Kvöldið góðu hugarar.
Núna áðan var ég að leggja lokahönd að update sem ég var að vinna fyrir Football Manager 2005.
Hérna koma nokkrir punktar um hvað er að finna í update-inu.
+ Update-ið tekur fyrir allt það helsta sem er búið að gerast á leikmannamarkaðnum í sumar í heiminum, reynt var að setja allt inn sem gerðist en reikna ég fastlega með því að einhver félagsskipti hafi yfirsést, íslenska deildin er þó ekki allveg fullkláruð en þó öll félagsskipti komin inn.
+ Update-ið bætir einnig inn í leikinn íslenskum fjölmiðlum, eins og Fótbolti.net og Morgunblaðið svo eitthvað sé nefnt, og skondið er að sjá þessa íslensku fjölmiðla koma í fréttum eing og “Tevez has told Fótbolti.net that move to Liverpool would te to good to be turn down”.
+ Update-ið færir af sjálfsögðu þau lið sem féllu og komust upp í sínum deildum í réttar deildir.
+ Update-ið breytir nöfnum á þeim deildum/keppnum sem ekki voru með rétt nafn í leiknum.
Þetta voru svona nokkrir punktar um hvað er að finna í þessu update-i. En þar sem ég býst við að margir eða allanvega nokkrir eru ekki vissir á því hvernig á að setja þetta upp ætla ég að koma með smá leiðbeiningar um það.
1. Download-ar update-inu hér.
2. Opnar skránna sem þú sóttir(update-ið) með WinRar, ef þú ert ekki með það nú þegar getur sótt það hér.
3. Þegar þú hefur opnað update-ið með WinRar sérðu allskonar upplýsingar um update-ið og allt sem því við kemur. Þá smelliru á ‘accept’ og því næst ‘install’ ef þú þarft ekki að breyta slóðinni þar sem update-ið á að fara.
4. Þegar uppsetningunni með WinRar er lokið lokar forritið sig sjálfkrafa og er því búið að update-a leikinn, þá er bara að opna FM og starta nýju save-i.
5. Nánari upplýsingar sést í uppsetningu á update-inu.
Allar ábendingar eru vel þegnar á jonnif[att]gmail.com
Kv. bludgeon