Þjálfarinn Þrautseigi (Sagnakeppni) Hluti 2 Eftir frækinn sigur á Real Madrid ákvað Sigurjón og hans menn að fara á næsta pöbb og djamma fram eftir nóttu,enda ekki á hverjum degi sem sigur næst gegn jafn sterku liði og Madrid. Mátti sjá á strákunum að þeir voru alsælir með sigurinn og voru menn farnir að fá sér í glas. Eftir miðnætti var liðinu síðan smalað saman og fóru þeir allir heim til sín til að fá hvíld,enda tveir dagar í næsta leik gegn sterku liði Sevilla.


Næsta morgun komu strákarnir ansi þreyttir á æfingu og sá Sigurjón að þeir voru allir ansi þunnir. Var því brugðið á það ráð að skella nokkrum verkjatöflum í þá og viti menn,það sást strax árangur. Var tekin létt æfing vegna þess að Sigurjón vildi ekki ofreyna menn sína fyrir næsta leik. Fóru síðan strákarnir heim aftur eftir tveggja tíma æfingu,sem stóð frá 8:30-10:30. Tilkynnti þó Sigurjón þeim að það yrði æfing klukkan 20:00 sama dag. Eftir það fór hver maður sína leið og lagðist Sigurjón strax yfir blaðalestur. Eftir gaumgæfilegan fór hann í fartölvu sína og skoðaði hvernig markaðurinn var í leikmannakaupum. Sá hann strax sem forsíðufrétt að verið væri að selja Darius Vassel frá Aston Villa á 3,5 milljónir punda,sem miðað við fjárhagsstöðu Barcelona þá myndi það teljast til tittlingaskíts.

Var fór því Sigurjón að íhuga málið og sendi hann skeyti til Aston Villa og umboðsmanns Darius Vassels.

Fékk Sigurjón strax svar til baka eftir um 20mín. bið og var það svar jákvætt. Var meðal annars umboðsmaður Vassels líka sáttur og þar á meðal maðurinn sjálfur ( Vassel).

Því var send einkaþota til Englands til að sækja hann. Meðan á því stóð þurfti Sigurjón að byrja að einbeita sér af leik sínum og sinna manna gegn Sevilla

Var sama liði stillt upp eins og síðast,en voru Sevilla menn með annað á prjónunum.

Byrjunarlið Sevilla:

Markvörður: Andres Esteban
Varnarmenn: Francisco Javi Navarro,Ramos Sergio,Alves Daniel,Rodriguez Oscar
Miðjumenn: Fernando Sales,Cesar Julio Baptista,Dirnei Renato
Framherjar: Dario Silva,Lopez Jordi,Ramiro Antonito.

Notuðu þeir 4-3-3 taktík og var þetta pressubolti.

Því sagði Sigurjón mönnum sínum að halda ró sinni og leika með höfðinu,og nýta tækifæri sitt þegar að það gefst.

Byrjaði síðan leikurinn og boltinn byrjaði að rúlla. Strax á 4mín kom skot frá Ronaldinho sem fór hársbreidd framhjá markinu.

Síðan á 8mín fór virkilega að draga til tíðinda. Henrik Larsson brýst einn innfyrir vörn Sevilla mann eftir að hafa sólað tvo varnarmenn og skýtur boltanum sem lendir í stönginni og inn. MARK!!! fyrir Barcelona. Síðan fóru leikmenn Sevilla að sækja í sig veðrið. En Victor Valdez hélt Barcelona mönnum á floti með hverri snilldarmarkvörslunni á fætur annari. Síðan gall í flautu dómarans og hálfleikur kom.

Í hálfleik mátti heyra í öskrum þjálfara Sevilla enda var hann grautfúll með frammistöðu sinna manna. Ræddi Sigurjón aftur á móti við sína menn af algjörri ró og hvatti menn sína til dáða.

Eftir það gall í flautunni og leikurinn hófst á ný.

Eftir um 10mín leik,eða sem sagt á 55mín þá komst Dario Silva einn í gegn og smellhitti boltann sem rétt svo strauk utanverða stöng marksins.

Á 75mín komst Jordi Lopez einn í gegn en Victor Valdez varði glæsilega! Náði rétt svo að blaka hendinni í boltann. Í viðbótartímanum varð leikurinn grófari en sem betur fer náði dómarinn með stökum áminningum að róa leikmenn beggja liða. Leiknum lýkur með 0-1 sigri Barcelona manna. Fögnuðu stuðningsmenn Barcelona því vel og fóru allir heim glaðir og sælir. (Framhald)