Mig langaði alveg ótrúlega mikið í CM eða FM fyrir svona 1-2 mánuðum síðan en ég hugsa varla útí leikina núna. Ég var líka algjörlega háður huga.is og signaði mig inná huga svona 4-5 sinnum á dag en það hefur lækkað niður í 1-2 sinnum á dag. Ástæðan fyrir þessu er að vinur minn sagði mér frá síðu sem að er alveg ótrúlega skemmtileg og ég er orðinn virkilega háður henni!!
Ég skrifaði kork um síðuna hérna um daginn en núna er ég kominn svo mikið inní hana að ég varð að skrifa grein líka. www.managerzone.com er síðan og hún gengur einfaldlega útá það að maður er manager. Þegar maður skráir sig fær maður eitthvað lið. Í byrjuninni snýst allt um að vera heppinn og fá gott lið. Mjög góðir leikmenn eru svona 10 milljóna (Svona 150.000 $) virði en þegar ég byrjaði liðið mitt fékk ég leikmann sem var yfir 20 milljóna virði. Þegar maður er búinn að skrá sig kemur maður beint inn í flokk 8 og í þeim flokki eru þá 8 lið (Þú + 7 önnur lið). Leikirnir í deildinni fara svo fram um hverja helgi og til þess að ná einhverjum árangri þarf auðvitað að stilla upp liðinu.
Þá þarf maður að lýta á leikmennina og sjá hvað þeir eru góðir í.
Til dæmis þá er þetta besti leikmaðurinn minn:
(O eiga í rauninni að vera boltar)

Jonas Vik

Age: 20 Right
Value: 2 221 775 SEK Height: 161 cm
Salary: 31 007 SEK Weight: 57 kg
Nationality: Sweden


Speed______OO
Stamina______OOO
Play intelligence___OOOO
Passing________
Shooting______OOOOO
Header________OOOOO
Keeping________
Ball control____OO
Tackling_________OOOOO
Cross balls______OOO
Set plays________OOOOO
Experience______O
Form_________OOOOOOOOO

Útaf því að hann er mjög góður í að skjóta, góður skallamaður og kann að lesa fótbolta vel þá hef ég hann sem sóknarmann og æfi hann í hraða því að hraðinn er mjög mikilvægur. Þótt að hann sé með 2 í hraða en 0 í sendingu þá æfi ég hann í hraða því að það er mikilvægara í sókninni.

Annað dæmi:

Filomeno Ferran

Age: 26 Left
Value: 919 477 SEK Height: 173 cm
Salary: 12 990 SEK Weight: 82 kg
Nationality: Argentina

Speed_________OO
Stamina_________OO
Play intelligence__OOOO
Passing________O
Shooting________O
Header_________OO
Keeping________
Ball control____O
Tackling_______OOOOO
Cross balls_____OO
Set plays______O
Experience_____OOOOOO
Form__________OOOOOOOO

Þessi er góður varnarmaður eiginlega bara útaf 5 boltum í tæklingu. Ég var að leita að varnarmanni og fann þennan og keypti hann fyrir 269.000 sænskar krónur. Maður getur semsagt keypt leikmenn og selt þá og maður getur líka rekið leikmenn en til þess að geta gert þetta þarf maður að vera orðinn notandi á síðunni. Þegar maður skráir sig er maður kominn á trial period sem að stendur í 13 daga. Ef manni finnst þetta gaman sendir maður sms í eitthvað númer sem að stendur á síðunni og sms:ið kostar þá 200 kall.
Ef að einhver leikmaður er alveg hörmulegur á maður ekki einu sinni að reyna að selja hann heldur bara reka hann strax. Mér finnst svo ótrúlega gaman að kaupa einhvern leikmann en þá þarf maður að eiga peninga og peninga fær maður fyrir heimaleiki. Maður byrjar með heimavöll sem að tekur 2000 áhorfendur og það er best að byrja strax á því að byggja meira og ég er með völl sem að tekur 8000 manneskjur þar af 6000 standandi, 1840 sitjandi og 160 VIP sæti. Áðan var ég að spila heimaleik í deildinni og fékk næstum því 10 milljónir (150.000 $) fyrir það. Til þess að fá mikla peninga þarf að spila virkilega mikið og það geri ég með því að spila æfingarleiki við vini mína sem nota síðuna. Á æfingaleikin koma venjulegast ekki nema svona 300 manneskjur sem að gefur manni venjulegast um það bil 60.000 kall og + pening fyrir facilities sem sagt gróða frá veitingastöðum, minjagripaverslunum og fleiru sem er á vellinum manns. Þetta þarf semsagt líka allt að byggja og það kostar að byggja allt. Þetta er semsagt leikur sem að snýst um að græða peninga til þess að maður geti keypt leikmenn og unnið deildir og komist upp í flokka eins og 2 eða 3 flokk. Það er alltaf bara fyrsta sætið í hverjum flokk sem að kemst upp í næsta flokk og ég vann flokk 8 á síðasta tímabilinu og núna var deildin mín í flokk 7 rétt að byrja.
Maður þarf líka að vera gáfaður í spilinu eins og allir þjálfarar og þess vegna þarf maður kannski að leita upp systemið sem að liðið sem maður er að fara að keppa við notar og stilla sínu liði þá þannig að varnarmennirnir taka hvern einasta sóknarmann og sóknarmennirnir fá gott pláss.
Það er líka gott að auglýsa eftir þjálförum og þá fær maður einhvern þjálfara sem að lætur þá leikmennina að hækka í verði og spila betur hraðar en venjulega. Sum lið eru með eins og 10-20 þjálfara en eins og allt annað kostar það og þjálfararnir fá laun rétt eins og leikmennirnir. Ég borga á vikufresti um 5 milljónir í laun til leikmanna, þjálfara og kostnaði fyrir heimavöllinn.
Þetta er ótrúlega skemmtileg síða en það skemmtilegasta finnst mér er að kaupa leikmenn og þá fer maður í Office og svo Transfers og þá sér maður alla leikmenn sem eru til sölu (önnur lið selja þá) og svo ef maður sér einhver sem manni lýst vel á þá býður maður einhverja upphæð í manninn og sú upphæð þarf að vera hærri en byrjunar upphæðin og síðasta boðið.

Ég mæli með að þið farið á síðuna, skráið ykkur og prófið í 13 daga og ef ykkur finnst þetta skemmtilegt borgið þið 200 kall í gegnum sms og haldið áfram að byggja upp liðið og þjálfa það.

www.managerzone.com

Kv. StingerS