Ég er með Celta de Vigo í FM 2005 (Update 5.0.3 Beta)

Tímabilið 2005/2006 (Önnur leiktíð)

Eftir að hafa loksins komist upp um deild urðu Celta de Vigo aftur meðal stóru kallanna í úrvalsdeildinni á Spáni. Langt ár í annari deild hafði liðið en með góðri spilamennsku leikmanna og styrkri stjórnun framkvæmdarstjóra hafði liðið náð markmiðum sínum fyrir leiktíðina.

Liðinu var ekki spáð frama í úrvalsdeildinni heldur var það umtalað hjá bæði stjórninni og veðbönkum að liðið myndi eiga erfitt ár framundan, m.a. gáfu veðbankarnir upp 400 á móti 1 að Celta myndu vinna deildina. Frekar harður dómur, en enginn hafði þó séð nýju stjörnuleikmennina í alvöru leik og því var þessi spá ekkert ótrúleg. Spurning var um samskipti leikmanna, sérstaklega þar sem nýja akkerismiðjan Mark van Bommel talaði ekki spænsku. Fyrir utan van Bommel voru það króatíksu Igorarnir, þeir Tudor og Biscan sem töluðu ekki spænsku, nýji markvörðurinn hann Vincenzo Sicignano og kantmaðurinn Róbson Ponte. En hinir tryggu aðdáendur Celta gáfust þó ekki upp og kröfðust trausts sætis í miðri deildinni fyrir komandi tímabil, líklega þeir einu sem væntu góðs árangurs fyrir utan mig og varð þetta til þess að ég fann fyrir ákveðinni ábyrgð að leiða þetta lið áfram og sýna aðdáendum liðsins að þetta væri ekki venjulegt neðrideildarlið sem myndi einungis hanga uppi í eina leiktíð.

En til upprifjunar voru þetta leikmennirnir sem voru fengnir til liðsins fyrir hina erfiðu göngu upp á við:

Mariano Ramón Toedtli(ST) -Free (Ejido)
Igor Tudor(DC) -Free (Juventus)
Róbson Ponte(AMC/R) -Free (Leverkusen)
Igor Biscan(DC) -Free (Liverpool)
Mark Van Bommel(DMC) -Free (PSV Eindhoven)
Ariel Ortega(FC) -Free (Newell´s Old Boys)
Vincenzo Sicignano(GK) -Free (Lecce)

Margir hverjir af þessum leikmönnum voru þó stórstjörnur og höfðu mikla reynslu af Evrópubolta sem ég stefndi á að spila á næstunni. Nýju lykilmennirnir voru Mark van Bommel sem átti að taka við af Guardiola sem leikstjórnandi, Igor Tudor sem átti að leiða hina frægu þriggja manna vörn Celta á komandi tímabili og að lokum ólátabelgurinn Ariel Ortega sem átti að spóla sig í gegnum varnir andstæðinganna með tækni sinni og ákveðni.

Menn sem horfið höfðu úr liðinu voru:

Pablo Oscar Cavallero(GK) -Free (Roma)

Auðvitað mikill missir fyrir teymið enda stórkostlegur leikmaður þarna á ferð og þó að Celta hafi ekki misst fleiri leikmenn þá voru vonbrygðin að ná ekki að halda í þennan stórkostlega markmann á við að hafa misst 10 aðra leikmenn.
Í staðin fékk ég til liðs við mig Sicignano frá Lecce sem hafði verið einn af öruggari markvörðum úrvalsdeildarinnar á Ítalíu.

Rétt eftir leiktíðina í annari deildinni hafði ég beðið kurteisislega um að láta bæta æfingarsvæðið til muna, enda var það ekki eins glæsilegt og hjá topp klúbbunum. Ég vildi ná sem mestu út úr liðinu eins og hægt væri og því væri bætt æfingasvæði skref í rétta átt.
Stjórnin samþykkti þann möguleika, en vegna bágrar fjárhagsstöðu liðsins (aðallega vegna launahárra leikmanna), þurfti að fresta þessari framkvæmd um óákveðinn tíma. Ég gat ekki hulið vonbrygðin en vissi að þetta myndi allt taka sinn tíma því að Róm var ekki byggð á einum degi, eins og sagt er.

Snöggt á litið var ekki slakann leikmann að sjá og margir fleiri en helsta byrjunarliðið fengu að spreyta sig í leik. Ákveðnir aðilar stóðu sig þó betur en aðrir og leit uppstilling liðsins í sterkustu leikjum svona út:

GK: Vincenzo Sicignano
DC: Sergio
DC: Igor Biscan
DC: Igor Tudor
MR: Róbson Ponte
ML: Gustavo López
MC: Josep Guardiola ©
MC: Mark van Bommel
FC: Ariel Ortega
FC: Mariano Ramón Toedtli
FC: Zisis Vryzas

Einnig má minnast á nokkra leikmenn sem spiluðu einnig stór hlutverk:
Sebastián Méndez(DC)
Andrés Iniesta(DMC) (fenginn á miðri leiktíð, tók að stóru leiti við Guardiola vegna þess að hann var farinn að verða þolminni en áður)
Jandro(FC/L)

Eins og sjá má ákvað ég að halda Celta í sömu uppstillingu og hafði reynst því svo vel í annari deildinni.
Mikið af mörkum og skemmtilegt og skapandi spil skyldu ennþá einkenna liðið frekar en að leggjast í varnarspil eins og uppkomandi lið gera svo oft.
Engin virðing skyldi vera sýnd sterkari klúbbum sem sýndi sig yfir leiktíðina þegar liðið bar sigurorð af liðum eins og Valencia, Deportivo, Real Madrid og Barcelona.

Bikarkeppnin gekk ekki vel þetta árið þegar liðið ætlaði að einbeita sér einnig að henni en eftir slæmann útdrátt lenti liðið á móti fyrnasterku liði Sevilla og féll út í 16 liða úrslitum. Svekkjandi, en svona gerist bara og var vonast eftir betri útdrætti á næstu leiktíð.

Einnig má nefna nokkra þrjá unga leikmenn sem komu inn á miðri leiktíð:
Andrés Iniesta -2,5m (Barcelona)
Giovanni dos Santos -675k (Racing)
Ryan Smith -Free

Barcelona voru með útsölu á leikmönnum þar sem Michael Laudrup stjórnaði liðinu. Engum líkaði vel við hann og hann var ekki ógjarn á að selja góða leikmenn á fínum prís. Þannig að ég fékk Iniesta(21) langt undir eðlilegu kaupverði, en hann er einn af framtíðar landsliðsmönnum Spánar.
Ryan Smith(19) var búinn að vera spilandi hjá Arsenal í yngri liðum og var orðinn frekar eftirsóttur, ég ákvað að fá hann eftir að samningurinn hans kláraðist hjá Arsenal og engar líkur voru á að hann myndi endurnýja hann.
Giovanni dos Santos(16) er ungur leikmaður sem hafði verið áður hjá Barcelona áður en Racing keypti hann. Mikill efniviður.

Deildin gekk eins og áhangendur spáðu og greinilegt að spá blaðamanna, veðbanka og síðast en ekki síst stjórnarinnar sjálfrar höfðu sem betur fer ekki staðist.
Liðið endaði í 9 sæti, með jafn mörg stig og Espanyol sem enduðu í 8 sæti og komust því í Bikarkeppni í Evrópu sem kallast EURO Vase (Evrópuvasinn). Verð að viðurkenna að ég varð dálítið svekktur við þetta þar sem að þarna var titill sem að Celta hefðu átt mikinn möguleika á að vinna.
En deildin endaði svona:

1.Betis 38 28-5-5 70 26 +44 89
2.At.Madrid 38 22-13-3 63 28 +35 79
3.Sevilla 38 22-11-5 30 23 +37 77
4.R.Madrid 38 22-11-5 55 26 +29 77
5.Valencia 38 23-7-8 66 31 +35 76
6.R.Sociedad 38 19-9-10 62 42 +20 66

9.Celta 38 16-10-12 58 53 +5 58

Eins og sjá var dálítill munur á efstu liðum og Celta, en þó var komið í ljós að Celta liðið væri ekki hægt að taka með hendurnar í vösunum.
Nokkrir óvæntir hlutir einkenndu þessa leiktíð og voru það þá helst að Barcelona endaði í 7. sæti, Deportivo enduðu í 12. sæti og Athletic Club (fyrrum kenndir við Bilbao) enduðu í 14. sæti.

Leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum var aftur: Zisis Vryzas
Markaskorarinn: Zisis Vryzas

Leiktíðin endaði því með brosi á vör hjá öllum aðstandendum liðsins fyrir utan yfirmann fjármála, enda tóku þessir bestu innan liðsins óheyrilega háar fjárhæðir fyrir að spila.
Markmiðið fyrir næstu leiktíð var því að rétta úr kútnum, því að margir leimenn, sem sumir hverjir voru jafnvel í hærri klassa en áður hafði þekkst hjá liðinu voru að fara að klæðast grænbláu peysunni með svörtu röndunum.
Þar ber kannski helst að nefna hinn efnilega framherja Alberto Gilardino sem spilað hafði fyrir Parma á Ítalíu.

Viðskipti fyrir komandi leiktíð voru:

Inn:

Alberto Gilardino(ST) -Free (Parma)
Francisco Javier Yeste(AML) -Free (Athletic Club)
Shinji Ono(MC) -Free (Feyenoord)

Út:

Allt varaliðið fyrir utan einn leikmann. Þeir voru allir samningslausir og fyrst liðið var orðið fátækt og þurfti alla restina af peningunum til að halda í leikmenn þá urðu þeir að hverfa frá.

Gillardino var leikmaður af nýjum kalíbera fyrir klúbbinn. Hann er fæddur framherji sem er bæði með staðsetningar og hreyfingar á tæru. Sést best á verðmiðanum sem settur var á hann við komuna til liðsins, en það voru 32 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni Celta frá upphafi.
Yeste er öflugur kantmaður með góðar fyrirgjafir sem á að taka algjörlega við ellismellinum Gustavo López sem er orðinn 33 ára gamall.
Ono kemur inn sem nýr skapandi miðjumaður og á vera í miðjuparinu með van Bommel. En ég sé þó fyrir að Iniesta eigi einnig eftir að fá að spila nokkra leiki í þessari stöðu.

Markmiðin fyrir næsta tímabil virðast vera nokkuð skýr og greinileg. Þó að stjórnin sé ekki búin að láta það í ljós ennþá, þá er vísta öruggt að þeir vilja stöðugt miðdeildarsæti aftur á meðan uppbyggingartíð stendur yfir hjá félaginu.
Þeir eiga vonandi eftir að eyða ofurlitlu fé í æfingarsvæðið fyrst þeir voru búnir að samþykkja það.

Svo eru það hinar venjulegu spurningar:
Á Celta eftir að vegna vel á næstu leiktíð?
Verður æfingasvæðið ekki 100% bætt?
Komast þeir í Evrópukeppni?
Ná þeir að halda leikmönnunum útaf þessum launakröfum?

Svörin við þessu í næstu Celta grein.