Betis er mjög vinsælt lið sé ég.

Ég tók við Betis í efstu deild á Spáni í þeirri von um að tryggja mér sæti í undankeppni meistaradeildinni.

Ég sá fyrst að það þurfti að styrkja sóknina á liðinu með góðum framherja og Hernan Crespo varð fyrir valinu. Ég fékk einnig til liðsins efnilega leikmenn sem spiluðu með B-liðinu.

Kaup:
Sergio Agüero - Independiente - 200k
Giovanni dos Santos - Barcelona - 425k
Hernan Crespo - Chelsea - 4.8mill
Zander Diamond - Aberdeen - 220k
Lebohang Mokoena - Orlando Pirates - 180k
Kenneth Stenild - AaB - 14k

Alls: 6.5mill punda

Ég náði ekki að selja neina fyrsta tímabilið.

Eftir æfingarferð í Belgíu tók við Spænska deildin og Spanish Cup og það var það eina sem ég þurfti að einbeita mér að vegna þess að við vorum ekki í neinni alþjóðlegri keppni. Fyrsti leikurinn á móti Getafete endaði með þægilegum 4-1 sigri. Í Spanish Cup datt ég út í þriðju umferð á móti Levante.
Þegar á leið voru þrjú lið sem stóðu upp úr í deildinni og voru það Real Madrid, Barcelona og að sjálfsögðu við í Betis. Deildin endaði þannig að Barcelona urðu slakir í endan og hægðu á sér og Real Madrid unnu og unnu á meðan ég reyndi að halda í þá, lokastaða :

Real Madrid 90
Betis 85
Barcelona 79

Crespo spilaði einn frammi og var targetman og skoraði 23 mörk, gerði 9 stoðsendingar og varð MoM 9 sinnum í 38(2) leikjum með 7.57 í aðaleinkunn. Hann var einnig valinn Fans player of the year.

Taktíkin hljómaði svona:


————- Crespo —————
——-Benjamin-Capi-Joaquin——–
————————————
————Arzi—-Assuncaó——–
—–D.Rivaz–Juanito-Lembo–Varela-
————–A. Prats————–

Þessi taktík er sjálfkrafa inni í leiknum sem 4-2-3-1 Attacking.

Stjórnin varð hæstaánægð með árangur liðsins og ég er byrjaður á öðru tímabili og er staddur í öðru sæti eftir 5 leiki. Markmið mitt er að ná fyrsta sæti og komast í úrslit Meistaradeildarinnar :D

Taktíkin hefur breyst og nýjir leikmenn bíta gras, en ef viljinn er fyrir hendi fáið þið að vita hverjir það eru og hvernig annað tímabilið fór í framhaldsgrein.

Takk fyri