Ég ákvað að prófa að breyta aðeins um frásagnarstíl en þetta er aðeins tilraun og mig langaði bara að vita hvernig þetta kæmi út. Ég man að pires gerði svona nokkuð fyrir einhverjum árum og það tókst nokkuð vel. Og btw þá er þetta ekki mitt alvöru nafn.
————————————————–
Arnar Pétursson mun næsta júlí hafa stjórnað Nottingham Forest í 4 ár en hann hefur breytt þessu forna stórveldi úr liði sem átti í basli með að halda sæti sínu í fyrstu deildinni í eitt af stærstu liðum í Evrópu. Hann er núna einn eftirsóttasti þjálfari í Evrópu en á undanförnum mánuðum hefur hann verið orðaður við mörg stórliðin. Arnar hefur þó alltaf verið tryggur Forest en áður enn hann varð knattspyrnustjóri þar þjálfaði hann unglingalið þeirra með góðum árangri.
Ég hitti á Arnar þegar hann var í snemmbúnu jólafríi í seinustu viku og ræddum við saman um þessi ár hans hjá Forest.
Hvað kom til að þú varst ráðinn stjóri Forest?
Það var nú þannig að ég hafði verið þjálfari unglingaliðs Forest í nokkur ár og þekkti vel til hjá félaginu. Þeir vildu ekki leita langt fyir skammt og hringdu því í mig og báðu mig um að funda með sér. Ég samþykkti um leið tilboð þeirra að gerast knattspyrnustjóri og var þá formlega kynntur á blaðamannafundi 11.júlí 2004.
Þið komust síðan upp á fyrsta tímabilinu með mikill dramatík en voruð síðan í harðri fallbaráttu árið eftir í Úrvalsdeildinni. Hvað orsakaði það?
Já, það voru erfiðir tímar en í sannleika sagt vorum við með mjög þunnskipaðn hóp en stjórnin gaf mér varla neinn pening til leikmannakaupa þrátt fyrir að bjarga þeim algjörlega frá gjaldþroti. Við vorum þó að lokum í 16.sæti og héldum sæti okkar sem var nú fyrir öllu.
Það vakti mikla athygli að fyrir 3.tímabil þitt, þá tókst þú fyrirliðabandið af Michael Dawson og gerðir Radoslaw Kaluzny að fyrirliða. Voru einhver ósæti milli þín og Dawson?
Nei alls ekki. Michael er virkilega góður strákur en ég sá að hann var enn of ungur að vera fyrirliða, hann var aðeins 22 ára gamall og var í erfiðleikum að höndla pressuna. En ég er í engum vafa að hann er einn efnilegasti varnarmaður Englendinga og framtíðar fyrirliði Forest og jafnvel enska landsliðsins. Ég gerði Rado að fyrirliða enda er hann með gríðarlega reynslu og mikill leiðtogi. Hann er einn vinsælasti leikmaður Forest fyrr og síðar og algjör forréttindi að fá að vinna með honum.
Á þriðja tímabili þínu komu nokkrir frábærir leikmenn til liðs við Nottingham og má þar nefna Jussi Jaaskalainen, Steven Pienaar, Fabien Ernst og hinn bráðefnilega pólska framherja Maciej Korzym. Var þetta ekki mikill liðstyrkur?
Það var rosalegur liðsstyrkur að fá þá alla. Paul Gerrard, markvörðurinn okkar var því miður ekki í Úrvalsdeildarklassa og því var tilvalið að fá Jussi [Jaaskalainen] til liðs við okkur en hann kom frítt vegna þess að samningurinn hans var búinn og Jussi stóð sig alveg frábærlega og gerir það enn. Fabien Ernst er stórkostlegur leikmaður og var alveg frábært að fá hann á 5,5 milljónir punda sem ég tel vera gjafaverð fyrir einn af betri miðjumönnum Evrópu. Steven Pienaar kom einnig frítt frá Ajax og átti mjög gott tímabil. Korzym [,Maciej] kom frá pólska liðinu Legia en hann var á þessum tíma einn eftirsóttasti unglingur Evrópu en valdi vel og kom til okkar. Sjaldan í boltanum hef ég séð þvílkt efni! Þegar hann kom til okkar hafði hann spilað um 30 leiki fyrir U21 árs lið Pólverja aðeins 18 ára gamall [fæddur 1988]. Hann spilaði stuttu eftir að hann kom til okkar fyrsta landsleikinn sinn og hann hefur verið að spila mjög vel fyrir okkur þrátt fyrir hversu ungur hann er.
Nú síðan gekk þriðja tímabilið í garð og þið spiluð mjög vel á því tímabili og voruð á tímabil í toppbaráttunni en enduðuð að lokum í 8.sæti. Varstu sáttur með það?
Já það var ekki annað hægt enda var markmið okkar að enda í efrihluta og deildarinnar og virkilega festa okkur í sessi í þessari sterkustu deild í heimi. Einu vonbrigðin þetta tímabil var kannsk að ná ekki að vinna aðra hvora bikarkeppnina (FA Cup og deildarbikarinn) en við duttum út gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni á Stampford Bridge í báðum keppnum, það var alveg sérstaklega svekkjandi.
Vorið 2007 birti síðan Franska fótboltablaðið France Football lista sinn yfir 5 efnilegustu stjórana í Evrópu og varst þú efstur í því kjöri. Var þetta ekki mikil heiður fyrir þig?
Jú að sjálfsögðu var þetta gífurlegur heiður þegar maður fær svona titil en ég reyni samt að einbeita mér mest að Nottingham Forest og læt ekki aðra hluti trufla mig. En þegar maður er fyrir ofan menn eins og Bernd Schuster, Jose Mourinho og fleiri þá getur maður ekki annað en verið ánægður.
Eftir þetta 3 tímabil gerðir þú enn og aftur miklar breytingar á liðinu þrátt fyrir góðan árangur á undanförnum tímabilum. Hvers vegna?
Mitt persónulega markmið sem ég ákvað í sameiningu við leikmennina var að ná sæti í meistaradeild Evrópu og til þess að gera það, þá var þörf á að styrkja liðið en það þurfti þó ekki felast í því að kaupa leikmenn fyrir ógrynni af peningum heldur reyndi ég að mestu leyti að fá leikmenn á bosman reglunni svokölluðu. Við fengum Andy Van Der Meyde frá Everton, Barry Ferguson frá Blackburn, Nicolas Anelka frá Man. City, Brett Emerton frá Blackburn alla án þess að borga krónu fyrir.Síðan keyptum við varnarmanninn Phil Vaughan og var talinn vera mikið undrabarn frá Southampton á 4 milljónir punda og Kevin Nolan kom á 5,5 milljónir frá Southampton í staðinn fyrir Fabien Ernst sem fór til Man Utd á 11 milljónir punda. Síðan kom varnarmaðurinn Lee Miller sem var 16 ára úr unglingaliðinu og var frábær. Það kom síðan í ljós að þetta marg borgaði sig enda enduðum við í 3 sæti og vorum á tímabili í efsta sæti, það var alveg frábært. Það sýndi sig enn og aftur að okkur var ekki ætlað að vinna neinn bikar þegar töpuðum mjög ósanngjarnt gegn Man Utd í FA bikarnum 1-0.
Þrátt fyrir að hafa verið hjá Forest í nokkur ár og gert frábæra hluti, þá hefur þú enn ekki unnið einn einasta titil?
Já, það er rétt en eins og ég segi þá erum við enn að byggja og erum í meistaradeildinni og aldrei að vita nema að við vinnum titla á þessu ári enda er það að sjálfsögðu markmiðið og ef það er eitthvað sem ég get lofað ykkur þá er það að næstu ár verða stórkostleg fyrir Nottingham Forest.
Það með lýkur þessu viðtali mínu við þennan litríka mann og það er vonandi að Forest vegni vel í framtíðinni og hver veit nema einvherjir Íslendingar eigi eftir að bætast í hópinn?
————————————————–