Nottm Forest(FM 2005) Ég vil benda á það að þetta er mín fyrsta grein og líka að ég er að nota nýjasta FM Finland Updatið.

Ég ákvað að taka við Nottingham Forest í League One. Stuðningsmenn liðsins voru alveg brjálaðir með það og vildu fá framkvæmdastjóra með meiri reynslu. Stjórnin bjóst við sigri í deildinni og stuðningsmennirnir líka. En mér var spáð eitthvað í kringum 1 til 3 sætis. Ég leit yfir hópinn og sá að ég þurfti að kaupa marga leikmenn en ég fékk 700 k fyrir leikmannakaup.
Fyrsti leikmaðurinn sem ég keypti var hinn 17 ára Billy Jones fyrir 220 k frá Crewe, en hann getur spilað sem varnarmaður og varnarsinnaður miðjumaður, vinstri,hægri og á miðju(D/DM RLC). Svo keypti ég hinn 19 ára Christian Sæther Moen frá Rosenborg fyrir 50 k en hann getur spilað sem Sóknarmaður(Striker).En næstur var Freddy Guarin fyrir 320 k. Og að lokum keypti ég Ryan Jarvis frá Norwich fyrir 350 en hann er aðeins 18 ára og getur spilað frammi í öllum stöðum(F,RLC).
Einsog þið sjáið keypti ég bara unga og efnilega menn en svo fékk ég líka nokkra að láni en þeir eru: Lassana Diarra frá Chelsea út tímabilið og borgaði ekkert fyrir þennan 19 ára varnarsinnaða miðjumann(DM,C) en er að borga honum 60 % að laununum eða 850 per week. Svo fékk ég Colin Heath frá Manchester United út tímabilið, borgaði ekki fyrir hann og er ekki að borga honum neitt í laun en hann getur aðeins spilað sem sóknarmaðu(striker).
Þarna var ég búinn að styrkja liðið nokkuð mikið en þá var komið að sölum, og þeir sem seldir voru: Sóknarmannin Gareth Taylor sem var metinn á 250 k og ég seldi hann til Stockport fyrir 300 k, og fannst þetta ágætis sala því að ég hafði eiginlega ekkert að gera við þennan leikmann.Ég notaði taktíkina 4 1 2 1 2 og aðalliðið mitt var oftast svona: (GK)Rune Pedersen sem er danskur 24 ára markmaður.(DR)John Curtis sem er enskur 25 ára varnarmaður.(DL)Gino Padula sem er 28 ára argentískur varnarmaður.(DC)Billy Jones sem er 17 ára enskur varnarmaður.(DC)Wes Morgan sem er 20 ára enskur varnarmaður.(DMC)Lassan Diarra/Freddy Guarin sem eru 19 og 18 ára frá Frakklandi og Kólumbíu en þeir eru miðjumenn .(MR)Eugen Bopp sem er 20 ára þýskur kantmaður.(ML)Kris Commons sem er 20 ára enskur kantmaður.(AMC)Ryan Jarvis sem er 18 ára enskur framherji/miðjumaður(SC)Christian Sæther Moen sem er 19 ára norskur sóknarmaður(SC)David Johnson/Colin Heath og þeir eru frá Jamaíku og Englandi, 27 ára og 20 ára sóknarmenn sem börðust um eitt framherja sæti.
En annars byrjaði deildin mjög vel og ég vann fyrstu leikina 3-0 á móti Chesterfield, 5-0 á móti Bournemouth og 2-0 á móti Doncaster. Svo gekk mér vel svona yfir allt árið eiginlega og sló út Q.P.R. í League Cup 1’st Round 3-0 og svo var ég kosinn framkvæmdarstjóri mánaðarins fyrsta mánuðinn minn.
En næsta lið í League Cup var Portsmouth og sá ég fram á mjög erfiðan leik, en ég ætlaði mér langt í þessari keppni og stillti því upp mínu sterkasta liði en á 55 mínútu skoraði Loman Lualua fyrir Portsmouth og nokkrum mínútum seinna meiddist Freddy Guarin og þetta virtist vera okkar seinasti leikur í league cup en það kveiknaði aftur von þegar Diarra sem var nýkominn inná skoraði með löngu skoti framhjá Sander Westerweld í markinu. Og svo á 85 mínútu komst Sæther einn í gegn og kláraði færið vel í hægra hornið og svo var Sæther aftur á ferðinni 5 mínútum seinna þegar hann lagði á David Johnson og hann skoraði flott mark yfir westerweld og stöngin inn. Sigurinn var okkar!, við höfðum unið hið gríðarsterka lið Portsmouth og vorum komnir áfram í League Cup og ég var mjög ánægður með það. Eftir það gekk mér bara vel í deildinni og var framkvæmdarstjóri mánaðarins aftur og vann MK Dons í LDV Dons Trophy round 1 og ég var ánægður í 1 sæti deildarinnar eftir 10 leiki með aðeins 1 tap og 2 jafntefli. Nokkrum dögum seinna meiddist Billy Jones í 5 mánuði og þá kom stórt gat á vörninna og við byrjuðum að fá á okkur fleiri mörk en gekk samt alveg ágætlega og hélt 1 sætinu með naumindum. Svo var Kris Commons kosin maður mánaðarins en hann var búinn að standa sig mjög vel á kanntinum hjá mér. Ég hélt svo áfram góðu gengi í LDV Vans Trophy með því að slá út Walsall. Christian Sæther var á þessum tíma að standa sig mjög vel og var búinn að skora í 6 leikjum í röð og var orðinn markahæstur í deildinni með 11 mörk en nú var komið að Birmingham City í league cup en það var hörkuspenndandi leikur og ég ætla að segja frá honum: leikurinn byrjaði furðulega með því að Scott Dobie skoraði á 3 mínútu og á 9 mínútu var Mathew Upson rekinn útaf hjá Birmingham, en ég var 1-0 yfir í hálfleik og ánægður með það. En ákvað nú samt að láta Sæther Moen inná fyrir Scott Dobie en hann var orðinn mjög þreyttur. En seinni hálfleikurinn byrjaði ekki eins vel og sá fyrri en Birmingham fengu vítaspyrnu eftir að Guarin hafði brotið á Pandiani inní teig, Clinton Morrison skoraði framhjá Rune Pedersen í markinu og staðan var orðinn jöfn. En svo var það John Curtis sem skoraði flott skallamark eftir hornspyrnu á 83 mínútu og þannig endaði leikurinn og Nottm Forest greinilega í toppformi komið áfram í league cup!
En eftir þennan leik byrjaði ég að tapa, fyrst á móti Rotherham, svo Yeovil en náði samt að slá út Wigan 4-0 í LDV Vans Trophy en þar var Colin Heath með öll 4 mörkin! Á þessum tíma var ég búinn að vinna Chesterfield og Oxford í FA Cup og var enn í fyrsta sæti í deildinni. Og svo var ég kominn í 4 liða úrslit í LDV Vans Trophy með sigri á Notts Co.
Vann ég svo Torquay í 8 liða úrslitum league cup og næst átti ég að mæta hinu gríðarsterka liði Liverpool. En sem betur fer stilltu þeir upp varaliði sínu í og 1-0 sigur með sjálfsmarki frá Karl Noon var staðreynd. Mér leið betur nú að ég gat farið með forystu í seinni leikinn, en ég ætlaði mér svo sannarlega sigur í þessari keppni. Svo var ég dreginn á móti West Brom í FA Cup aðeins 2 dögum fyrir seinni Liverpool leikinn þannig að ég gat ekki stillt um neitt mjög sterku liði. En fyrir þessa leiki keppti ég 8 deildarleiki, vann 6 og tapaði 2. En nú blasti árið 2005 við og við í efsta sæti á nýju ári og ekki dottnir útúr neinum keppnum og allt var að ganga bara vel. Ég fagnaði nýju ári með mínum stærsta sigri á þessu tímabili eða 7-0 á móti vængbrotnu liði Southend sem voru í seinasta sæti. Colin Heath var nú búinn að standa sig frábærlega og var leikmaður mánaðarins og kominn í efsta sæti yfir markaskorun með 19 mörk. En á þessum tíma skoraði Ross Gardner sitt seinasta mark og spilaði sinn seinasta leik er ég seldi hann til Betis fyrir 950 k og fannst það mjög góður díll því að þessi leikmaður var alls ekki með góðar tölur. Svo vann ég West Brom 2-0 í FA Cup en Sæther skoraði bæði mörkin. En nú var komið að seinni leiknum á móti Liverpool og var ég spenntur er ég kom inní leikinn með 1 marks forystu. Leikurinn byrjaði með stangarskoti frá Darren Potter leikmanni Liverpool,en svo átti Colin Heath frábært skot fyrir utan teig og Kirkland missti boltann inn. En svo létu þeir Peter Crouch inná og hann skoraði eftir aðeins 13 mínútur, staðan orðin jöfn en 2-1 samtals fyrir okkur. Endaði leikurinn svo með því að Harry Kewell braut á Johnson inní teig og við fengum víti og Kewell sitt annað gula spjald og því rautt, en Kirkland varði vítið glæsilega frá Ryan Jarvis. En semsagt Nottm Forest komnir í úrslit í League Cup á móti Manchester City sem hafði unnið Bolton í 4 liða úrslitum. Þetta átti eftir að vera erfiður leikur en ég var bjartsýnn á sigur.

Kemur kannski framhald seinna…..
(\_/)