dálítið aulalegt að velja svo sterkt lið, en ákvað ég þó að skella mér á það.

Í liðinu var heill hellingur af ,,stjörnum''.
Má þar nefna Iker Casillas, Roberto Carlos, Michel Salgado, Ivan Helguera, David Beckham, Raúl, Ronaldo, Luis Figo, og margir fleiri. Ákvað ég í byrjun móts að kaupa mér nokkra leikmenn sem viðbót við þetta lið.

Keypti ég Lebohang Mokoena frá Orlando Pirates á 3,2 milljónir punda.
Er hann framherji og mæli ég með honum sem framtíðarkaup.

Síðan var röðin komin að Frank Lampard frá Chelsea. Kostaði hann mig heilar 21,5 miljónir punda enn þó verð ég að segja að hann fór að standa sig prýðilega þegar fór að draga á leiktíðina.

Síðan byrjaði leiktíðin og mínir menn sýndust vera tilbúnir að vinna titla eða svo virtist í fyrstu. En eftir 3 tapleiki í röð var útlitið svart enda ekki eðlilegt fyrir lið á borð við Real Madrid að tapa svona oft í röð. Fór ég að laga taktíska spilið mitt og virtist sem
3-4-3 væri rétta leikaðferðin. Fórum við þá að vinna leiki og fór þetta að líta allt miklu betur út. En eftir að hafa tapað titlinum í hendur Barcelona manna þá reyndist 2.sætið niðurstaða okkar manna í spænsku deildinni. Síðan töpuðum við í Meistaradeildinni í fjögra liða úrslitum gegn sterku liði
AC Milan þá virtist útlitið svart. Framkvæmdarstjórinn hótaði að reka mig ef hlutirnir myndu ekki lagast og voru það slæmar fréttir fyrir mig og liðið.

Það sem bjargaði mér hins vegar var það að ég vann spænska bikarinn með 2-1 sigri yfir Zaragoza

Var mikið fagnað enda ekki búist við titli frá liði mínu á fyrsta ári mínu sem þjálfari þarna.

Síðan eftir nokkra undirbúningsleiki, þá byrjaði 2007 leiktíðin. Opnuðust leikmannagluggarnir uppá gátt og ákvað ég að gera stórtækar breytingar á sóknarliði mínu. Seldi ég Raúl til Deportivo á 20 milljónir punda og keypti ég í staðinn Adriano á 40 millur, og Bastian Sweinsteiger á 20.

Var því liðið skipað svona:

GK: Iker Casillas

Def: Michel Salgado,Jonathan Woodgate,Ivan Helguera.

Midf: Bastian Sweinsteiger,Frank Lampard,David Beckham,Lebohang Mokoena.

Forwards: Adriano,Ronaldo,Michael Owen

Hressti þetta heldur betur uppá leik okkar manna og unnum við spænsku fyrstu deildina með þessu liði, og spænska bikarinn, en töpuðum AFTUR gegn Milan í fjögra liða úrslitum.

Framhald……….