Nú er komið að samkeppni um borða til að setja efst á áhugamálið.
Leggið nú virkilega á ykkur og sendið inn vandaðan banner.
Ekki má binda hausinn við einn leik líkt og gert er hér að ofan heldur skal vinna hann út frá þemanu Manager en tímalaust þó.

Borðinn á að vera 245*54 pixlar.

Skilafrestur er til 22. ágúst og eftir það verður kosið hér á áhugamálinu um hver hlýtur heiðurinn á að hafa borðann sinn hér efst á áhugamálinu.

Borðar sendist á bitill@gmail.com með í efnislínunni: “Borðasamkeppni - (Notendanafnið þitt á huga)”, eins og þeir skörpustu hafa gert sér grein fyrir þá skiptið þið (Notendanafnið þitt á huga) út fyrir notendanafnið sem þið notið.
Ég myndi til að mynda hafa titilinn Borðasamkeppni - Cablegram.

Sníðið nú fallegan haus á áhugamálið og núverandi litaþema á síðunni gæti e.t.v. verið breytt ef það myndi tóna betur við nýja borðann.

Þið þurfið EKKI að setja græna kassann eða það sem er fyrir neðan svarta strikið inn á borðann ykkar, eingöngu myndina sjálfa.

Kv. Cablegram, Jessalyn, Bludgeon
http://www.hugi.is/headers/manager.gif