Á dimmum desembermorgni heyrðust óp og köll í kringum Barcelonaborg er búið var að tilkynna að til stæði að ráða nýjan þjálfara til liðsins.
Bar hann nafnið Sigurjón Guðmundsson og vissu fáir hver hann var,og því var þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir áhangendur Barcelona FC.
Heyrðust áhyggjufullar raddir stuðningsmanna og er haft eftir einu þeirra: ,,Því er verið að ráða mann sem þennan í þetta starf,við hefðum getað fengið einhvern stórstjörnu þjálfara til að leiða klúbbinn til dýrðar.''
Var þetta eins og blautri tusku hefði verið hent í andlit Sigurjóns Guðmundssonar,og fór hann áhyggjufullur á fund stjórnarinnar. ,,Góði besti,þú ferð nú ekki að láta smá gagnrýnisraddir hafa einhver áhrif á þig strax,er það nokkuð?'' sagði stjórnarformaður klúbbsins,og svaraði Sigurjón Guðmundsson af bragði:,,Nei,ætli þetta hafi ekki bara verið smá stress í byrjun''. Eftir um 3klukkutíma samræður féllst stjórnin og Sigurjón á það að ekki væri aftur snúið í bili.
Fór því Sigurjón rakleiðis inn í fundar herbergið til að ganga endanlega frá samningum.
Stóð þar dökkleitur maður í jakkafötum og sást ekki í andlit hans vegna þess að mest megnis af andlitinu var í myrkri herbergisins. Bauð hann góðan daginn og rétti fram gylltan penna,og búið var að rita á hann með skrautstöfum ,, Forever Barcelona FC ''
Því hrifsaði Sigurjón til sín pennan og ritaði nafn sitt á blaðið og þar með gerði samninginn virkan.
Eftir það komu svartklæddir menn inní fundarherbergið og tóku í hönd mína og óskuðu Sigurjóni til hamingju með starfið. Tók hann þeim hrósum vel og fór síðan rakleiðis inná æfingarsvæði Barcelona FC liðsins,og sá hann um leið að aðstæður voru í toppformi,en enga leikmenn liðsins. Fór hann því til vallarstjórans og spurðist fyrir um hversvegna enginn leikmanna liðsins væri á æfingarsvæðinu. Var honum tilkynnt að breyting hefði orðið á æfingarplaninu þennan dag og því væri æfingu lokið og að liðið væri inní búningsklefa. Þakkaði Sigurjón fyrir sig og gekk rakleiðis inn í búningsklefan. Um leið og hann kom inn sá hann mörg höfuð stara á sig,og mátti hann greina að þar voru menn á borð við Carles Puyol, Victor Valdez , Edmilson, Recber Rustu, Belletti, Oleguer, Thiego Motta, Deco, Iniesta, Henrik Larsson, Samuel Eto,og nokkrir enn af varamannabekknum. Eftir stutt viðtal við leikmennina spurði Sigurjón hvort ekki vantaði einhver leikmannana í liðið og kom svarið strax,því um leið og hann sleppti orðinu,þá steig Ronaldinho úr sturtunni og var það eins og að herbergið hefði lýst upp. Rölti hann rólega yfir til Sigurjóns og tók í hendi hans og heilsaði á kurteisislegan máta. Eftir það kvaddi Sigurjón og fór strax að huga að leik morgundagsins gegn sterku liði Real Madrid. Lagðist því Sigurjón í mjúkt rúm sitt á hótelinu sem var rétt hjá Nou Camp leikvangi Barcelona FC og sofnaði Sigurjón svo. Næsta morgun var farið inn á æfingarsvæðið og leikmenn undirbúnir fyrir komandi leik.
Hafði Sigurjóni verið tilkynnt í gegnum tölvupóst að Kim Kallström væri kominn á útsölu og viðræður væru opnar upp á gátt. Fleiri fréttir hljóðuðu svo: ,, Thierry Henry fótbrotnaði á æfingu með Arsenal og verður því óspilhæfur í 4 vikur.Michael Owen er ósáttur við gang mála hjá Real Madrid og lenti upp á kant við þjálfara liðsins.''
Eftir að Sigurjón hafði kynnt sér stöðu mála,þá var haldið beint uppá völl og hitað upp fyrir leik Real Madrid manna og Barcelona manna. Mátti sjá að þjálfari Madrid hafði stillt liðinu upp eftirfarandi:
Markvörður: Iker Gasillas Fernández
Varnarmenn: Roberto Carlos Da Silva,Ivan Helguera Bujía,Jonathan S. Woodgate,Walter Samuel.
Miðherjar: Zinedine Zidane,Thomas Gravesen,Jose Maria Gutierrez Hernandez
Framherjar: Michael James Owen,Raúl Gonzalez Blanco,Ronaldo Luiz Nazario de Lima.
Mátti því glögglega sjá að leikkerfi þeirra var 4-3-3 og mátti greinilega sjá að þjálfari Madrid vildi ná öllum þremur stigunum útúr þessum leik.
Sigurjón stillti liði sínu upp þannig:
Markvörður: Víctor Valdés Arribas
Varnarmenn: Juliano Belletti,José Edmílson Gomes Moraes,Rafael Márquez Álvarez,Carles Puyol Saforcada
Miðherjar: Xavi Hernández Creus, Anderson Luis de Souza ( DECO), Ronaldo de Assis Moreira ( Ronaldinho), Gabriel García De la Torre ( Gabri)
Framherjar: Ludovic Giuly,Samuel Eto'o Fils
Var spilaður 4-4-2 bolti með pressubolta,og var því ætlunin að halda úti jafntefli.
Komu bæði liðin inná og var stemmningin gífurleg.
Lúðrar væru þeyttir,blys loguðu og köll heyrðust um allan völl. Dómararnir mættu inná og komu báðir fyrirliðar fram og spurði dómarinn þá samviskusamlega hvora hlið penings hans þeir myndu vilja svo að ákveðið yrði hvort liðið myndi byrja með boltann. Var heppnin ekki með Barcelona í það skipti og vann Real Madrid uppkastið.
Eftir um korters bið var allt komið í stand og leikurinn mátti byrja. Tók Owen miðjuna og byrjaði leikurinn. Mátti sjá að Real Madrid menn voru grimmir,enda vildu þeir helst sigra. Á 25mín opnaðist vörn Barcelona manna uppá gátt og komst Raúl innfyrir og hitti boltann vel en Victor Valdez varði meistaralega með því að blaka boltanum yfir slá marksins. Eftir það leit út fyrir að leikurinn myndi róast en svo var ekki,því á 41mín leiksins kemst Michael Owen innfyrir vörn Barcelona manna eftir klaufaleg mistök Belletti og setur boltan þægilega yfir Victor Valdez markvörð Barcelona sem kom engum vörnum við,og því MARK!!!! fyrir Real Madrid og því 1-0 staðan. Eftir það fjaraði fyrri hálfleikur út og fóru leikmenn beggja liða inní búningsherbergi sín.
Eftir að báðir þjálfarar liðana höfðu talað við sína menn,var leikurinn hafinn á ný,og mátti sjá að Sigurjón hafði talað vel við sína menn því að einbeitning manna hans var orðin mun betri og mátti sjá það á frammistöðu þeirra á vellinum. Á 49mín leiksins dró til tíðinda. Ronaldinho sendir háan bolta til Samuel Eto's sem skallar boltann rakleiðis í netið. MARK!!! fyrir Barcelona. Leikurinn æstist eftir þetta og mátti sjá að menn voru orðnir ansi grófir á köflum,og mátti þar sjá menn á borð við David Beckham fá að líta á gula spjaldið. Á 82mín leiksins komst Ronaldo í gegn um vörn Barcelona en fast skot hans small í stönginni. Í uppbótartímanum leit allt út fyrir að um jafntefli væri að ræða þar til Ronaldinho fékk aukaspyrnu fyrir utan teig Real Madrid manna. Hljóp hann uppað boltanum og boltinn sveif í slánna og í bak Iker Gasillas og inn. MARK!!! fyrir Barcelona og var þetta sigurmark leiksins! Var Ronaldinho tekinn upp á axlir félaga sinna og hyltur sem konungur.
(Framhald)
Þar sem þetta var eina sagan sem barst í keppnina þá mun ekki verða dæmt í keppninni.
Summi kveður.