Ég er einn af þeim sem spila Champ. mikið og finnst mér skrítið hvað það er létt að kaupa leikmenn ef maður á pening. Ég hef spilað með Arsenal eða Leeds og unnið allt sem hægt er að vinna. Maður byrjar á því að kaupa Palermo og spilar 4-3-3 þá skorar maður fullt af mörkum og endar á því að vinna allt. Ég hef keypt Ronaldo, Edgar Davids, Rivaldo, Owen, Figo og Zidane en hverjar eru líkurnar á því í real. Með svona leikmenn er nátturulega ekki hægt annað en að vinna. Það væri gaman ef maður gæti nú ekki keypt neitt að ráði og þyrfti að treysta á unga leikmenn. Mér finnst mjög skemmtilegt að byrja með neðri deildarlið og koma því upp. Það er eitthvað sem reynir á.
MR. Prez