Ég ákvað að gera mér save stuttu eftir að patch 5.02 kom út, og eftir stutta umhugsun valdi ég Portsmouth.
Mitt fyrsta verk var að renna yfir leikmannahópinn minn og finna sterku og veiku hliðar hans. Ég sá strax að það eina sem mig vantaði til að vera með góðan og stöðugan hóp voru miðjumenn. Ég fór í verslunarferð og kom með þrjá frábæra menn heim í innkaupapokanum.
Þetta voru þeir Bendict Vilakazi (1 m frá Orlando Pirates), Freddy Guarín (1,8 m frá Envigado) og Freddy Adu (375k frá DC United).
Næsta verkefni var að finna uppstillingu sem hæfði liðinu. Eftir hálftíma pælingar og stúderingar var fullhönnuð taktík tilbúinn. Þetta var eins konar 4-3-3 taktík með AML og AMR og tvo MC og einn DMC.
Núna var ég tilbúinn fyrir tímabilið.
Deildin byrjaði með ágætum og eftir 10 leiki var ég í 6. sæti með 5 leiki unna 3 jafntefli og 2 töp. Eftir það kom frábær kafli og ég var taplaus frá 23. október til 16. janúar þegar Newcastle hirti 3 stig af mér á St. James's Park. Eftir þennan frábæra kafla var ég í 3. sæti og var í harðri baráttu um meistartitilinn við Arsenal og Manchester United. Þegar 4 leikir voru eftir var
ég í þeirri stöðu að ef ég myndi vinna seinustu 4 leikina stæði ég uppi sem Englandsmeistari. En ég klúðraði því með því að steinliggja gegn Arsenal á heimavelli 3-0 í 4. seinustu umferðinni. Ég fékk aðeins 4 stig útúr seinustu 3 leikjunum þannig að 3. sætið varð niðurstaðan. Ég gat samt sem áður ekki verið annað en sáttur með þennan árangur. Markmið mitt fyrir tímabilið hafði verið að ná sæti í UEFA bikarnum og ég hafði tryggt mér þátttökurétt í sjálfri Meistaradeild Evrópu sem ég
var hæstánægður með.
Lokastaða efstu liða var þessi:
Arsenal 38 26 7 5 97-35 +62 85
Man Utd 38 23 10 5 68-25 +43 79
Portsm. 38 23 7 8 79-45 +34 76
Liv'Pool 38 20 14 4 44-17 +27 74
Ég sá strax að ég var ekki með breidd til þess að leggja fulla áhreslu á allar 3 keppnirnar sem ég tók þátt í. Þess vegna notaði ég Carling Cup til að leyfa varaskeifunum að blómstra. Eftir að hafa unnið Preston 3-1, MK Dons 5-0 og Ipswich 3-1 tapaði ég gegn Aston Villa 1-3 og þarmeð var sá draumur úti.
En sú keppni sem gerði mig mest stoltan á þessu fyrsta tímabili mínu með Pompey eins og Portsmouth er kallað var FA Cup. Bikarævintýri mitt hófst heima á Fratton Park þar sem elsta félag Englands, Notts County, var afgreitt 3-1 með mörkum frá Diomansy Kamara, Patrik Berger og Lomana Lua-Lua.
Næst lá leiðin á Upton Park í London þar sem West Ham beið mín. Þeir veittu verðuga mótspyrnu en eftir spennandi og skemmtilegan leik knúði ég fram sigur 4-3. Ayegbeni Yakubu, Patrik Berger,
Stephen Bywater (OG) og Benedict Vilakazi sáu um mörkin.
Í 5. umferð mætti Middlesbrough í heimsókn á Fratton Park. Það var aldrei spurning hvort liðið
væri að fara áfram og þegar upp var staðið hafði Portsmouth skorað 5 mörk án þess að Boro-menn næðu að svara fyrir sig. Yakubu (2), Berger (2) og Andrew Griffin skoruðu mörkin.
Þá voru það 8-liða úrslitin. Enn fékk ég heimaleik, nú gegn Manchester City. Eftir frekar daufar 87 mínútur skaust Aliou Cissé fram úr þokunni og fleytti Portsmouth í undanúrslit bikarkeppninnar.
Í undanúrslitunum mætti ég Everton á Villa Park í Birmingham. Leikurinn var bráðfjörugur og eftir 39 mínútur kom Tote Everton í 1-0. En aðeins 4 mínútum síðar jafnaði Benedict Vilakazi fyrir Portsmouth og þar við sat. Því þurfti að framlengja. Þegar 5 mínútur voru eftir af framlengingunni þrumaði Freddy Guarín boltanum upp í vinkilinn af 30 metra færi og tryggði Portsmouth sigur í hreint mögnuðum fótboltaleik.
Portsmouth var komið alla leið. Chelsea beið okkar á Millenium Stadium í Cardiff. Og það kom á
daginn að stjörnum prýtt lið Chelsea var mínum mönnum ofviða og Chelsea vann leikinn 1-0 með marki frá Frank Lampard. Þessi úrslit voru að sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði en engu að síður var ég sáttur við þennan fína árangur í FA cup og hugsaði bara “Það kemur dagur eftir þennan dag”.
3. sæti í deildinni og úrslitaleikur í bikarnum voru takmörk sem ég þorði enganveginn að setja
mér í byrjun tímabilsins. Þannig að ég var mjög sáttur og stefndi bara hærra næsta tímabili.
Algengasta byrjunarlið mitt var svona:
———-Yakubu———-
——/————\——
Kamara————-Lua Lua
—-Berger—-Vilakazi—-
———-Guarín———-
Taylor-Primus-Zeeuw-Griffin
———-Hislop———-
Helstu máttarstólpar liðsins voru þessir:
Patrik Berger 44 leikir, 17 mörk, 16 stoðsendingar, 7,80 í meðaleinkunn
Ayegbeni Yakubu 43 leikir, 29 mörk, 19 stoðsendingar, 7,43 í meðaleinkunn
Benedict Vilakazi 37 leikir, 6 mörk, 12 stoðsendingar, 7,80 í meðaleinkunn
Shaka Hislop 42 leikir 43 mörk fengin á sig, 16 sinnum haldið hreinu, 7,79 í meðaleinkunn
Linvoy Primus 42 leikir, 2 maður leiksins, 7,69 í meðaleinkunn
Ég stefni á að senda inn framhald þegar ég er búinn með 2. tímabil.
Takk fyrir mig.