Ekki veit ég til hvers ég skrifa þetta...
Sælir nú.
Ég hef verið að spila með Man. Utd.(ég er hóra, ég veit) frá því 00/01 og gengið svona la la. Mér hefur alltaf tekist að hala inn einhverjum bikar hvert tímabil þótt mismerkilegir séu þeir. En margt skemmtilegt hefur drifið á daga mína sem stjór hjá þessu allt of ríka félagi.
Ég var ekki búinn að skoða vefinn hérna á hugi.is þegar ég byrjaði að spá í leikmanna kaupum (cm3 00/01 er fyrsti cm sem ég spila síðan cm2 98) mér tókst strax að finna skemmtilega leikmenn og er búinn að kaupa allskonar sora lýð líka.
Þau mistök sem ég gerði í upphaf leiksins, og geri reyndar enn, er að mér helst illa í varnarmenn. Ef þið munið eftir cm2 þá voru varnarmennirnir mestu hetjurnar. Maður gat farið í utandeildarlið og fundið hörku varnarnagla. Þessu hefur bara ekki farið fyrir hjá mér. Mér reynist lífsins ómögulegt að finna almennilega varnarmenn. Það er einstaka sinnum að mér tekst að ramba niður á skítsæmó náunga, en þeir eru þá bara góðir í mestalagi eitt tímabil. Mitt fyrsta verk hjá Man. Utd. var að selja Stam vegna þess að hann var með 6 í einkunn 3 leiki í röð. Það hefði þótt nóg til að setja menn á free transfer í cm2.
Alessandro Nest - er með hann núna 08/09 og hann stendur sig vel, var samt búinn að setja hann á transfer vegna þess að tímabilið á undan var hann með 6.67. Keyptur á 19.5m, get selt hann á ca 5
Ugo Ehoighougiouhou - eða hvernig sem það er skrifað. Blah 5-4 í einkunn, seldur til tyrklands! Fyrir kúk, fékk hann á free transfer þó.
Steve McMillan - 20 í öllu nema því sem hann var með 19 í. Skítsæmilegur skreið upp fyrir 7 eitt tímabilið, seldur aftur til skotlands fyrir helmingi lægri peninga.
Svona mætti lengi telja. Það eru bara tveir varnarmenn (af ca 50) sem hafa virkað sæmilega hjá mér, en ég var svo vitlaus að selja þá báða vegna þess að ég hélt að það væri nóg af fisk í sjónum. Walter Samuel var að standa sig ágætlega 7,5 ca og svo er það hetjan mín
Miðjumenn hafa verið svolítið vandamál hjá mér, en þegar ég hef slumpað á góða miðju menn hef ég yfirleitt látið græðgina ráða og selt þá til Ítalíu. Mér tókst til dæmis að fá Totti á free transfer. Asnaðist til að selja hann á 35m sem mér finnst núna vera kúkur og kanill. Ariel Ortega var að virka sæmilega, seldi hann á 24m. En bestur allra er þó Gareth Williams. Hann fær 8-10 í hverjum einasta leik. Það er því miður bara annar hver leikur því hann á í einhverjum heilsufarsvandræðum greyið. Hann dettur niður í svona 45% eftir hvern leik. Samt er hann með 20 í stamina.
Sóknarmenn er það auðveldasta við leikinn. Sama hvaða lið ég er, í hvaða deild, alltaf er nóg af allt of góðum sóknarmönnum. Menn sem ég hef verið með og hafa brillerað: Martín Palermo, Javier Solano, Henrik Pedersen, Mohamad Camara og fleiri og fleiri. Bestur allra held ég þó að sé Ronaldinho sem var fyrsti maðurinn sem ég keypti fyrir Man. Utd. á 24,5.
Ég keyti hann 00/01 fyrir 24,5 sem er helvítis hellingur af peningum. svo 06/07 kaupir Inter hann á 60m. Ég náttúrulega dauðsá eftir því að hafa selt hann því hann var að brillera. En maður kemur í manns stað og nóg er af framherjum sem fá 8+ í einkun að meðaltali, þannig að ég saknaði hans ekkert sérstaklega. Svo var ég að spila við Inter í CL og sá að þeir notuðu hann á v-kanntinum. Þá vissi ég að það væri lítið mál að kaupa hann til baka vegna þess að cm3 er gallaður að því leitinu til að sóknarmenn eru einu mennirnir sem blíva. Hann var að fá 7,75 í einkun hjá Inter eftir 30+ leiki, en skoraði fá mörk því hann var á kanntinum. Þannig að aðeins nokkrum mánuðum eftir að ég er búinn að selja Inter hann á 60m þá býð ég upp á grínið 35,5m í hann (þá kem ég út á sléttu) og vitir menn ég fæ hann.
Raunverulegt, ha?
ps. Michael Stensgaard er Smachel Djúníor
pps. ég er Púllari :)