Atletico Madrid FM - 05/06 Eftir gott tímabil með Atletico Madrid í fyrra var ég kominn með pening til að kaupa nokkra góða leikmenn til þess að geta eitthvað í meistaradeildinni. Þeir leikmenn sem ég keypti voru þessir

Dédé (Frí sala frá Dortmund)
Mark Van Bommel (Frí sala frá PSV)
Rafael Van Der Vaart (8 mil frá Ajax)
Jonathan Woodgate (7 mil frá Real Madrid)
Salva (1,5 mil frá Valencia)

Svona var byrjunarliðið mitt oftast

——Torres——Robinho—-

Vaart——Ibagaza——Jorge

———–Guarín————

Dédé—Pablo—Kompany—Borre

———–Franco————-

Sub 1. Rengsing 2. Woodgate 3. Musampa 4. Bommel 5. Salva

Spanish Cup

Spanish Cup gekk ekki vel eins og í fyrra þegar ég vann hann, en núna var ég líka frekar að einbeita mér að meistaradeildinni þannig að ég hvíldi suma leikmenn mína. Ég komst í 16 liða úrslit, þar átti ég leik við Mallorca, vannst sá leikur 3-1. Eftir þann sigur komst ég í 8 liða úrslit og voru þau á mót feikisterku liði Zaragoza. Staðan var 3-3 samanlagt í báðum leikjum, og staðan var 2-1 í báðum leikjum. Þurfti því að framlengja leiknum og síðan vítaspyrnukeppni. Voru mínir menn skelfilegir í vítunum og unnu Zaragoza menn þetta 4-2 í vítaspyrnum. Zaragoza og Real Madrid mættust í úrslitum og vann Zaragoza þá 3-1.

Spænska Deildin

Spænska deildin byrjaði frábærlega hjá mér og vann ég fyrstu 9 leikina mína í röð! Mætti ég þá liðinu Celtasem var að koma upp úr deild, og sigruðu þeir mig 2-1 í leik sem ég átti miklu fleirri færi. Eftir það bryjuðu menn mínir að tapa og gera jafntefli og vann ég aðeins einn leik eftir tapið á móti Celta en eftir það tapaði ég 3 röð. Barcelona komst þá í fyrsta sætið og ég fór í annað. En hinsvegar byrjaði ég síðan að vinna og vinna og var alveg á hælunum á Barcelona en það munaði aðeins 2 stigum. Kom þá leikur við Barcelona á þeirra heimavelli. Sá leikur fór 3-2, fyrir þeim. Náðu þeir þá meira forskoti. En síðan byrjaði ég að vinna alltog tapaði bara nokkrum leikjum á móti Valencia og Real Madrid. En í mars tók ég aftur forystuna eftir að vinna marga leiki í röð. Eftir að ég tók forystuna vann ég alla leikina sem eftir voru á tímabilinu. Svona endaði deildin

1. Atletico Madrid
2. Barcelona
3. Real Madrid
4. Zaragoza

Meistaradeildin

Ég lenti í feikisterkum riðli með Chelsea, CSKA Moscow og Anderlecht. En allt kom til alls og ég vann 5 leiki en tapaði seinasta leiknum á móti Chelsea. Ég var kominn áfram í fyrsta sæti, Chelsea annað, Moscow þriðja og Anderlecht fjórða. En í 16 liða úrslitum fékk ég liðið sem hafði unnið meistaradeildina í fyrra, Juventus. Fyrri leikurinn á heimavelli fór 0-0, en í honum átti ég mörg færi en Buffon stóð sig frábærlega. Seinni leikurinn fór 2-0 fyrir þeim og áttu þeir það skilið enda voru þeir betri í þeim leik. Sá sem vann meistaradeildina voru Juventus aftur.

Manager of year

1. Atletico Madrid (ég)
2. Zaragoza þjálfarinn
3. Barcelona þjálfarinn


Markahæstur

1. Fernando Torres - Atletico Madrid
2. Carlos Tevez - Sevilla
3. Robinho - Atletico Madrid


Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna
Fernando Torres

Þetta var mitt annað tímabil og bara takk fyrir..:)