Jæja, þá er loksins komið að því að maður fari að drattast til þess að skrifa grein inn á þetta ágæta áhugamál eftir að cablegram óskaði eftir fleiri greinum og hugmyndum að greinum. En nú er tími fyrir smá nostalgíu því að ég ætla að skrifa grein um nokkra af mínum uppáhalds leikmönnum úr CM 00/01! CM 00/01 er án efa langbesti manager leikur sem ég hef prófað!
En jæja best að byrja:
Denílson
Fullt nafn:Denílson de Oliveira
Þáverandi lið:Real Betis(í láni hjá Flamengo)
Þjóðerni:Brasilískur
Staða:AM/F(L/C)
Fyrri lið:Sao Paulo
Frekar dýr og eftirsóttur leikmaður sem maður getur keypt á 5-8m sem fer oftast eftir hve samkeppnin er mikil og hve liðin sem hafa áhuga á honum bjóða mikið í hann. Engu að síður frábær leikmaður sem klikkar sjaldan. Hann er mest þekktur fyrir að spila fallegan fótbolta, góðar fyrirgjafir og góð hlaup upp vinstri kantinn.
Mér finnst best að nota hann frammi helst vinstra megin í 4-3-3 taktík, hann er líka öflugur á vinstri kant eða bara frammi í 4-4-2 taktík.
Helstu tölur:
Agility:20
Flair:20
Technique:20
Set Pieces:18
Acceleration:18

Attila Tököli
Fullt nafn:Attila Tököli
Þáverandi lið:Dunaferr
Þjóðerni:Ungverji
Staða:AM/F(R/L/C)
Fyrri lið:Engin
Fjölhæfur ungur leikmaður sem er hægt að nota á fjölmörgum stöðum framarlega á vellinum. Það tekur hann stundum nokkurn tíma að aðlaga sig öðrum löndum en það lagast oftast með tímanum en ef maður notar hann reglulega þá er hann fljótari að aðlagast. En annars þá er hægt að kaupa hann á svona 250-500k ef þú kaupir hann kannski á miðju tímabili þegar það er mikil eftirsókn í hann gætirðu þurft að punga út allt að 1,5m. Hann er nokkuð góður fyrir lítil lið eða svona miðlungslið en ég mæli ekkert sérstaklega með honum fyrir stórlið þó hann virki alveg ágætlega. Mér finnst best að nota hann frammi þó að vel sé hægt að nota hann á köntunum eða jafnvel á miðri miðju.
Helstu tölur:
Bravery:15
Creativity:14
Off the ball:14
Determination:13
Accelertaion:13

Kurniawan
Fullt nafn:Ekki vitað
Þáverandi lið:Pelita
Þjóðerni:Indónesískur
Staða:AM/F(R/L/C)
Fyrri lið:Engin
Alveg yndislegur náungi! Ég og Árni vinur minn (fidonimo) uppgötvuðum þennann leikmann einhverntímann þau ófáu skipti sem við vorum saman í CM. Hann kostar samasem og ekki neitt(12k!) og getur spilað á mörgum stöðum á vellinum! Hann spilar líka oftast vel hvar sem hann spilar, hann getur verið markamaskína, stoðsendarinn eða að taka hlaupin upp kantana.
Stundum hafa önnur lið áhuga á honum og stundum ekki, en hann er samt oftast keyptur á endanum til einhvers liðs. Til að byrja með virðast tölurnar ekkert sérstakar en þær hækka oftast ótrúlega mikið eftir nokkra mánuði! Hann er líka bara frábær fjárfesting sbr. keyptur á 25k seldur á 8m! Það er enginn sérstakur staður sem mér finnst best að spila hann á því hann stendur sig eiginlega alltaf vel!
Helstu tölur:
Teamwork:18
Technique:18
Finishing:18
Set pieces:17
Pace:17

Ronaldinho
Fullt nafn:Ronaldo de Assis Moreira
Þáverandi lið:Gremio
Þjóðerni:Brasilískur
Staða:AM/F(L/C)
Fyrri lið:Engin
Öll ykkar hljótið að kannast við þennann unga pilt enda var hann valinn besti knattspyrnumaður heims á dögunum! Gaurinn er allsvakalegur í þessum leik og er örugglega einn sá besti í leiknum! Maður getur fengið hann á Free Transfer eftir eitt tímabil eða bara splæst í hann 18-25M! Þeir hjá Gremio eru ekkert að spara það og vilja oftast ekki fá minna en 25 kúlur fyrir hann! Hann klikkar ekki hjá stóru liðunum en ég hef ekki prófað hann hjá meðalliðunum, allavega hefur hann aldrei verið lélegur hjá mér! Mér finnst best að nota hann annaðhvort frammi vinstra megin eða fyrir aftan sóknarmennina t.d. í nakano taktíkinni. Hann er alltaf duglegur að skora og að assista og skorar að meðaltali hjá mér 35 mörk á tímabil sem er alveg rosalegt! Það eru náttúrulega kjarakaup að fá hann á Free Transfer og hafa hann svo verðmetinn á 27 milljónir punda.
Helstu tölur:
Set Pieces:20
Flair:20
Determination:20
Technique:20
Balance:19

Saliou Lassissi
Fullt nafn:Saliou Lassissi
Þáverandi lið:Parma(í láni hjá Fiorentina)
Þjóðerni:Fílabeinsströndin/Franskur
Staða:D/DM(R/C)
Fyrri lið:Sampdoria og Rennes
Besti varnarmaðurinn í leiknum að mínu mati! Frábær leikmaður sem stendur sig betur og betur með hverjum leiknum. Hann getur spilað sem klettur í vörninni, snöggur bakvörður eða djúpur miðjumaður. Ég legg reyndar voða litla áherslu á varnarleik þegar ég spila CM en þessi er í uppáhaldi hjá mér og er toppklassa maður sem ávallt er gott að hafa í vörninni sinni. Hann er nokkuð dýr en það borgar sig oftast, maður getur fengið hann á 4-8 milljónir punda en ég hef oft séð hann rísa úr því að vera verðmetinn á 4 mp upp í 10 mp sem er frekar sjaldgæft af varnarmanni að vera. Það er oftast engin samkeppni þótt hann fari oftast frá Parma á endanum. Mér finnst best að nota hann sem hægri hafsent þó hann sé nokkuð góður sem hægri bakvörður eða á miðjunni.
Helstu tölur:
Strength:20
Agression:20
Jumping:18
Bravery:18
Acceleration:18

Jardel
Fullt nafn:Mario Jardel Almeida Ribeiro
Þáverandi lið:Galatasaray
Þjóðerni:Brasilískur
Staða:S(C)
Fyrri lið:Porto-Vecchio, Porto, Gremio, Vasco
Einn af mínum uppáhalds sóknarmönnum í leiknum og hann er örugglega líka einn besti skallamaðurinn í leiknum! Markaskorari af guðs náð sem getur skorað með föstum skotum, potum og að sjálfsögðu með skallanum. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var að stjórna Brasilíska landsliðinu og hann var í hópnum og vildi bara ekki hætta að skora með landsliðinu né félagsliðinu Galatasaray! Reyndar þótt ótrúlegt sé þá hef ég aldrei keypt hann enda er Galatasaray menn ekki alveg í stakk búnir að selja hann, ég hefa bara notað hann í Galatasary þar sem hann var frábær og með Brasilíska landsliðinu. Mér finnst frekar skrýtið að hann hafi aldrei öðlast heimsfrægð því að maðurinn skorar fáránlega mikið í raunveruleikanum líka! T.d. skoraði hann 36 mörk í 32 leikjum með Porto leiktíðina 98/99 og árið 1995 skoraði hann 44 mörk í 42 leikjum með Gremio!Hann spilar best að mínu mati frammi í 4-3-3 taktíkinni þar sem að hann getur raðað inn mörkum.
Helstu tölur:
Heading:20
Jumping:19
Work rate:19
Finishing:19
Determination:19

Jæja þá er ég búinn í bili en ég get skrifað fleiri svona greinar ef þið hafið áhuga á þessu ennþá! En annars er allar heimildir úr Championship Manager 00/01.
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.